Orkuboltar, íþróttir og ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 29. október 2021 11:30 Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og tilgangurinn að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Að venju er lokaviðburður mánaðarins málþing ADHD samtakanna sem haldið er á Grand Hótel í dag. Yfirskriftin er „Orkuboltar og íþróttir“ og málþinginu ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinu streymi á Facebook síðu adhd samtakanna. Eðli máls samkvæmt er hreyfing stór hluti íþróttaiðkunar. Eins er góð ástæða fyrir að eitt besta þekkta einkenni ADHD er hreyfiofvirkni. Grunnorsök ADHD er röskun á taugaþroska í framheilastöðvum sem aftur veldur því að heili eins og minn vannýtir heilaboðefni á borð við dópamína áður en það hverfur. Öll hreyfing eykur framleiðslu dópamíns og styður þar með við eðlilega virkni í þessum heilastöðvum. Hreyfiofvirkni er upphaflega ómeðvituð leið barns til að styðja við dópamínbúskapinn. Því gefur auga leið að íþróttir geta gagnast vel einstaklingum með ADHD. Enda skal engan undra hversu margt afreksfólk í íþróttum er jafnframt með ADHD. Hvað umfjöllunarefni málþingsins varðar kemur fleira til. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með – og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Eins reynir íþrótta- og tómstundastarf mikið á félagsfærni barna með ADHD, sem oft er af skornum skammti. Samhliða undirbúningi á nýju námskeiði á vegum ADHD samtakanna, „TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD“ sem ætlað fyrir þjálfara og aðstoðarfólk þeirra, létu samtökin framkvæma rannsókn þessu tengt, á upplifun foreldra barna með ADHD. Ég hef undir höndum frumdrög af niðurstöðunum sem mér þykja fyrir margra hluta sakir áhugaverðar. Svo eitthvað sé tínnt til þá höfðu erfiðleikar í tengslum við íþróttaþátttöku hjá íþróttafélagi komið upp hjá rúmlega helmingi barnanna – eða 53,4% – en ólíkt íþróttum höfðu ekki nema 29% barna upplifað erfiðleika í þátttöku á tómstundastarfi. Í skriflegum svörum kemur ýmislegt fram, bæði jákvætt og neikvætt. Sumt kemu varla á óvart, einelti bæði á skólatíma og í þessu starfi, góðir leiðbeinendur sem gera gæfumuninn og svon hinir sem ekki ná til einstaklingsins eða hópsins í heild, geta eða vangeta til að veita hverju barni athygli og stuðning á þess eigin forsendum og svo má lengi telja. Eitt les ég þó milli lína og vil ítreka hér: Þó hugmyndafræði námskeiðsins fókusi á börn með ADHD þá muni breytt og bætt vinnubrögð eflaust gagnast fleirum. Hvort heldur einstaklingum með aðrar raskanir og/eða vandamál, nú eða hreinlega öllum hópnum. Á málþinginu verður fjallað á ýmsan máta um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Von okkar hjá ADHD samtökunum er að málþingið og sú umræða sem það skapar leiði til betra íþrótta- og tómsstundastarfs – ekki bara fyrir börn með ADHD, heldur okkur öll. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Íþróttir barna Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og tilgangurinn að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Að venju er lokaviðburður mánaðarins málþing ADHD samtakanna sem haldið er á Grand Hótel í dag. Yfirskriftin er „Orkuboltar og íþróttir“ og málþinginu ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinu streymi á Facebook síðu adhd samtakanna. Eðli máls samkvæmt er hreyfing stór hluti íþróttaiðkunar. Eins er góð ástæða fyrir að eitt besta þekkta einkenni ADHD er hreyfiofvirkni. Grunnorsök ADHD er röskun á taugaþroska í framheilastöðvum sem aftur veldur því að heili eins og minn vannýtir heilaboðefni á borð við dópamína áður en það hverfur. Öll hreyfing eykur framleiðslu dópamíns og styður þar með við eðlilega virkni í þessum heilastöðvum. Hreyfiofvirkni er upphaflega ómeðvituð leið barns til að styðja við dópamínbúskapinn. Því gefur auga leið að íþróttir geta gagnast vel einstaklingum með ADHD. Enda skal engan undra hversu margt afreksfólk í íþróttum er jafnframt með ADHD. Hvað umfjöllunarefni málþingsins varðar kemur fleira til. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með – og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Eins reynir íþrótta- og tómstundastarf mikið á félagsfærni barna með ADHD, sem oft er af skornum skammti. Samhliða undirbúningi á nýju námskeiði á vegum ADHD samtakanna, „TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD“ sem ætlað fyrir þjálfara og aðstoðarfólk þeirra, létu samtökin framkvæma rannsókn þessu tengt, á upplifun foreldra barna með ADHD. Ég hef undir höndum frumdrög af niðurstöðunum sem mér þykja fyrir margra hluta sakir áhugaverðar. Svo eitthvað sé tínnt til þá höfðu erfiðleikar í tengslum við íþróttaþátttöku hjá íþróttafélagi komið upp hjá rúmlega helmingi barnanna – eða 53,4% – en ólíkt íþróttum höfðu ekki nema 29% barna upplifað erfiðleika í þátttöku á tómstundastarfi. Í skriflegum svörum kemur ýmislegt fram, bæði jákvætt og neikvætt. Sumt kemu varla á óvart, einelti bæði á skólatíma og í þessu starfi, góðir leiðbeinendur sem gera gæfumuninn og svon hinir sem ekki ná til einstaklingsins eða hópsins í heild, geta eða vangeta til að veita hverju barni athygli og stuðning á þess eigin forsendum og svo má lengi telja. Eitt les ég þó milli lína og vil ítreka hér: Þó hugmyndafræði námskeiðsins fókusi á börn með ADHD þá muni breytt og bætt vinnubrögð eflaust gagnast fleirum. Hvort heldur einstaklingum með aðrar raskanir og/eða vandamál, nú eða hreinlega öllum hópnum. Á málþinginu verður fjallað á ýmsan máta um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Von okkar hjá ADHD samtökunum er að málþingið og sú umræða sem það skapar leiði til betra íþrótta- og tómsstundastarfs – ekki bara fyrir börn með ADHD, heldur okkur öll. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun