Magnaðar myndir sýna La Palma á kafi í ösku Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2021 08:39 Áætlað er að um tvö þúsund byggingar hafi eyðilagst í eldgosinu sem hófst á La Palma þann 19. september síðastliðinn. AP/Emilio Morenatti Nýjar myndir frá spænsku eyjunni La Palma sýna mikið öskulag sem virðist hafa lagt sig yfir hluta eyjarinnar líkt og teppi. Eldgos í Cumbre Vieja á eynni hefur nú staðið í um sex vikur. Eldgosið hefur enn sem komið er eyðilagt meðal annars um tvö þúsund byggingar og fjölda stórra bananaekra. Frá því að eldgosið hófst þann 19. september síðastliðinn hafa um sjö þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín og um níu ferkílómetrar lands eru nú þaktir ösku. Íbúi á La Palma, Cristina Vera, yfirgefur húsið sitt eftir að hafa fengið leyfi til að sækja einhverjar eigur sínar.AP/Emilio Morenatti Síðustu daga hefur nokkur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til eyjarinnar til að berja eldgosið augum. Hafa yfirvöld á Kanaríeyjum takmarkað aðgengið á vegunum sem liggja að gosinu, en bjóða á sama tíma upp á ókeypis rútuferðir til að ferðamenn og heimamenn geti fylgst með umbrotunum úr öruggri fjarlægð. Krossar rétt standa upp úr öskunni sem fallið hefur á þennan kirkjugarð á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraun hefur flætt út í sjó og hafði um miðjan október skapað um 36 hektara nýs lands sem gerir það að verkum að framundan bíður kortagerðarmanna það verkefni að uppfæra landakort af eyjunni. Að neðan má sjá nokkrar myndir ljósmyndarans Emilio Morenatti frá La Palma. Aska þekur borð, stóla og jörð við ströndina skammt frá eldfjallinu.AP/Emilio Morenatti Mikill fjöldi bananaekra á La Palma hafa eyðilagst í hamförunum.AP/Emilio Morenatti Íbúi yfirgefur húsið sitt sem er á kafi í ösku.AP/Emilio Morenatti Gosið hefur staðið í um sex vikur.AP/Emilio Morenatti Spænskir hermenn vinna að því að fjarlægja ösku af þökum húsa.AP/Emilio Morenatti Náttúran minnir á sig.AP/Emilio Morenatti Landslagið hefur umturnast á hluta La Palma vegna eldsumbrotanna.AP/Emilio Morenatti Loftmynd af húsi sem þakið er ösku á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraunið hlífir engu sem á vegi þess verður.AP/Emilio Morenatti Inngangur leikskóla á La Palma.AP/Emilio Morenatti Nokkur fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína til La Palma til að berja eldgosið augum.AP/Emilio Morenatti Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Ljósmyndun Spánn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Eldgosið hefur enn sem komið er eyðilagt meðal annars um tvö þúsund byggingar og fjölda stórra bananaekra. Frá því að eldgosið hófst þann 19. september síðastliðinn hafa um sjö þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín og um níu ferkílómetrar lands eru nú þaktir ösku. Íbúi á La Palma, Cristina Vera, yfirgefur húsið sitt eftir að hafa fengið leyfi til að sækja einhverjar eigur sínar.AP/Emilio Morenatti Síðustu daga hefur nokkur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til eyjarinnar til að berja eldgosið augum. Hafa yfirvöld á Kanaríeyjum takmarkað aðgengið á vegunum sem liggja að gosinu, en bjóða á sama tíma upp á ókeypis rútuferðir til að ferðamenn og heimamenn geti fylgst með umbrotunum úr öruggri fjarlægð. Krossar rétt standa upp úr öskunni sem fallið hefur á þennan kirkjugarð á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraun hefur flætt út í sjó og hafði um miðjan október skapað um 36 hektara nýs lands sem gerir það að verkum að framundan bíður kortagerðarmanna það verkefni að uppfæra landakort af eyjunni. Að neðan má sjá nokkrar myndir ljósmyndarans Emilio Morenatti frá La Palma. Aska þekur borð, stóla og jörð við ströndina skammt frá eldfjallinu.AP/Emilio Morenatti Mikill fjöldi bananaekra á La Palma hafa eyðilagst í hamförunum.AP/Emilio Morenatti Íbúi yfirgefur húsið sitt sem er á kafi í ösku.AP/Emilio Morenatti Gosið hefur staðið í um sex vikur.AP/Emilio Morenatti Spænskir hermenn vinna að því að fjarlægja ösku af þökum húsa.AP/Emilio Morenatti Náttúran minnir á sig.AP/Emilio Morenatti Landslagið hefur umturnast á hluta La Palma vegna eldsumbrotanna.AP/Emilio Morenatti Loftmynd af húsi sem þakið er ösku á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraunið hlífir engu sem á vegi þess verður.AP/Emilio Morenatti Inngangur leikskóla á La Palma.AP/Emilio Morenatti Nokkur fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína til La Palma til að berja eldgosið augum.AP/Emilio Morenatti
Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Ljósmyndun Spánn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira