Framkvæmdastjóri hjá UN Women ræddi framlag Íslands til jafnréttismála Heimsljós 9. nóvember 2021 10:19 Guðlaugur Þór Þórðarson og Lopa Banerjee Ísland er eitt forysturíkja átaksverkefnis Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna - UN Women. Stuðningur og þátttaka Íslands í átaksverkefni UN Women og bakslag í jafnréttismálum á alþjóðavísu voru efst á baugi á fundi þeirra Guðlaugs Þór Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Lopu Banerjee, einum af framkvæmdastjórum stofnunarinnar í gærmorgun. Ísland er eitt forysturíkja átaksverkefnis Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna - UN Women – sem ber yfirskriftina Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum). Í tengslum við það veitir Ísland aðgerðabandalagi um kynbundið ofbeldi forystu ásamt Bretlandi, Kenía og Úrúgvæ. Stýrihópur utanríkisráðuneytisins og forsætisráðuneytisins um þátttöku íslenskra stjórnvalda í verkefninu hefur frá árinu 2020 unnið að mótun stefnu aðgerðabandalagsins og gerð skuldbindinga bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Guðlaugur Þór Þórðarson og Lopa Banerjee ásamt þeim Rósu Guðrúnu Erlingsdóttur, sérfræðingi í utanríkisráðuneytinu (t.v.) og Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi Vaxandi þungi bakslags í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi var jafnframt til umfjöllunar á fundi þeirra Guðlaugs Þórs og Banerjee í utanríkisráðuneytinu dag. Ráðherra sagði að kynjajafnrétti væri lykilinn að sjálfbærri þróun og að velgengni norrænna ríkja mætti m.a. rekja til árangurs þeirra á sviði jafnréttismála. „Þá sögu munum við halda áfram að segja á alþjóðavettvangi því virðing fyrir jafnrétti og mannréttindum borganna eru lykilþættir í aukinni hagsæld þjóðanna. Það á einnig við um félagslega og efnahagslega uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Í skuldbindingum Íslands í tengslum við verkefnið er lögð áhersla á stefnumótun og lagasetningu sem hefur m.a. að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi með auknum forvörnum, bættu samráði um aðgerðir gegn ofbeldi og eflingu þjónustu og stuðningsúrræða við bæði þolendur og gerendur. Lögð er áhersla á að ná betur til drengja og karla í forvarnarstarfi og að ráðist verði í aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi og úrbætur í réttarvörslukerfinu sem fylgi eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Þá munu íslensk stjórnvöld þrefalda kjarnaframlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA á næstu tveimur árum. Stofnunin gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á átakasvæðum og veita kjarnaframlög sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni. Í samstarfi við UN Women ráðast íslensk stjórnvöld jafnframt í átaksverkefni sem leggur áherslu á þátttöku karla og drengja í forvörnum og aðgerðum sem miða að því að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Í því augnamiði eykur Ísland framlög sín til UN Women um eina milljón bandaríkjadala, eða sem nemur rúmum 123 milljónum króna, til næstu tveggja ára. Kynslóð jafnréttis er stærsta verkefni UN Women hingað til og meðal helstu áherslumála aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres. Átakið stendur yfir í fimm ár og er skilgreint í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ríki, alþjóðastofnanir, frjáls félagasamtök og einkafyrirtæki voru valin á grundvelli umsókna til að leiða aðgerðabandalög um verkefni á sex málefnasviðum. Markmiðið er að vinna markvisst að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Stuðningur og þátttaka Íslands í átaksverkefni UN Women og bakslag í jafnréttismálum á alþjóðavísu voru efst á baugi á fundi þeirra Guðlaugs Þór Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Lopu Banerjee, einum af framkvæmdastjórum stofnunarinnar í gærmorgun. Ísland er eitt forysturíkja átaksverkefnis Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna - UN Women – sem ber yfirskriftina Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum). Í tengslum við það veitir Ísland aðgerðabandalagi um kynbundið ofbeldi forystu ásamt Bretlandi, Kenía og Úrúgvæ. Stýrihópur utanríkisráðuneytisins og forsætisráðuneytisins um þátttöku íslenskra stjórnvalda í verkefninu hefur frá árinu 2020 unnið að mótun stefnu aðgerðabandalagsins og gerð skuldbindinga bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Guðlaugur Þór Þórðarson og Lopa Banerjee ásamt þeim Rósu Guðrúnu Erlingsdóttur, sérfræðingi í utanríkisráðuneytinu (t.v.) og Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi Vaxandi þungi bakslags í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi var jafnframt til umfjöllunar á fundi þeirra Guðlaugs Þórs og Banerjee í utanríkisráðuneytinu dag. Ráðherra sagði að kynjajafnrétti væri lykilinn að sjálfbærri þróun og að velgengni norrænna ríkja mætti m.a. rekja til árangurs þeirra á sviði jafnréttismála. „Þá sögu munum við halda áfram að segja á alþjóðavettvangi því virðing fyrir jafnrétti og mannréttindum borganna eru lykilþættir í aukinni hagsæld þjóðanna. Það á einnig við um félagslega og efnahagslega uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Í skuldbindingum Íslands í tengslum við verkefnið er lögð áhersla á stefnumótun og lagasetningu sem hefur m.a. að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi með auknum forvörnum, bættu samráði um aðgerðir gegn ofbeldi og eflingu þjónustu og stuðningsúrræða við bæði þolendur og gerendur. Lögð er áhersla á að ná betur til drengja og karla í forvarnarstarfi og að ráðist verði í aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi og úrbætur í réttarvörslukerfinu sem fylgi eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Þá munu íslensk stjórnvöld þrefalda kjarnaframlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA á næstu tveimur árum. Stofnunin gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á átakasvæðum og veita kjarnaframlög sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni. Í samstarfi við UN Women ráðast íslensk stjórnvöld jafnframt í átaksverkefni sem leggur áherslu á þátttöku karla og drengja í forvörnum og aðgerðum sem miða að því að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Í því augnamiði eykur Ísland framlög sín til UN Women um eina milljón bandaríkjadala, eða sem nemur rúmum 123 milljónum króna, til næstu tveggja ára. Kynslóð jafnréttis er stærsta verkefni UN Women hingað til og meðal helstu áherslumála aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres. Átakið stendur yfir í fimm ár og er skilgreint í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ríki, alþjóðastofnanir, frjáls félagasamtök og einkafyrirtæki voru valin á grundvelli umsókna til að leiða aðgerðabandalög um verkefni á sex málefnasviðum. Markmiðið er að vinna markvisst að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent