Guðmundur Guðmundsson: „Það er alltaf pressa að þjálfa íslenska landsliðið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2021 20:29 Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Mynd/Skjáskot Íslenska landsliðið í handbolta kom saman til æfinga í dag sem er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í byrjun janúar á næsta ári þar sem menn kalla eftir árangri eftir dapurt gengi á síðasta heimsmeistaramóti. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur verið með liðið frá 2018, en þegar hann tók við var markmiðið að koma Íslandi í hóp átta bestu handboltaþjóða heims. „Liðið sem slíkt í dag finnst mér bara vera á réttri leið. Við erum að verða betri varnarlega séð og þó að okkar staða eða sæti á síðasta HM hafi ekki verið gott, þá sé ég ákveðnar framfarir hjá liðinu engu að síður.“ Hvort að Guðmundur finni fyrir pressu varðandi það að ná þessu markmiði um að komast í hóp átta bestu handboltaþjóða heims segir hann að það sé alltaf pressa á mönnum í hans stöðu. „Ég myndi segja sem svo að á þessu móti viljum við taka skref upp á við, hvort að það er pressa, það er alltaf pressa að þjálfa íslenska landsliðið og það er pressa að vera leikmaður í íslenska landsliðinu. Þannig er það og þannig verður það.“ Íslenska landsliðið olli miklum vonbrigðum á síðasta heimsmeistaramóti þar sem liðið hafnaði í 20. sæti. En finnst Guðmundi kominn tími á að íslenska liðið verði meðal átta bestu á Evrópumótinu í janúar? „Það er hins vegar alltaf þannig hjá okkur, og kannski meira hjá okkur en hjá mörgum öðrum landsliðum heimsins, að það auðvitað má ekkert mikið út af bregða. Það er alltaf með þessu blessuðu meiðsl að við erum náttúrulega svolítið háðir því að við höfum okkar lykilmenn heila og að þeir geti beitt sér og verið með.“ „Það var ekki þannig á HM í fyrra. Því miður þá vantaði bara mjög marga af okkar bestu leikmönnum og þá breytist myndin mjög fljótt. Auðvitað er ég alltaf sem þjálfari að vona að við séum með okkar sterkasta lið þegar út í stórkeppnina er komið.“ Innslagið má sjá í heild sínni í spilaranum hér fyrir neðan. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur verið með liðið frá 2018, en þegar hann tók við var markmiðið að koma Íslandi í hóp átta bestu handboltaþjóða heims. „Liðið sem slíkt í dag finnst mér bara vera á réttri leið. Við erum að verða betri varnarlega séð og þó að okkar staða eða sæti á síðasta HM hafi ekki verið gott, þá sé ég ákveðnar framfarir hjá liðinu engu að síður.“ Hvort að Guðmundur finni fyrir pressu varðandi það að ná þessu markmiði um að komast í hóp átta bestu handboltaþjóða heims segir hann að það sé alltaf pressa á mönnum í hans stöðu. „Ég myndi segja sem svo að á þessu móti viljum við taka skref upp á við, hvort að það er pressa, það er alltaf pressa að þjálfa íslenska landsliðið og það er pressa að vera leikmaður í íslenska landsliðinu. Þannig er það og þannig verður það.“ Íslenska landsliðið olli miklum vonbrigðum á síðasta heimsmeistaramóti þar sem liðið hafnaði í 20. sæti. En finnst Guðmundi kominn tími á að íslenska liðið verði meðal átta bestu á Evrópumótinu í janúar? „Það er hins vegar alltaf þannig hjá okkur, og kannski meira hjá okkur en hjá mörgum öðrum landsliðum heimsins, að það auðvitað má ekkert mikið út af bregða. Það er alltaf með þessu blessuðu meiðsl að við erum náttúrulega svolítið háðir því að við höfum okkar lykilmenn heila og að þeir geti beitt sér og verið með.“ „Það var ekki þannig á HM í fyrra. Því miður þá vantaði bara mjög marga af okkar bestu leikmönnum og þá breytist myndin mjög fljótt. Auðvitað er ég alltaf sem þjálfari að vona að við séum með okkar sterkasta lið þegar út í stórkeppnina er komið.“ Innslagið má sjá í heild sínni í spilaranum hér fyrir neðan.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira