Hita upp fyrir Olís deild karla í kvöld: Flugu Valsmenn of hátt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 12:00 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar fyrir Val en Valsliðið tapaði sínum fyrsta leik í síðustu umferð. Vísir/Hulda Margrét Olís deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir æfingapásu íslenska landsliðsins og það eru fimm leikir í kvöld. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferðina í aukaþætti Seinni bylgjunnar. „Við ætlum að renna yfir þessa sjöundu umferð eftir smá landliðsæfingapásu. Gott að fá boltann af stað aftur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er geggjað. Vonandi hafa liðin náð að spila sig saman, æfa vel og mæta tilbúin í þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er risa miðvikudagur með fimm leikjum,“ sagði Stefán Árni en þeir fóru síðan saman yfir alla leikina einn af öðrum. Stjörnumenn eru á toppnum í deildinni með fullt hús eftir fimm leiki. „Þeir hafa verið þetta spútniklið í vetur. Þeir hafa verið að spila vel og hafa verið að spila á móti góðum liðunum eins og Val. Þeir líta hrikaleg vel út og eiga líka nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn Upphitunarþáttur fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta er nú kominn inn á Vísi og er hann aðgengilegur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta Stórleikur umferðarinnar er leikur Vals og FH á Hlíðarenda í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45. „Förum í risaleikinn. Valur og FH í Origo höllinni. Valsmenn hafa verið virkilega góðir á tímabilinu en tapa samt í síðustu umferð á móti Stjörnumönnum. Hvað sjáum við þarna,“ spurði Stefán Árni. „Það er engin spurning að þetta er stórleikurinn í umferðinni. Það verður virkilega skemmtilegt að sjá hvernig Valur kemur til baka eftir þetta tap á móti Stjörnunni. Hvort þetta var einn leikur sem þeir eiga lélegan eða hvort við erum að fara að sjá að þeir hafi flogið of hátt í byrjun tímabilsins,“ sagði Ásgeir Örn. „FH-ingar eru að spila rosalega þétta og góða vörn. Þeir eru háir og þungir inn á miðjunni og svo með geggjaðan markmann fyrir aftan sig. Þetta hentar Völsurunum ekkert rosalega vel. Valsmenn eru með tiltölulega lágvaxna létta leikmenn sem eru mikið að fara í þessar beinu árásir maður á mann. Leikurinn kemur til með að vinnast þarna tel ég,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4) Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
„Við ætlum að renna yfir þessa sjöundu umferð eftir smá landliðsæfingapásu. Gott að fá boltann af stað aftur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er geggjað. Vonandi hafa liðin náð að spila sig saman, æfa vel og mæta tilbúin í þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er risa miðvikudagur með fimm leikjum,“ sagði Stefán Árni en þeir fóru síðan saman yfir alla leikina einn af öðrum. Stjörnumenn eru á toppnum í deildinni með fullt hús eftir fimm leiki. „Þeir hafa verið þetta spútniklið í vetur. Þeir hafa verið að spila vel og hafa verið að spila á móti góðum liðunum eins og Val. Þeir líta hrikaleg vel út og eiga líka nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn Upphitunarþáttur fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta er nú kominn inn á Vísi og er hann aðgengilegur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta Stórleikur umferðarinnar er leikur Vals og FH á Hlíðarenda í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45. „Förum í risaleikinn. Valur og FH í Origo höllinni. Valsmenn hafa verið virkilega góðir á tímabilinu en tapa samt í síðustu umferð á móti Stjörnumönnum. Hvað sjáum við þarna,“ spurði Stefán Árni. „Það er engin spurning að þetta er stórleikurinn í umferðinni. Það verður virkilega skemmtilegt að sjá hvernig Valur kemur til baka eftir þetta tap á móti Stjörnunni. Hvort þetta var einn leikur sem þeir eiga lélegan eða hvort við erum að fara að sjá að þeir hafi flogið of hátt í byrjun tímabilsins,“ sagði Ásgeir Örn. „FH-ingar eru að spila rosalega þétta og góða vörn. Þeir eru háir og þungir inn á miðjunni og svo með geggjaðan markmann fyrir aftan sig. Þetta hentar Völsurunum ekkert rosalega vel. Valsmenn eru með tiltölulega lágvaxna létta leikmenn sem eru mikið að fara í þessar beinu árásir maður á mann. Leikurinn kemur til með að vinnast þarna tel ég,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4)
Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4)
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira