Þriðja tap Everton í röð kom á Molineux Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2021 21:55 Fyrra mark Wolves kom eftir fast leikatriði. Hér sést boltinn syngja í netinu. Nick Potts/Getty Images Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í kvöld 2-1 fyrir Wolves í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Úlfarnir byrjuðu leikinn mikið mun betur og kom Hee-Chan Hwang þeim yfir eftir stundarfjórðung. Markið hins vegar dæmt af vegna rangstöðu eftir að það var skoðað af myndbandsdómurum leiksins. Það kom ekki að sök en eftir tæplega hálftíma leik átti Rayan Ait Nouri hornspyrnu sem rataði á kollinn á Max Kilman sem stangaði hann í netið og heimamenn komnir yfir. Aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Raul Jiminez forystuna eftir skelfileg mistök gestanna. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Richarlison var nálægt því að minnka muninn fyrir Everton í síðari hálfleik en José Sa varði vel í marki Úlfanna. Skömmu síðar var Jiminez nálægt því að gera út um leikinn er skalli hans endaði í stönginni. Alex Iwobi minnkaði muninn á 66. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Michael Keane. Staðan orðin 2-1 og þó gestirnir hafi reynt hvað þeir gátu til að jafna metin þá gekk það ekki og Úlfarnir unnu mikilvægan sigur. Wolves er þar með komið upp í 7. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Everton er í 10. sæti með 14 stig. Enski boltinn Fótbolti
Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í kvöld 2-1 fyrir Wolves í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Úlfarnir byrjuðu leikinn mikið mun betur og kom Hee-Chan Hwang þeim yfir eftir stundarfjórðung. Markið hins vegar dæmt af vegna rangstöðu eftir að það var skoðað af myndbandsdómurum leiksins. Það kom ekki að sök en eftir tæplega hálftíma leik átti Rayan Ait Nouri hornspyrnu sem rataði á kollinn á Max Kilman sem stangaði hann í netið og heimamenn komnir yfir. Aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Raul Jiminez forystuna eftir skelfileg mistök gestanna. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Richarlison var nálægt því að minnka muninn fyrir Everton í síðari hálfleik en José Sa varði vel í marki Úlfanna. Skömmu síðar var Jiminez nálægt því að gera út um leikinn er skalli hans endaði í stönginni. Alex Iwobi minnkaði muninn á 66. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Michael Keane. Staðan orðin 2-1 og þó gestirnir hafi reynt hvað þeir gátu til að jafna metin þá gekk það ekki og Úlfarnir unnu mikilvægan sigur. Wolves er þar með komið upp í 7. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Everton er í 10. sæti með 14 stig.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti