Sport

Íslensk kona valin stuðningsmaður ársins hjá Vikings og fær miða á Super Bowl að launum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Justin Jefferson afhendir Ólöfu Indriðadóttir verðlaunin.
Justin Jefferson afhendir Ólöfu Indriðadóttir verðlaunin. Minnesota Vikings

Ólöf Indriðadóttir er doktorsnemi í hjúkrunarfræði, en hún var valin stuðningsmaður ársins hjá Minnesota Vikings í NFL-deildinni gær. Að launum fékk Ólöf tvo miða á Super Bowl sem fram fer á SoFi Arena í Kaliforníu þann 13. febrúar.

Ólöf var mætt á æfingu hjá syni sínum, og að æfingu lokinni stillti hún sér upp með liðinu fyrir myndatöku.

Skyndilega gekk hettuklæddur maður upp að henni, og Ólöf rak upp stór augu þegar hún áttaði sig á hver maðurinn væri. Þetta var enginn annar en útherjinn og uppáhaldsleikmaðurinn hennar, Justin Jefferson.

Jefferson dró treyju úr jakka sínum og rétti Ólöfu um leið og hann tilkynnti henni að hún hafi verið valinn stuðningsmaður ársins hjá Minnesota Vikings.

Ólöf var eðlilega yfir sig ánægð, en Jefferson hafði ekki lokið sér af. Næst dró hann fram tvo miða á sjálfan úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl.

Þetta skemmtilega atvik má sjá hér fyrir neðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×