Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 15:16 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fyrsta upplýsingafundi sem haldinn hefur verið í um þrjá mánuði. Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. Undanfarna tvo sólarhringa hafa 320 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni. Á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem boðað var til vegna hertra sóttvarnaaðgerða í dag sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að þeir smituðu væru um allt land en flestir á höfuðborgarsvæðinu. Komið hefðu upp hópsýkingar sem tengjast kareókístöðum og kórastarfi. Stöðuna á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri sagði hann þunga. Haldi sami fjöldi smita áfram skapist neyðarástand þar innan skamms. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að smitrakning væri einnig þung vegna fjölda smitaðra og að það kæmi niður á þjónustinni. Vísa hafi þurft fólki frá farsóttarhúsum sem ætti að vera í sóttkví. Nú stefni í að fjöldi þeirra sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé meiri en heilbrigðiskerfið ræður við. Bæði Víðir og Þórólfur lögðu áherslu á samstöðu um sóttvarnaaðgerðir sem tilkynnt var um í dag. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir tækju gildi í næstu viku og grímuskylda strax á morgun. „Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll,“ sagði Víðir. Biðlaði Þórólfur til þeirra sem hafa talað niður sóttvarnaaðgerðir að slást í för með yfirvöldum að kveða niður bylgjuna í viðráðanlegan fjölda og forða alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina. Vonar að örvunarskammtar nái að skapa hjarðónæmi Sagðist Þórólfur vonast til þess að átak í örvunarskömmtum af bóluefni gegn Covid-19 gæti skapað það hjarðónæmi sem núverandi bólusetning hafi ekki náð að gera. Hjarðónæmi geti komið okkur út úr núverandi ástandi og komið í veg fyrir útbreiðslu smita. Erlendar rannsóknir bendi til þess að örvunarskammtur sé áhrifaríkur í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi af delta-afbrigðinu umfram seinni skammt bóluefnis. Þátttaka í örvunarbólusetingunni hefði þó verið dræm til þessa og hvatti Þórólfur alla þá sem hafa fengið boðun til þess að mæta. Sömuleiðis þau ellefu prósent sem hafi fengið boðun í frumbólusetningu en ekki mætt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Undanfarna tvo sólarhringa hafa 320 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni. Á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem boðað var til vegna hertra sóttvarnaaðgerða í dag sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að þeir smituðu væru um allt land en flestir á höfuðborgarsvæðinu. Komið hefðu upp hópsýkingar sem tengjast kareókístöðum og kórastarfi. Stöðuna á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri sagði hann þunga. Haldi sami fjöldi smita áfram skapist neyðarástand þar innan skamms. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að smitrakning væri einnig þung vegna fjölda smitaðra og að það kæmi niður á þjónustinni. Vísa hafi þurft fólki frá farsóttarhúsum sem ætti að vera í sóttkví. Nú stefni í að fjöldi þeirra sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé meiri en heilbrigðiskerfið ræður við. Bæði Víðir og Þórólfur lögðu áherslu á samstöðu um sóttvarnaaðgerðir sem tilkynnt var um í dag. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir tækju gildi í næstu viku og grímuskylda strax á morgun. „Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll,“ sagði Víðir. Biðlaði Þórólfur til þeirra sem hafa talað niður sóttvarnaaðgerðir að slást í för með yfirvöldum að kveða niður bylgjuna í viðráðanlegan fjölda og forða alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina. Vonar að örvunarskammtar nái að skapa hjarðónæmi Sagðist Þórólfur vonast til þess að átak í örvunarskömmtum af bóluefni gegn Covid-19 gæti skapað það hjarðónæmi sem núverandi bólusetning hafi ekki náð að gera. Hjarðónæmi geti komið okkur út úr núverandi ástandi og komið í veg fyrir útbreiðslu smita. Erlendar rannsóknir bendi til þess að örvunarskammtur sé áhrifaríkur í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi af delta-afbrigðinu umfram seinni skammt bóluefnis. Þátttaka í örvunarbólusetingunni hefði þó verið dræm til þessa og hvatti Þórólfur alla þá sem hafa fengið boðun til þess að mæta. Sömuleiðis þau ellefu prósent sem hafi fengið boðun í frumbólusetningu en ekki mætt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira