Innlent

Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sjúkrahúsið á Selfossi.
Sjúkrahúsið á Selfossi. Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 

Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, staðfestir smitið í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Baldvina segir daginn hafa verið býsna annasaman.

Búið er að skima alla sem útsettir voru fyrir smiti og svör úr skimunum hafa borist í flestum tilfellum. Allir hafa greinst neikvæðir til þessa en Baldvina þakkar starfsfólki sérstaklega fyrir að hafa gætt að persónubundnum sóttvörnum.

Að sögn Baldvinu þurfti ekki að loka deildum sérstaklega: „Viðkomandi var einangraður, rýmið sem hún var í sótthreinsað, allt rýmið í kringum það og deildin öll og skipt var um starfsfólk. Við náðum að halda nokkuð óbreyttri starfsemi. Það voru örlitlar tilhliðranir en þetta gekk vonum framar,“ segir Baldvina.

„Þetta er í eins góðum farvegi og hægt er að vera,“ segir Baldvina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×