Viðskipti innlent

Kristín Katrín ráðin for­stöðu­maður hjá Eim­skip

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Katrín Guðmundsdóttir.
Kristín Katrín Guðmundsdóttir. Eimskip

Kristín Katrín Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður söludeildar innflutnings hjá Eimskip. 

Í tilkynningu frá Eimskip segir að Kristín Katrín sé reynslumikill stjórnandi og öflugur leiðtogi sem hafi starfað innan Icelandair samstæðunnar síðustu ár, síðast sem forstöðumaður sölu – og bókunarsviðs Icelandair Hotels. 

„Þar á undan starfaði hún meðal annars í tekjustýringu hjá félaginu. Kristín Katrín er með BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Kristín Katrín er gift Ingimar Erni Erlingssyni og eiga þau 2 börn. Kristín Katrín mun hefja störf hjá Eimskip á næstu vikum.“

Einnig segir að Birgir Gunnarsson hafi verið ráðinn í starf sérfræðings í útflutningsdeild félagsins. 

„Birgir hefur mikla og víðtæka þekkingu og reynslu af flutningamarkaði hér heima og erlendis sem mun nýtast mjög vel í því spennandi umhverfi sem útflutningur frá Íslandi er. Birgir hefur síðustu ár starfað sem sérfræðingur í aðfangakerfi Elkem og áður í flutningageiranum. Birgir er með B.Sc. í Sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri og diplómu í flutningafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Birgir er giftur Ásthildi Björnsdóttur. Birgir hefur störf í byrjun nóvember.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×