Íslenska landsliðið mátti ekki spila heimaleik sinn vegna aðstöðuleysis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 11:41 Íslenskt körfuboltaáhugafólk hefur ekki séð heimaleik hjá íslenska landsliðinu í langan tíma. Martin Hermannsson verður ekki að spila hér heima í þessum gluggan. Vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik mun ekki spila heimaleik sinn í undankeppni HM í þessum mánuði eins og áætlað var. Alþjóðakörfuknattleikssambandið hefur nú sett KKÍ stólinn fyrir dyrnar og gefur ekki út fleiri undanþágur. Körfuknattleikssamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að Ísland hefur þurft að skipta á heimaleikjum sínum í undankeppni HM 2023 til að sleppa við það að þurfa að spila heimaleik í öðru landi. Íslenska sambandið náði samkomulagi við það rússneska um að skipta á leikjum. Heimaleikurinn við Rússa er því kominn inn í júlí á næsta ári en Ísland fer þess í stað til Rússlands í nóvember. FIBA hafði ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku formi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf vegna viðgerða og hefur verið það síðastliðna mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Það varð niðurstaðan Fréttatilkynning frá KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í lok nóvember í undankeppni HM, FIBA WorldCup 2023, þegar liðið leikur fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Með Íslandi í riðli eru Ítalía, Rússland og Holland. FIBA hefur ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku fomi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf v/ viðgerða og hefur verið það sl. mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Þar sem aðeins minni kröfur eru í undankeppni EM kvenna sem einnig hefst í nóvember ákvað FIBA að heimila KKÍ að halda heimaleik okkar í þessum glugga. Hann verður gegn Ungverjalandi og fram fer á Ásvöllum í Ólafssal, sunnudaginn 14. nóvember næstkomandi. Ekki er víst að FIBA leyfi aðrar undanþágur í komandi gluggum liðsins sem verður næst að ári í nóvember 2022. Til þess að leysa málin fór KKÍ á þess leit við FIBA og rússneska körfuknattleikssambandið að fá leyfi til að skipta á heimaleik/útileik í leikjaplaninu og úr varð að það gekk upp, Rússar taka á móti Íslandi í Sánki Pétursborg þann 29. nóvember í stað þess að koma til Íslands og verður þá vonandi heimaleikur Íslands gegn Rússum í staðinn 4. júlí 2022. Ísland hefur leik 26. nóvember úti gegn Hollandi og heldur þaðan til Rússlands í kjölfarið og leikur því tvo útileiki í nóvember. Þetta er því miður staðan en Ísland hefur ekki leikið heimaleik í Höllinni í rúmlega eitt og hálft ár sem var fyrst vegna COVID-ástandsins (leikið í sóttvarnarbubblum) og svo nú þegar það er loksins möguleiki að spila hér heima á ný þá koma upp aðstöðumál sem hindra það að leikmenn liðsins og íslenskir aðdáendur fái að keppa og styðja við sitt lið hér á landi. Einnig mun þetta hafa fjárhagsleg áhrif á starfsemi KKÍ þar sem sambandið verður af tekjum vegna heimaleiksins og mikils kostnaðar við að ferðast til Rússlands á þessum tíma. Eins og KKÍ hefur bent ítrekað á þá er löngu kominn tími á að bæta aðstoðmál sérsambanda sem stunda inni íþróttir sem uppfylla nútímakröfur varðandi keppnisaðstöðu og aðgengi landsliða. Það er kominn tími til að stjórnvöld setji fjármagn í gerð þjóðarleikvangs og stígi skrefið við að framkvæma. Fulltrúar KKÍ hafa upplýst Lilju D. Alfreðsdóttur, ráðherra íþróttamála, um stöðuna og fundað með henni nýlega vegna þessa máls. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að Ísland hefur þurft að skipta á heimaleikjum sínum í undankeppni HM 2023 til að sleppa við það að þurfa að spila heimaleik í öðru landi. Íslenska sambandið náði samkomulagi við það rússneska um að skipta á leikjum. Heimaleikurinn við Rússa er því kominn inn í júlí á næsta ári en Ísland fer þess í stað til Rússlands í nóvember. FIBA hafði ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku formi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf vegna viðgerða og hefur verið það síðastliðna mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Það varð niðurstaðan Fréttatilkynning frá KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í lok nóvember í undankeppni HM, FIBA WorldCup 2023, þegar liðið leikur fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Með Íslandi í riðli eru Ítalía, Rússland og Holland. FIBA