Sport

Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frá slysstað í Las Vegas.
Frá slysstað í Las Vegas. getty/Ethan Miller

Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum.

Aðfararnótt þriðjudags var lögreglan í Las Vegas kölluð út vegna bílslyss. Þegar hún kom á staðinn stóð Toyota Rav4 bifreið í ljósum logum og ökumaðurinn, 23 ára kona, var látinn.

Ruggs, á Chevrolet Corvette bifreið sinni, keyrði aftan á Toyota-bifreiðina á miklum hraða með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést. Ruggs var enn undir áhrifum þegar lögreglan kom á staðinn.

Ruggs og kærasta hans, sem var farþegi í bifreiðinni, urðu fyrir minniháttar meiðslum í árekstrinum. Gert var að sárum þeirra á spítala í nágrenninu. 

Eftir það var Ruggs færður í fangageymslu. Hann mætir fyrir rétt í dag þar sem hann verður ákærður fyrir akstur undir áhrifum og fyrir að hafa orðið manneskju að bana. Ruggs gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist.

Raiders hefur nú látið hinn 22 ára Ruggs fara frá félaginu. Raiders valdi hann með 12. valrétti í nýliðavali NFL í fyrra.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×