Man City ekki í neinum vandræðum með nágranna sína Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. nóvember 2021 14:30 Manchester United v Manchester City - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - NOVEMBER 06: Eric Bailly of Manchester United scores an own goal during the Premier League match between Manchester United and Manchester City at Old Trafford on November 06, 2021 in Manchester, England. (Photo by Michael Regan/Getty Images) vísir/Getty Manchester City gjörsigraði nágranna sína í Manchester United í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ole Gunnar Solskjær stillti upp fimm manna varnarlínu en leikurinn var aðeins tæplega sjö mínútna gamall þegar gestirnir fundu leiðina í mark heimamanna. Markið reyndar sjálfsmark hjá Eric Bailly. Afar klaufalega gert hjá Fílbeinsstrendingnum sem gerði misheppnaða tilraun til að hreinsa fyrirgjöf aftur fyrir endamörk. Cristiano Ronaldo freistaði þess að jafna metin skömmu síðar þegar hann átti fínt skot úr miðjum vítateignum en Ederson var vel á verði og varði. Man City höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en David De Gea varði fjölmörg skot. Hann gerði hins vegar slæm mistök í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar fyrirgjöf inn á miðjan markteig var látin algjörlega óáreitt af De Gea og öðrum varnarmönnum Man Utd. Það færði Bernardo Silva sér í nyt og kom boltanum yfir marklínuna. Staðan 0-2 í leikhléi og þó Ole Gunnar Solskjær hafi gert taktískar breytingar í leikhléi með því að setja Jadon Sancho inn fyrir Eric Bailly náði Man Utd engan veginn að ógna meisturunum í síðari hálfleiknum. Síðari hálfleikur var afar bragðdaufur og 0-2 sigur Man City staðreynd eftir nokkuð þægilegar 90 mínútur fyrir gestina. Enski boltinn
Manchester City gjörsigraði nágranna sína í Manchester United í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ole Gunnar Solskjær stillti upp fimm manna varnarlínu en leikurinn var aðeins tæplega sjö mínútna gamall þegar gestirnir fundu leiðina í mark heimamanna. Markið reyndar sjálfsmark hjá Eric Bailly. Afar klaufalega gert hjá Fílbeinsstrendingnum sem gerði misheppnaða tilraun til að hreinsa fyrirgjöf aftur fyrir endamörk. Cristiano Ronaldo freistaði þess að jafna metin skömmu síðar þegar hann átti fínt skot úr miðjum vítateignum en Ederson var vel á verði og varði. Man City höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en David De Gea varði fjölmörg skot. Hann gerði hins vegar slæm mistök í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar fyrirgjöf inn á miðjan markteig var látin algjörlega óáreitt af De Gea og öðrum varnarmönnum Man Utd. Það færði Bernardo Silva sér í nyt og kom boltanum yfir marklínuna. Staðan 0-2 í leikhléi og þó Ole Gunnar Solskjær hafi gert taktískar breytingar í leikhléi með því að setja Jadon Sancho inn fyrir Eric Bailly náði Man Utd engan veginn að ógna meisturunum í síðari hálfleiknum. Síðari hálfleikur var afar bragðdaufur og 0-2 sigur Man City staðreynd eftir nokkuð þægilegar 90 mínútur fyrir gestina.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti