„Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 15:00 Ja'Marr Chase fagnar snertimarki sínu í sigri Cincinnati Bengals á Baltimore Ravens. Hann stakk þar alla af. Getty/Rob Carr Lokasóknin er vikulegur þáttur á Stöð 2 Sport þar sem farið er yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni og þar á meðal ræddu menn magnaða samvinnu hjá þeim Joe Burrow og Ja'Marr Chase í liði Cincinnati Bengals. Leikstjórnandinn Joe Burrow er á sínu öðru ári með Cincinnati Bengals liðinu en útherjinn Ja'Marr Chase er nýliði. Þeir þekkjast mjög vel enda spiluðu þeir saman hjá Louisiana State University og urðu þar háskólameistarar saman. „Við erum búnir að vera bíða eftir því að það komi smá líf þarna í borginni. Þeir eru eins og rúgbrauð og kæfa því þeir passa svo vel saman þarna, Chase og Burrow. Við þekkjum ævintýrið. Þeir eru búnir að vera saman í gegnum háskólaboltann og köstuðu fyrir endalausum snertimörkum þar. Ég er ógeðslega spenntur fyrir að sjá hvað þeir gera,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. Klippa: Lokasóknin: Ævintýralega gott samband milli leikstjórnandans og nýliðans hjá Bengals Cincinnati Bengals vann 41-17 sigur á Baltimore Ravens um síðustu helgi og hefur þar með unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Ravens liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. „Við höfum verið að bíða eftir því að Bengalsliðið fengi stórt próf og það verður ekkert mikið stærra próf heldur en þetta. Baltimore var eitt heitasta liðið í deildinni en Burrow endar með þrjú snertimörk og aðeins einn tapaðan bolta. Þessi strákur hér, Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja? Hann grípur átta af tíu sendingum og fer yfir tvö hundruð jarda. Hann er kominn með sex snertimörk og fimm þeirra eru yfir fjörutíu jarda,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er með yfir 750 jarda í fyrstu sex leikjunum. Hvaða þvæla er þetta,“ spurði Maggi Peran. „Hann sat allt síðasta tímabil og spilaði ekki ein einustu mínútu. Menn töluðu um að þetta væri hættulegt fyrir hann, gæti orðið ryð í honum. Gleymið hugmyndinni. Hann er búinn að spila eins og hann sé búinn að spila þarna í fjögur til fimm ár,“ sagði Maggi Peran. „Þeir þekkjast bara svo vel og hann leitar svo mikið að honum. Það er bara að ganga. Gæinn er stór og sterkur og hann grípur allt,“ sagði Maggi Peran. Það má allt spjallið þeirra um Bengals tvíeykið hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Sjá meira
Leikstjórnandinn Joe Burrow er á sínu öðru ári með Cincinnati Bengals liðinu en útherjinn Ja'Marr Chase er nýliði. Þeir þekkjast mjög vel enda spiluðu þeir saman hjá Louisiana State University og urðu þar háskólameistarar saman. „Við erum búnir að vera bíða eftir því að það komi smá líf þarna í borginni. Þeir eru eins og rúgbrauð og kæfa því þeir passa svo vel saman þarna, Chase og Burrow. Við þekkjum ævintýrið. Þeir eru búnir að vera saman í gegnum háskólaboltann og köstuðu fyrir endalausum snertimörkum þar. Ég er ógeðslega spenntur fyrir að sjá hvað þeir gera,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. Klippa: Lokasóknin: Ævintýralega gott samband milli leikstjórnandans og nýliðans hjá Bengals Cincinnati Bengals vann 41-17 sigur á Baltimore Ravens um síðustu helgi og hefur þar með unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Ravens liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. „Við höfum verið að bíða eftir því að Bengalsliðið fengi stórt próf og það verður ekkert mikið stærra próf heldur en þetta. Baltimore var eitt heitasta liðið í deildinni en Burrow endar með þrjú snertimörk og aðeins einn tapaðan bolta. Þessi strákur hér, Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja? Hann grípur átta af tíu sendingum og fer yfir tvö hundruð jarda. Hann er kominn með sex snertimörk og fimm þeirra eru yfir fjörutíu jarda,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er með yfir 750 jarda í fyrstu sex leikjunum. Hvaða þvæla er þetta,“ spurði Maggi Peran. „Hann sat allt síðasta tímabil og spilaði ekki ein einustu mínútu. Menn töluðu um að þetta væri hættulegt fyrir hann, gæti orðið ryð í honum. Gleymið hugmyndinni. Hann er búinn að spila eins og hann sé búinn að spila þarna í fjögur til fimm ár,“ sagði Maggi Peran. „Þeir þekkjast bara svo vel og hann leitar svo mikið að honum. Það er bara að ganga. Gæinn er stór og sterkur og hann grípur allt,“ sagði Maggi Peran. Það má allt spjallið þeirra um Bengals tvíeykið hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti