Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2021 15:07 Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, er einn þeirra olíuforstjóra sem koma fyrir bandaríska þingnefnd í dag. AP/RIchard Drew Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. Auk fulltrúa fjögurra olíurisanna Exxon Mobil, Chevron, BP America og Shell svara yfirmenn helstu hagsmunasamtaka þeirra og viðskiptaráðs Bandaríkjanna spurningum þingmanna í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Demókratar, sem eru með meirihluta í nefndinni, hafa undanfarið rannsakað hvernig olíuiðnaðurinn lagði stein í götu loftslagsaðgerða í fleiri áratugi. Vitnaleiðslunum í dag hefur verið líkt við það þegar forstjórar tóbaksframleiðenda voru teknir á teppið í Bandaríkjaþingi á 10. áratugnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir héldu því þá fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York, segir að jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hafi haft vitneskju um ógn loftslagsbreytinga frá því í síðasta lagi árið 1977. „Þrátt fyrir það dreifði iðnaðurinn afneitun og efasemdum um skaðsemi vöru sinnar, gróf undan vísindunum og kom í veg fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og hnattræna loftslagsváin varð sífellt alvarlegri,“ sagði Maloney og Ro Khanna, félagi hennar í nefndinni. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, sagði í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar að fyrirtæki hans hefði ekki dreift upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar. Yfirlýsingar þess hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. Nota huldahópa til að grafa undan aðgerðum Olíufyrirtæki hafa um árabil dælt fé í svonefnd gervigrasrótarsamtök sem þau hafa notað til þess að kasta rýrð á loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn. Skammt er frá því að einn helsti málafylgjumaður Exxon Mobil náðist á leynilegri upptöku lýsa því hvernig fyrirtækið hefði barist gegn loftslagsvísindum með hulduhópum. Það hefði einnig beint spjótum sínum að ákveðnum öldungadeildarþingmönnum til þess að grafa undan loftslagsstefnu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Upp á síðkastið hafa olíufyrirtækin verið sökuð um svonefndan grænþvott, að hreykja sér af meðvitund um umhverfismál og framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum í auglýsingum á sama tíma og þau halda áfram að mala gull á jarðefnaeldsneyti sem ógnar lífríki jarðar og samfélagi manna. Maloney og Khanna segja að fimm stærstu olíufyrirtækin á hlutabréfamarkaði hafi samanlagt varið að minnsta kosti milljarði dollara, vel á annað hundrað milljarða íslenskra króna, í að koma fölskum upplýsingum um loftslagsmál á framfæri á árunum 2015 til 2018. Hægt er að fylgjast með fundi þingnefndarinnar í spilaranum hér fyrir neðan: Bandaríkin Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Auk fulltrúa fjögurra olíurisanna Exxon Mobil, Chevron, BP America og Shell svara yfirmenn helstu hagsmunasamtaka þeirra og viðskiptaráðs Bandaríkjanna spurningum þingmanna í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Demókratar, sem eru með meirihluta í nefndinni, hafa undanfarið rannsakað hvernig olíuiðnaðurinn lagði stein í götu loftslagsaðgerða í fleiri áratugi. Vitnaleiðslunum í dag hefur verið líkt við það þegar forstjórar tóbaksframleiðenda voru teknir á teppið í Bandaríkjaþingi á 10. áratugnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir héldu því þá fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York, segir að jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hafi haft vitneskju um ógn loftslagsbreytinga frá því í síðasta lagi árið 1977. „Þrátt fyrir það dreifði iðnaðurinn afneitun og efasemdum um skaðsemi vöru sinnar, gróf undan vísindunum og kom í veg fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og hnattræna loftslagsváin varð sífellt alvarlegri,“ sagði Maloney og Ro Khanna, félagi hennar í nefndinni. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, sagði í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar að fyrirtæki hans hefði ekki dreift upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar. Yfirlýsingar þess hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. Nota huldahópa til að grafa undan aðgerðum Olíufyrirtæki hafa um árabil dælt fé í svonefnd gervigrasrótarsamtök sem þau hafa notað til þess að kasta rýrð á loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn. Skammt er frá því að einn helsti málafylgjumaður Exxon Mobil náðist á leynilegri upptöku lýsa því hvernig fyrirtækið hefði barist gegn loftslagsvísindum með hulduhópum. Það hefði einnig beint spjótum sínum að ákveðnum öldungadeildarþingmönnum til þess að grafa undan loftslagsstefnu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Upp á síðkastið hafa olíufyrirtækin verið sökuð um svonefndan grænþvott, að hreykja sér af meðvitund um umhverfismál og framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum í auglýsingum á sama tíma og þau halda áfram að mala gull á jarðefnaeldsneyti sem ógnar lífríki jarðar og samfélagi manna. Maloney og Khanna segja að fimm stærstu olíufyrirtækin á hlutabréfamarkaði hafi samanlagt varið að minnsta kosti milljarði dollara, vel á annað hundrað milljarða íslenskra króna, í að koma fölskum upplýsingum um loftslagsmál á framfæri á árunum 2015 til 2018. Hægt er að fylgjast með fundi þingnefndarinnar í spilaranum hér fyrir neðan:
Bandaríkin Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira