Lífið

GDRN greind með Covid og kemur ekki fram á Airwaves

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
GDRN var meðal þeirra listamanna sem voru með tónlistaratriði í þættinum Sagan þín er ekki búin sem sýndur var á Stöð 2 í síðasta mánuði.
GDRN var meðal þeirra listamanna sem voru með tónlistaratriði í þættinum Sagan þín er ekki búin sem sýndur var á Stöð 2 í síðasta mánuði. Vísir

Tónlistarkonan GDRN mun ekki koma fram á Airwaves - Live from Reykjavík um helgina líkt og auglýst hafði verið. Söngkonan smitaðist af kórónuveirunni og getur því ekki tekið þátt.

GDRN, fullu nafni Guðrún Eyfjörð , tilkynnti á Instagram að hún gæti því miður ekki spilað á Iceland Airwaves á laugardag þar sem hún hefði greinst með Covid.

„Mér þykir ofboðslega sárt að geta ekki verið með því ég hef verið svo spennt að fá að spila aftur fyrir ykkur, en vona að ég fái að sjá ykkur á næsta ári.“

Hátt í hundrað einstaklingar greinast nú smitaðir á dag hér á landi. 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 938 eru í einangrun og 1.195 í sóttkví. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun liggja sextán sjúklingar á Landspítala með Covid-19, þar af eitt ungbarn. Fjórir eru á gjörgæslu og þrír í öndunarvél.

Instagram/GDRN

Tengdar fréttir

Ein­lægur flutningur GDRN snerti hjarta­strengi

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.