Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2021 13:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mætt til Skotlands á COP26-ráðstefnuna. Phil Noble - Pool/Getty Images Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Ríki heims ræða nú í Glasgow á loftlagsráðstefnunni COP26 hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leiðtogar heims hafa hver á fætur öðrum stigið í pontu á ráðstefnunni í morgun og var komið að Katrínu um hádegisbilið í dag. Þar fór hún yfir þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist til að má markmiðum Parísarsamkomulagsins, auk þess sem að hún kom inn á stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í samhengi við áætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir árið 2030. Horfa má á ræðu Katrínar í spilaranum hér fyrir neðan. „Flokkarnir sem eru nú að mynda ríkisstjórn eru að ræða saman um hvernig er hægt að styrkja þetta markmið, 2030 markmiðið, á sama tíma og við tryggjum sanngjarna umskiptingu í átt að grænna hagkerfi,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún vonast til þess að byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum gæti verið lítið skref í átt að einhverju mun stærra. „Tækni sem gæti nýst heimsbyggðinni allri,“ sagði Katrín. Þá vitnaði hún í Andra Snæ Magnason um að nú væri tíminn til aðgerða. Las hún upp brot úr bók hans, Um tímann og vatnið. Fjallaði brotið um að allt sem hver og einn gerði skapaði framtíðina á hverri stundu, allt sem hver gerði skipti máli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands tók á móti Katrínu í gær.Christopher Furlong/Getty Images Notaði Katrín þessi orð til að brýna gesti til dáða svo bjarga mætti deginum, og plánetunni. „Orð hans eru sönn,“ sagði Katrín um brotið eftir Andra Snæ sem hún las upp. „Tíminn til að skapa framtíðina er núna. Hvatti hún einnig leiðtoga heimsins til þess að horfa til jafnréttis kynja í ákvörðanatöku um loftslagsmál. „Við verðum að taka konur og stúlkur með í reikninginn á öllum stigum aðgerða í loftslagsmálum og ákvarðanatöku. Við þurfum orku og hugkvæmni alls mannkyns,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Ríki heims ræða nú í Glasgow á loftlagsráðstefnunni COP26 hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leiðtogar heims hafa hver á fætur öðrum stigið í pontu á ráðstefnunni í morgun og var komið að Katrínu um hádegisbilið í dag. Þar fór hún yfir þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist til að má markmiðum Parísarsamkomulagsins, auk þess sem að hún kom inn á stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í samhengi við áætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir árið 2030. Horfa má á ræðu Katrínar í spilaranum hér fyrir neðan. „Flokkarnir sem eru nú að mynda ríkisstjórn eru að ræða saman um hvernig er hægt að styrkja þetta markmið, 2030 markmiðið, á sama tíma og við tryggjum sanngjarna umskiptingu í átt að grænna hagkerfi,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún vonast til þess að byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum gæti verið lítið skref í átt að einhverju mun stærra. „Tækni sem gæti nýst heimsbyggðinni allri,“ sagði Katrín. Þá vitnaði hún í Andra Snæ Magnason um að nú væri tíminn til aðgerða. Las hún upp brot úr bók hans, Um tímann og vatnið. Fjallaði brotið um að allt sem hver og einn gerði skapaði framtíðina á hverri stundu, allt sem hver gerði skipti máli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands tók á móti Katrínu í gær.Christopher Furlong/Getty Images Notaði Katrín þessi orð til að brýna gesti til dáða svo bjarga mætti deginum, og plánetunni. „Orð hans eru sönn,“ sagði Katrín um brotið eftir Andra Snæ sem hún las upp. „Tíminn til að skapa framtíðina er núna. Hvatti hún einnig leiðtoga heimsins til þess að horfa til jafnréttis kynja í ákvörðanatöku um loftslagsmál. „Við verðum að taka konur og stúlkur með í reikninginn á öllum stigum aðgerða í loftslagsmálum og ákvarðanatöku. Við þurfum orku og hugkvæmni alls mannkyns,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42
Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04