Innlent

83 hvali rekið á land í 34 atburðum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjöldi hvalreka hefur sveiflast nokkuð milli ára.
Fjöldi hvalreka hefur sveiflast nokkuð milli ára. Vísir/Vilhelm

Það sem af er ári hefur 83 hvali rekið á land í 34 atburðum. Þar af eru 59 grindhvalir og sjö búrhvalir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun.

Þar er rætt við Sverri Daníel Halldórsson, líffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun, en hann fór í gær að skoða langreyðina sem rak á land við Þorlákshöfn. Sverrir segir að gera megi ráð fyrir að langreyði reki að landi annað hvert ár.

Í ár hafa fundist þrír tarfar en einn sem drapst líklega þegar flutningaskip sigldi á hann. Var komið með hann til Hafnarfjarðar í sumar.

Nokkrar sveiflur eru á milli ára í fjölda hvalreka en í fyrra rak 41 hval í 29 atburðum en árið 2019 153 hvali í 31 atburði. Árið 2018 rak óvenjumargar andanefjur á land, eða 23, en aðeins ein andanefja hefur fundist í ár.

Umfjöllun Morgunblaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×