Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/Vilhelm Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. Undirbúningsnefndin hefur nú verið að störfum í um einn mánuð og unnið úr sautján kærum sem borist hafa vegna alþingiskosninganna. Flestar þeirra lúta að umdeildri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Inga Sæland, fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni, segir vinnuna á lokametrunum. „Við erum bara að vinna með öll gögnin og það er búið að setja þau heildstætt inn í skjal. Við erum að fara yfir það lið fyrir lið og bæta úr með tilliti til allra gagna sem við höfum. Núna eru það drögin en ég vona að um helgina verði þetta orðið algjörlega yfirfarið og heildstætt.“ Þegar greinargerðin liggur fyrir verður kærendum gefinn kostur á að andmæla henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að þing komi saman um miðja næstu viku en þá verður kosið í kjörbréfanefnd sem skilar af sér tillögu sem síðan verður lögð fram á þingfundi - og þingmenn eiga síðasta orðið um í atkvæðagreiðslu. Hver er þín tilfinning fyrir málinu á þessu stigi? „Maður hefur enga sérstaka tilfinningu fyrir því hvort þetta verði ofan á eða hitt verði ofan á, eða hvað það verður sem við leggjum til í lok dags. Þetta er ekki komið þangað. En á föstudaginn gæti ég ímyndað mér að þú gætir spurt mig að þessu,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á lokametrunum.vísir/Vilhelm Afgreiðsla kjörbréfanefndar helst í hendur við stjórnarmyndunarviðræður sem nú hafa staðið yfir í um fimm vikur þar sem formenn stjórnarflokkanna hafa sagt ólíklegt að ný ríkisstjórn verði formlega mynduð áður en niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir drög að stjórnarsáttmála tilbúin að einhverju leyti og að ný ríkisstjórn gæti litið dagsins ljós í næstu viku. „Það er alveg möguleiki. Okkur hefur gengið ágætlega, það hefur verið smá pása hjá okkur á meðan við erum annars staðar, en það skýrist núna á næstu dögum og það er góður möguleiki að það geti gengið,“ segir Sigurður. Hann segir tímabært að Alþingi fari að koma saman. „Það er í raun og veru fer að verða nauðsynlegt, bæði til að klára fjárlög og aðra hluti sem þarf að klára fyrir jól. En ég minni reyndar á að það [þingið] kom saman 11. desember fyrir fjórum árum og það gekk líka ágætlega.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Undirbúningsnefndin hefur nú verið að störfum í um einn mánuð og unnið úr sautján kærum sem borist hafa vegna alþingiskosninganna. Flestar þeirra lúta að umdeildri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Inga Sæland, fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni, segir vinnuna á lokametrunum. „Við erum bara að vinna með öll gögnin og það er búið að setja þau heildstætt inn í skjal. Við erum að fara yfir það lið fyrir lið og bæta úr með tilliti til allra gagna sem við höfum. Núna eru það drögin en ég vona að um helgina verði þetta orðið algjörlega yfirfarið og heildstætt.“ Þegar greinargerðin liggur fyrir verður kærendum gefinn kostur á að andmæla henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að þing komi saman um miðja næstu viku en þá verður kosið í kjörbréfanefnd sem skilar af sér tillögu sem síðan verður lögð fram á þingfundi - og þingmenn eiga síðasta orðið um í atkvæðagreiðslu. Hver er þín tilfinning fyrir málinu á þessu stigi? „Maður hefur enga sérstaka tilfinningu fyrir því hvort þetta verði ofan á eða hitt verði ofan á, eða hvað það verður sem við leggjum til í lok dags. Þetta er ekki komið þangað. En á föstudaginn gæti ég ímyndað mér að þú gætir spurt mig að þessu,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á lokametrunum.vísir/Vilhelm Afgreiðsla kjörbréfanefndar helst í hendur við stjórnarmyndunarviðræður sem nú hafa staðið yfir í um fimm vikur þar sem formenn stjórnarflokkanna hafa sagt ólíklegt að ný ríkisstjórn verði formlega mynduð áður en niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir drög að stjórnarsáttmála tilbúin að einhverju leyti og að ný ríkisstjórn gæti litið dagsins ljós í næstu viku. „Það er alveg möguleiki. Okkur hefur gengið ágætlega, það hefur verið smá pása hjá okkur á meðan við erum annars staðar, en það skýrist núna á næstu dögum og það er góður möguleiki að það geti gengið,“ segir Sigurður. Hann segir tímabært að Alþingi fari að koma saman. „Það er í raun og veru fer að verða nauðsynlegt, bæði til að klára fjárlög og aðra hluti sem þarf að klára fyrir jól. En ég minni reyndar á að það [þingið] kom saman 11. desember fyrir fjórum árum og það gekk líka ágætlega.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira