Ekki spilað fyrir England eftir hótelheimsóknina á Íslandi og bað um frí Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 08:30 Mason Greenwood hefur ekki leikið annan A-landsleik eftir að hafa mætt Íslandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. VÍSIR/GETTY Hinn tvítugi Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, baðst undan því að taka þátt í verkefnum enska landsliðsins í fótbolta fyrri hluta þessarar leiktíðar. Frá þessu greindi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir að hafa í gær tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir lokaleikina í undankeppni HM. Southgate segir að Greenwood hafi viljað einbeita sér að því að festa sig í sessi í liði United og að hann hafi fullan skilning á því. Eini A-landsleikur Greenwood til þessa er leikurinn við Ísland á Laugardalsvelli 5. september í fyrra, í Þjóðadeildinni. Eftir þann leik fengu Greenwood og Phil Foden íslenskar stelpur í heimsókn á hótelherbergi, þvert á sóttvarnareglur, og voru þeir sendir heim í stað þess að fara með enska landsliðinu í næsta leik í Danmörku. „Skiljum hann fullkomlega“ Greenwood hefur skorað fjögur mörk á leiktíðinni fyrir United og ástæðan fyrir því að hann er ekki í landsliðinu er ekki sú að Southgate vilji ekki nýta krafta hans: „Við ræddum málin í september og komumst að samkomulagi. Við ákváðum í raun að taka hlé fram á næsta ár. Sleppa haustleikjunum. Ef að hann festir sig í sessi hjá Manchester United þá verður hann mjög nálægt landsliðshópnum, eða landsliðinu, og hann veit það. Hann vill spila fyrir England og er alveg skýr varðandi það. Við erum ekki að sleppa því að velja Mason af því að við teljum hann ekki nógu góðan eða af því að við séum óánægðir með þessa ósk hans. Við skiljum hann fullkomlega og munum glaðir bíða,“ sagði Southgate. England er á toppi I-riðils, þremur stigum á undan Póllandi, og á aðeins eftir leiki við Albaníu og San Marínó nú í nóvember. Möguleikinn er því góður á að liðið tryggi sér farseðilinn á HM í Katar. Marcus Rashford og Jude Bellingham snúa aftur í enska landsliðshópinn, sem og Trent Alexander-Arnold sem síðast spilaði fyrir landsliðið í september. Jadon Sancho og Jesse Lingard, sem voru í landsliðinu í október, voru hins vegar ekki valdir núna. Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember. Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Frá þessu greindi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir að hafa í gær tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir lokaleikina í undankeppni HM. Southgate segir að Greenwood hafi viljað einbeita sér að því að festa sig í sessi í liði United og að hann hafi fullan skilning á því. Eini A-landsleikur Greenwood til þessa er leikurinn við Ísland á Laugardalsvelli 5. september í fyrra, í Þjóðadeildinni. Eftir þann leik fengu Greenwood og Phil Foden íslenskar stelpur í heimsókn á hótelherbergi, þvert á sóttvarnareglur, og voru þeir sendir heim í stað þess að fara með enska landsliðinu í næsta leik í Danmörku. „Skiljum hann fullkomlega“ Greenwood hefur skorað fjögur mörk á leiktíðinni fyrir United og ástæðan fyrir því að hann er ekki í landsliðinu er ekki sú að Southgate vilji ekki nýta krafta hans: „Við ræddum málin í september og komumst að samkomulagi. Við ákváðum í raun að taka hlé fram á næsta ár. Sleppa haustleikjunum. Ef að hann festir sig í sessi hjá Manchester United þá verður hann mjög nálægt landsliðshópnum, eða landsliðinu, og hann veit það. Hann vill spila fyrir England og er alveg skýr varðandi það. Við erum ekki að sleppa því að velja Mason af því að við teljum hann ekki nógu góðan eða af því að við séum óánægðir með þessa ósk hans. Við skiljum hann fullkomlega og munum glaðir bíða,“ sagði Southgate. England er á toppi I-riðils, þremur stigum á undan Póllandi, og á aðeins eftir leiki við Albaníu og San Marínó nú í nóvember. Möguleikinn er því góður á að liðið tryggi sér farseðilinn á HM í Katar. Marcus Rashford og Jude Bellingham snúa aftur í enska landsliðshópinn, sem og Trent Alexander-Arnold sem síðast spilaði fyrir landsliðið í september. Jadon Sancho og Jesse Lingard, sem voru í landsliðinu í október, voru hins vegar ekki valdir núna. Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember.
Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember.
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira