Við hverju má búast á COP26? Dr. Bryony Mathew skrifar 29. október 2021 17:00 COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. Í næstum 30 ár hafa Sameinuðu þjóðirnar safnað saman fulltrúum frá nánast öllum löndum á jörðinni á alþjóðlega loftslagsráðstefnu sem kallast „ráðstefna aðila“ (Conference of the Parties) eða COP í stuttu máli. Í ár verður 26. leiðtogafundurinn, þess vegna heitir ráðstefnan COP26. Bretland tekur við sem forseti ráðstefnunnar og því mun COP26 fara fram í Bretlandi, nánar tiltekið í Glasgow í Skotlandi frá 31. október til 12. nóvember. Í aðdraganda COP26 hefur Bretland unnið með öllum þjóðum, þar á meðal Íslandi, að því að ná samkomulagi um hvernig best sé að bregðast við loftslagsbreytingum. Það eru fjögur mikilvæg markmið fyrir COP26:[https://ukcop26.org/cop26-goals/] Tryggja alþjóðlegt kolefnishlutleysi og halda 1,5 gráðu markmiðinu innan seilingar með því að þjóðir setji sér markmið fyrir 2030. Vinna að áætlun um aðlögun til að vernda samfélög og náttúruleg búsvæði. Virkja fjármögnun frá ríkari þjóðum heimsins til að komast að samkomulagi um 100 milljarða dollara árlega fjármögnun og virkja fjármálakerfið í átt að kolefnishlutleysi. Vinna saman að því að skila árangri, þar á meðal að leggja lokahönd á reglubók parísarsamkomulagsins og auka samvinnu ríkja, viðskiptalífsins og borgaralegs samfélags. Hvað mun eiginlega gerast á COP26? Ráðstefnan hefst formlega mánudaginn 1. nóvember með tveggja daga leiðtogafundi þjóða heimsins. Markmiðið með þessum tveimur dögum er að leiðtogar heimsins komi saman undir einu þaki og komi sér saman um að senda sameiginleg skilaboð til heimsins: Loftslagsbreytingar eru aðkallandi og aðeins hægt að leysa með sameiginlegum aðgerðum. Umfram allt þurfa þeir líka að viðurkenna neyð fátækustu og viðkvæmustu samfélaga heimsins. Næsta eina og hálfa vikan á ráðstefnunni fer í nánari samningaviðræður og byggir á kjarna „þemadögum“, það eru svið sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir COP26 markmiðin, til dæmis jafnrétti kynjanna, orkumál og fjármál. Hver þessara daga mun tilkynna eitt áhersluatriði, hafa hliðarviðburði, hringborð og aðrar uppákomur. Allir formlegir viðburðir fara fram á því sem kallað er „bláa svæðið“, þar sem aðeins viðurkenndir fulltrúar á vegum þjóðríkja hafa aðgang. Hinn mjög mikilvægi hluti COP26 fer fram á „græna svæðinu“, sem er opið almenningi, hýsir borgaralegt samfélag, ungmenni, viðskiptalífið, fræðimenn og listasamfélagið. Markmið Bretlands var að hafa þátttöku án aðgreiningar og við lögðum okkur fram um að veita aðgang að bóluefnum og styðja við þátttöku þeirra sem hallar á svo sem flestir myndu fá að kynnast því besta sem er að gerast í loftslagsmálum. Það sem er framundan er gríðarlega spennandi dagskrá viðburða sem miða að því að COP26 sé ekki spjallhópur eða myndatækifæri heldur viðburður sem hefur fram að færa praktískar lausnir sem snerta allar hliðar okkar daglega lífs á þessari viðkvæmu plánetu. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bryony Mathew Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. Í næstum 30 ár hafa Sameinuðu þjóðirnar safnað saman fulltrúum frá nánast öllum löndum á jörðinni á alþjóðlega loftslagsráðstefnu sem kallast „ráðstefna aðila“ (Conference of the Parties) eða COP í stuttu máli. Í ár verður 26. leiðtogafundurinn, þess vegna heitir ráðstefnan COP26. Bretland tekur við sem forseti ráðstefnunnar og því mun COP26 fara fram í Bretlandi, nánar tiltekið í Glasgow í Skotlandi frá 31. október til 12. nóvember. Í aðdraganda COP26 hefur Bretland unnið með öllum þjóðum, þar á meðal Íslandi, að því að ná samkomulagi um hvernig best sé að bregðast við loftslagsbreytingum. Það eru fjögur mikilvæg markmið fyrir COP26:[https://ukcop26.org/cop26-goals/] Tryggja alþjóðlegt kolefnishlutleysi og halda 1,5 gráðu markmiðinu innan seilingar með því að þjóðir setji sér markmið fyrir 2030. Vinna að áætlun um aðlögun til að vernda samfélög og náttúruleg búsvæði. Virkja fjármögnun frá ríkari þjóðum heimsins til að komast að samkomulagi um 100 milljarða dollara árlega fjármögnun og virkja fjármálakerfið í átt að kolefnishlutleysi. Vinna saman að því að skila árangri, þar á meðal að leggja lokahönd á reglubók parísarsamkomulagsins og auka samvinnu ríkja, viðskiptalífsins og borgaralegs samfélags. Hvað mun eiginlega gerast á COP26? Ráðstefnan hefst formlega mánudaginn 1. nóvember með tveggja daga leiðtogafundi þjóða heimsins. Markmiðið með þessum tveimur dögum er að leiðtogar heimsins komi saman undir einu þaki og komi sér saman um að senda sameiginleg skilaboð til heimsins: Loftslagsbreytingar eru aðkallandi og aðeins hægt að leysa með sameiginlegum aðgerðum. Umfram allt þurfa þeir líka að viðurkenna neyð fátækustu og viðkvæmustu samfélaga heimsins. Næsta eina og hálfa vikan á ráðstefnunni fer í nánari samningaviðræður og byggir á kjarna „þemadögum“, það eru svið sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir COP26 markmiðin, til dæmis jafnrétti kynjanna, orkumál og fjármál. Hver þessara daga mun tilkynna eitt áhersluatriði, hafa hliðarviðburði, hringborð og aðrar uppákomur. Allir formlegir viðburðir fara fram á því sem kallað er „bláa svæðið“, þar sem aðeins viðurkenndir fulltrúar á vegum þjóðríkja hafa aðgang. Hinn mjög mikilvægi hluti COP26 fer fram á „græna svæðinu“, sem er opið almenningi, hýsir borgaralegt samfélag, ungmenni, viðskiptalífið, fræðimenn og listasamfélagið. Markmið Bretlands var að hafa þátttöku án aðgreiningar og við lögðum okkur fram um að veita aðgang að bóluefnum og styðja við þátttöku þeirra sem hallar á svo sem flestir myndu fá að kynnast því besta sem er að gerast í loftslagsmálum. Það sem er framundan er gríðarlega spennandi dagskrá viðburða sem miða að því að COP26 sé ekki spjallhópur eða myndatækifæri heldur viðburður sem hefur fram að færa praktískar lausnir sem snerta allar hliðar okkar daglega lífs á þessari viðkvæmu plánetu. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun