Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 08:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/VIlhelm Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir en honum sýndist að fleiri hefðu greinst smitaðir í gær en daginn á undan. Á miðvikudag greindust 144 smitaðir af veirunni og höfðu þeir aðeins tvisvar verið fleiri frá upphafi faraldursins. Þá höfðu aldrei fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar. Af þeim fimm sem liggja nú á gjörgæslu er einn á fertugsaldri í hjarta- og lungnavél og tveir til viðbótar í öndunarvél. Þórólfur sagði að miðað við að um tvö prósent þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús gæti daglegum innlögnum nú fjölgað úr einum í tvo til þrjá. Innlagnir séu þó ekki stöðugar og þær gætu komið í kippum. Ástandið sagði Þórólfur orðið illviðráðanlegt fyrir Covid-19-göngudeild Landspítalans og smitrakningarteymi. Lenda illa í því án aðgerða Þórólfur skilaði minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til Svandísar Svavarsdóttur, starfandi heilbrigðisráðherra, í gær. Hann vildi ekki gefa upp hvað stæði í minnisblaðinu en sagði að sjá þyrfti til hvað ríkisstjórni ákvæði að gera. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna. Gripið hafi verið til ráðstafana áður sem hafi virkað. „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sagðist sóttvarnalæknir vonast til þess að hægt væri að flýta átaki í að gefa örvunarskammt bólusetningar gegn veirunni. Rannsóknir lofi góðu um að örvunarskammtur geti fyrirbyggt smit. Meiri afleiðingar af veirunni en af því að fá ekki ferðamenn inn Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda óbreyttum takmörkunum á landamærunum fram í janúar. Enn er gerð krafa um að ferðamenn fari í svonefnt PCR-próf. Sagði hann ákvörðunina dýrkeypt mistök sem kostaði þjóðarbúið milljarða króna í tapaðar tekjur af ferðamönnum. Þórólfur sagði að helmingur allra sem hefðu greinst smitaðir í október hafi verið með ný afbrigði veirunnar sem hafi komið inn um landamærin, ýmist fólk sem greindist smitað þar eða komst í gegn en greindist síðar smitað. „Ef að menn vilja virkilega tala um heilsufarsleg áhrif og afleiðingar af þessari veiru þá verða þær miklu meiri en að fá nokkra ferðamenn hérna inn,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir en honum sýndist að fleiri hefðu greinst smitaðir í gær en daginn á undan. Á miðvikudag greindust 144 smitaðir af veirunni og höfðu þeir aðeins tvisvar verið fleiri frá upphafi faraldursins. Þá höfðu aldrei fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar. Af þeim fimm sem liggja nú á gjörgæslu er einn á fertugsaldri í hjarta- og lungnavél og tveir til viðbótar í öndunarvél. Þórólfur sagði að miðað við að um tvö prósent þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús gæti daglegum innlögnum nú fjölgað úr einum í tvo til þrjá. Innlagnir séu þó ekki stöðugar og þær gætu komið í kippum. Ástandið sagði Þórólfur orðið illviðráðanlegt fyrir Covid-19-göngudeild Landspítalans og smitrakningarteymi. Lenda illa í því án aðgerða Þórólfur skilaði minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til Svandísar Svavarsdóttur, starfandi heilbrigðisráðherra, í gær. Hann vildi ekki gefa upp hvað stæði í minnisblaðinu en sagði að sjá þyrfti til hvað ríkisstjórni ákvæði að gera. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna. Gripið hafi verið til ráðstafana áður sem hafi virkað. „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sagðist sóttvarnalæknir vonast til þess að hægt væri að flýta átaki í að gefa örvunarskammt bólusetningar gegn veirunni. Rannsóknir lofi góðu um að örvunarskammtur geti fyrirbyggt smit. Meiri afleiðingar af veirunni en af því að fá ekki ferðamenn inn Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda óbreyttum takmörkunum á landamærunum fram í janúar. Enn er gerð krafa um að ferðamenn fari í svonefnt PCR-próf. Sagði hann ákvörðunina dýrkeypt mistök sem kostaði þjóðarbúið milljarða króna í tapaðar tekjur af ferðamönnum. Þórólfur sagði að helmingur allra sem hefðu greinst smitaðir í október hafi verið með ný afbrigði veirunnar sem hafi komið inn um landamærin, ýmist fólk sem greindist smitað þar eða komst í gegn en greindist síðar smitað. „Ef að menn vilja virkilega tala um heilsufarsleg áhrif og afleiðingar af þessari veiru þá verða þær miklu meiri en að fá nokkra ferðamenn hérna inn,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira