Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2021 19:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/vilhelm Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. Með þessu vonast Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, til þess að takmarka veiðina við 20 þúsund dýr í samræmi við ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar. Gert var ráð fyrir að um 30 þúsund dýr yrðu veidd á komandi veiðitímabili að óbreyttu. „Ég vona að þetta dugi til en get ekki sagt það með vissu,“ sagði Guðmundur í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og bætti við að ýmsar leiðir hafi verið skoðaðar til að bregðast við stöðunni. Þar á meðal að banna rjúpnaveiði alfarið í ár. „Þar sem veiðiþolið er talið vera 20 þúsund dýr þá fannst mér ég ekki geta farið þá leið því það væri þá eiginlega gegn vísindalegri ráðgjöf.“ Umhverfisráðherra átti fund með fulltrúum Skotveiðifélags Íslands í dag en skotveiðimenn óttuðust að stjórnvöld kæmu til með að kynna bann við veiðum í rjúpu í ár. Náttúrufræðistofnun metur rjúpustofninn óvenju lítinn nú um mundir. Varpstofninn er metinn 69 þúsund fuglar og framreiknuð stærð veiðistofns í ár 248 þúsund fuglar. Um er að ræða verulega fækkun frá því í fyrra þegar sú stærð var metin 280 þúsund fuglar. Ráðlögð veiði var þá 99 þúsund fuglar eða fimm á hvern veiðimann. Fréttin hefur verið uppfærð. Rjúpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotveiði Tengdar fréttir Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20 Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Með þessu vonast Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, til þess að takmarka veiðina við 20 þúsund dýr í samræmi við ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar. Gert var ráð fyrir að um 30 þúsund dýr yrðu veidd á komandi veiðitímabili að óbreyttu. „Ég vona að þetta dugi til en get ekki sagt það með vissu,“ sagði Guðmundur í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og bætti við að ýmsar leiðir hafi verið skoðaðar til að bregðast við stöðunni. Þar á meðal að banna rjúpnaveiði alfarið í ár. „Þar sem veiðiþolið er talið vera 20 þúsund dýr þá fannst mér ég ekki geta farið þá leið því það væri þá eiginlega gegn vísindalegri ráðgjöf.“ Umhverfisráðherra átti fund með fulltrúum Skotveiðifélags Íslands í dag en skotveiðimenn óttuðust að stjórnvöld kæmu til með að kynna bann við veiðum í rjúpu í ár. Náttúrufræðistofnun metur rjúpustofninn óvenju lítinn nú um mundir. Varpstofninn er metinn 69 þúsund fuglar og framreiknuð stærð veiðistofns í ár 248 þúsund fuglar. Um er að ræða verulega fækkun frá því í fyrra þegar sú stærð var metin 280 þúsund fuglar. Ráðlögð veiði var þá 99 þúsund fuglar eða fimm á hvern veiðimann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rjúpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotveiði Tengdar fréttir Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20 Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20
Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47