Telur ólíklegt að boðaðar aðgerðir skili miklum árangri Eiður Þór Árnason skrifar 5. nóvember 2021 14:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að boðaðar sóttvarnaaðgerðir muni skila miklum árangri. Þetta má lesa úr minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur fram þrjár tillögur að takmörkunum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 500 manna fjöldatakmörkun tæki gildi frá og með næsta miðvikudegi og 1.500 leyft að koma saman á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður jafnframt styttur um tvo klukkutímatíma og gert að loka klukkan ellefu. Þá tekur grímuskylda gildi nú á miðnætti þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra fjarlægð og á sitjandi viðburðum. Takmarkanirnar eru sambærilegar þeim sem tóku gildi þann 15. september síðastliðinn og giltu til 20. október. Þá voru fjöldamörk sömuleiðis miðuð við 500 manns en 1.500 á viðburðum, eins metra nándarmörk almennt í gildi en vínveitingastaðir opnir til miðnættis. Grímuskylda var einkum til staðar í almenningssamgöngum og starfsemi sem krafðist mikillar nándar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið bil beggja þegar hún tók ákvörðun byggða á tillögum sóttvarnalæknis.Vísir/Vilhelm Í minnisblaði sínu tekur Þórólfur saman áhrif þeirra ólíku takmarkana sem hafa verið í gildi frá því í seinni hluta júlí og segir að á gildistíma umræddar reglugerðar hafi daglegur fjöldi tilfella aukist úr um 20 í rúmlega 60. Á sama tíma hafi daglegur fjöldi inniliggjandi sjúklinga farið úr sex, þar af tveir á gjörgæsludeild, í átta með engan á gjörgæsludeild. Telur sóttvarnalæknir ólíklegt að þessar aðgerðir muni skila miklum árangri eins og staðan er núna. „Jafnvel má færa fyrir því rök að smitum muni halda áfram að fjölga ef þeim verður beitt,“ skrifar Þórólfur. 160 farið á sjúkrahús Í yfirstandandi bylgju faraldurins sem hófst um miðjan júlímánuð 2021 hafa tæplega 7.300 einstaklingar greinst með Covid-19, um 160 lagst inn á sjúkrahús, eða 2,2%, 33 lagst inn á gjörgæsludeild, 17 þurft á aðstoð öndunarvélar að halda, einn þurft að fara í hjarta- og lungnavél og fjórir látist. Um 60% þeirra sem greindust voru full bólusettir og um 50% þeirra sem lögðust inn á sjúkrahús og þurftu á gjörgæsluinnlögn að halda voru full bólusettir. Þórólfur segir hins vegar ljóst að áhætta á smiti hjá óbólusettum sé þreföld miðað við bólusetta, áhætta á innlögn vegna Covid-19 er fimmföld og áhætta á gjörgæsluinnlögn sexföld. „Af framangreindu er ljóst að afléttingar undanfarinna vikna hafa leitt til hraðrar útbreiðslu COVID-19 hér á landi með þeim afleiðingum að mikill fjöldi hefur veikst alvarlega og þurft á spítalainnlögn að halda. Þetta hefur gerst þrátt fyrir útbreidda bólusetningu gegn COVID-19. Þó að spítalakerfið á Íslandi sé ekki komið á neyðarstig á þessari stundu má telja sterkar líkur á að ef ekki verður brugðist við með takmörkunum innanlands þá mun ekki líða langur tími þar til að neyðarástand skapast í heilbrigðiskerfi landsins (sérstaklega spítalakerfinu) með ófyrirséðum afleiðingum. Bent skal á að innlögnum fjölgaði mun hraðar í 4. bylgju þar sem delta-afbrigðið var ráðandi heldur en í fyrri bylgjum.“ Tengd skjöl Minnisblad-innanlands04112021PDF864KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. 5. nóvember 2021 11:11 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 500 manna fjöldatakmörkun tæki gildi frá og með næsta miðvikudegi og 1.500 leyft að koma saman á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður jafnframt styttur um tvo klukkutímatíma og gert að loka klukkan ellefu. Þá tekur grímuskylda gildi nú á miðnætti þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra fjarlægð og á sitjandi viðburðum. Takmarkanirnar eru sambærilegar þeim sem tóku gildi þann 15. september síðastliðinn og giltu til 20. október. Þá voru fjöldamörk sömuleiðis miðuð við 500 manns en 1.500 á viðburðum, eins metra nándarmörk almennt í gildi en vínveitingastaðir opnir til miðnættis. Grímuskylda var einkum til staðar í almenningssamgöngum og starfsemi sem krafðist mikillar nándar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið bil beggja þegar hún tók ákvörðun byggða á tillögum sóttvarnalæknis.Vísir/Vilhelm Í minnisblaði sínu tekur Þórólfur saman áhrif þeirra ólíku takmarkana sem hafa verið í gildi frá því í seinni hluta júlí og segir að á gildistíma umræddar reglugerðar hafi daglegur fjöldi tilfella aukist úr um 20 í rúmlega 60. Á sama tíma hafi daglegur fjöldi inniliggjandi sjúklinga farið úr sex, þar af tveir á gjörgæsludeild, í átta með engan á gjörgæsludeild. Telur sóttvarnalæknir ólíklegt að þessar aðgerðir muni skila miklum árangri eins og staðan er núna. „Jafnvel má færa fyrir því rök að smitum muni halda áfram að fjölga ef þeim verður beitt,“ skrifar Þórólfur. 160 farið á sjúkrahús Í yfirstandandi bylgju faraldurins sem hófst um miðjan júlímánuð 2021 hafa tæplega 7.300 einstaklingar greinst með Covid-19, um 160 lagst inn á sjúkrahús, eða 2,2%, 33 lagst inn á gjörgæsludeild, 17 þurft á aðstoð öndunarvélar að halda, einn þurft að fara í hjarta- og lungnavél og fjórir látist. Um 60% þeirra sem greindust voru full bólusettir og um 50% þeirra sem lögðust inn á sjúkrahús og þurftu á gjörgæsluinnlögn að halda voru full bólusettir. Þórólfur segir hins vegar ljóst að áhætta á smiti hjá óbólusettum sé þreföld miðað við bólusetta, áhætta á innlögn vegna Covid-19 er fimmföld og áhætta á gjörgæsluinnlögn sexföld. „Af framangreindu er ljóst að afléttingar undanfarinna vikna hafa leitt til hraðrar útbreiðslu COVID-19 hér á landi með þeim afleiðingum að mikill fjöldi hefur veikst alvarlega og þurft á spítalainnlögn að halda. Þetta hefur gerst þrátt fyrir útbreidda bólusetningu gegn COVID-19. Þó að spítalakerfið á Íslandi sé ekki komið á neyðarstig á þessari stundu má telja sterkar líkur á að ef ekki verður brugðist við með takmörkunum innanlands þá mun ekki líða langur tími þar til að neyðarástand skapast í heilbrigðiskerfi landsins (sérstaklega spítalakerfinu) með ófyrirséðum afleiðingum. Bent skal á að innlögnum fjölgaði mun hraðar í 4. bylgju þar sem delta-afbrigðið var ráðandi heldur en í fyrri bylgjum.“ Tengd skjöl Minnisblad-innanlands04112021PDF864KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. 5. nóvember 2021 11:11 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. 5. nóvember 2021 11:11
Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51