hefur ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku fomi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf v/ viðgerða og hefur verið það sl. mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Þar sem aðeins minni kröfur eru í undankeppni EM kvenna sem einnig hefst í nóvember ákvað FIBA að heimila KKÍ að halda heimaleik okkar í þessum glugga. Hann verður gegn Ungverjalandi og fram fer á Ásvöllum í Ólafssal, sunnudaginn 14. nóvember næstkomandi. Ekki er víst að FIBA leyfi aðrar undanþágur í komandi gluggum liðsins sem verður næst að ári í nóvember 2022. Til þess að leysa málin fór KKÍ á þess leit við FIBA og rússneska körfuknattleikssambandið að fá leyfi til að skipta á heimaleik/útileik í leikjaplaninu og úr varð að það gekk upp, Rússar taka á móti Íslandi í Sánki Pétursborg þann 29. nóvember í stað þess að koma til Íslands og verður þá vonandi heimaleikur Íslands gegn Rússum í staðinn 4. júlí 2022. Ísland hefur leik 26. nóvember úti gegn Hollandi og heldur þaðan til Rússlands í kjölfarið og leikur því tvo útileiki í nóvember. Þetta er því miður staðan en Ísland hefur ekki leikið heimaleik í Höllinni í rúmlega eitt og hálft ár sem var fyrst vegna COVID-ástandsins (leikið í sóttvarnarbubblum) og svo nú þegar það er loksins möguleiki að spila hér heima á ný þá koma upp aðstöðumál sem hindra það að leikmenn liðsins og íslenskir aðdáendur fái að keppa og styðja við sitt lið hér á landi. Einnig mun þetta hafa fjárhagsleg áhrif á starfsemi KKÍ þar sem sambandið verður af tekjum vegna heimaleiksins og mikils kostnaðar við að ferðast til Rússlands á þessum tíma. Eins og KKÍ hefur bent ítrekað á þá er löngu kominn tími á að bæta aðstoðmál sérsambanda sem stunda inni íþróttir sem uppfylla nútímakröfur varðandi keppnisaðstöðu og aðgengi landsliða. Það er kominn tími til að stjórnvöld setji fjármagn í gerð þjóðarleikvangs og stígi skrefið við að framkvæma. Fulltrúar KKÍ hafa upplýst Lilju D. Alfreðsdóttur, ráðherra íþróttamála, um stöðuna og fundað með henni nýlega vegna þessa máls.
Fréttatilkynning frá KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í lok nóvember í undankeppni HM, FIBA WorldCup 2023, þegar liðið leikur fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Með Íslandi í riðli eru Ítalía, Rússland og Holland. FIBA hefur ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku fomi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf v/ viðgerða og hefur verið það sl. mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Þar sem aðeins minni kröfur eru í undankeppni EM kvenna sem einnig hefst í nóvember ákvað FIBA að heimila KKÍ að halda heimaleik okkar í þessum glugga. Hann verður gegn Ungverjalandi og fram fer á Ásvöllum í Ólafssal, sunnudaginn 14. nóvember næstkomandi. Ekki er víst að FIBA leyfi aðrar undanþágur í komandi gluggum liðsins sem verður næst að ári í nóvember 2022. Til þess að leysa málin fór KKÍ á þess leit við FIBA og rússneska körfuknattleikssambandið að fá leyfi til að skipta á heimaleik/útileik í leikjaplaninu og úr varð að það gekk upp, Rússar taka á móti Íslandi í Sánki Pétursborg þann 29. nóvember í stað þess að koma til Íslands og verður þá vonandi heimaleikur Íslands gegn Rússum í staðinn 4. júlí 2022. Ísland hefur leik 26. nóvember úti gegn Hollandi og heldur þaðan til Rússlands í kjölfarið og leikur því tvo útileiki í nóvember. Þetta er því miður staðan en Ísland hefur ekki leikið heimaleik í Höllinni í rúmlega eitt og hálft ár sem var fyrst vegna COVID-ástandsins (leikið í sóttvarnarbubblum) og svo nú þegar það er loksins möguleiki að spila hér heima á ný þá koma upp aðstöðumál sem hindra það að leikmenn liðsins og íslenskir aðdáendur fái að keppa og styðja við sitt lið hér á landi. Einnig mun þetta hafa fjárhagsleg áhrif á starfsemi KKÍ þar sem sambandið verður af tekjum vegna heimaleiksins og mikils kostnaðar við að ferðast til Rússlands á þessum tíma. Eins og KKÍ hefur bent ítrekað á þá er löngu kominn tími á að bæta aðstoðmál sérsambanda sem stunda inni íþróttir sem uppfylla nútímakröfur varðandi keppnisaðstöðu og aðgengi landsliða. Það er kominn tími til að stjórnvöld setji fjármagn í gerð þjóðarleikvangs og stígi skrefið við að framkvæma. Fulltrúar KKÍ hafa upplýst Lilju D. Alfreðsdóttur, ráðherra íþróttamála, um stöðuna og fundað með henni nýlega vegna þessa máls.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira