Sýnum verðmætasköpun í (hug)verki! Einar Mäntylä og Jón Gunnarsson skrifa 28. október 2021 11:01 Fyrirtæki sem vernda hugverk sín eru verðmætari og borga hærri laun og þau eru betur í stakk búin til að ná árangri í nýsköpun. Hugverk eru í dag helstu og mikilvægustu verðmæti fyrirtækja og eru forsenda þess að þau nái árangri. Hvað þýðir það fyrir nýsköpun og verðmætasköpun á Íslandi? Betri, stærri, stöndugri fyrirtæki Í nýlegri skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um hugverkavernd og árangur yfir 1200 fyrirtækja í Evrópu kemur fram að fyrirtæki sem eiga skráð hugverk eru með að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann en önnur fyrirtæki. Jafnframt borga þessi fyrirtæki að meðaltali 19% hærri laun en önnur fyrirtæki. Þegar einungis eru skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki, sem á við um 99% fyrirtækja á Íslandi í dag, eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri á starfsmann en önnur fyrirtæki. Verndun hugverka hjálpar einnig fyrirtækjum að vaxa og dafna. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá 2019 eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem vernda hugverkin sín 26% líklegri en önnur fyrirtæki til að ná örum vexti og 109% líklegri til að ná örum vexti í kjölfar nýinnlagðrar einkaleyfaumsóknar. Þessi fyrirtæki skila augljóslega meiri skatttekjum á mann til samfélagsins. Hvernig verða velferðar- og skólakerfi framtíðarinnar fjármögnuð? Hvernig fyrirtæki vilt þú reka? Hjá hvernig fyrirtæki vilt þú vinna? Hugverkavernd er í raun sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Og þar getum við gert miklu betur. Þetta ætti ekki að koma á óvart, en tölurnar eru sláandi. Hugverk eru helstu verðmæti fyrirtækja í dag, ekki steinsteypa eða tæki. Þau sem standa vörð um verðmætin sín eru betur í stakk búin til að laða að sér fjárfesta, koma að samstarfi á sviði nýsköpunar og koma hugmynd sinni á markað. Fyrirtæki sem sinna hugverkavernd eru einfaldlega verðmætari. Verndun hugverka hjálpar þeim ekki aðeins að koma nýsköpunarhugmynd í loftið, heldur getur nýst sem bein tekjulind. Allt þetta getur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri, skapa tekjur og borga hærri laun. Mikilvæg forsenda fyrir vexti Marels, Össurar og lyfjageirans er sívirk og vakandi hugverkavernd. Arðbærari fjárfesting Carnegie fjárfestingarbankinn hefur gert áhugaverða greiningu sem sýnir að þau fyrirtæki sem eru virkust í að sinna vörumerkja- og einkaleyfavernd skara framúr sem fjárfestingarkostur í dönsku kauphöllinni. Það er ekki nóg að lifa á fornri frægð, eins og berlega kemur fram í skýrslu Carnegie, heldur eru arðbærustu fyrirtækin þau sem stöðugt bæta í hugverkasafnið sitt en það endurspeglar einmitt árangur rannsóknar- og þróunarstarfs. Gaman er að nefna að Össur, sem heldur upp á 50 ár afmæli sitt í ár, heldur sér síungum með hugverkavernd og skorar hátt í nýsköpun í samanburði við dönsku fyrirtækin. Með hugverkavernd skilgreinum við þekkingu, hugvit og uppfinningar einstaklinga, starfsmanna og vísindamanna og meðhöndlum þau sem verðmæti. Öflugur nýsköpunar- og hugverkaiðnaður sem byggir á vernduðum hugverkum er þannig öllum til hagsbóta. Þetta eru líka fyrirtækin sem skapa eftirsóknarverð, vel launuð störf þar sem afraksturinn eru verðmæti. Samkeppnisforskot íslenskra fyrirtækja mun seint byggja á því að bjóða lægri kostnað, t.d. í launum, húsnæði eða aðföngum. Samkeppnishæfni okkar, tækifæri og framtíðar atvinnuvegir hljóta alltaf að liggja í hugviti, hugverkum, ímynd og orðspori, hveim sér góðan getur. Slíkt má vernda með hugverkaréttindum eins og einkaleyfum, skráðum vörumerkjum og hönnun. Hugvitið í askana Við stöndum á tímamótum þar sem þetta hefur aldrei verið mikilvægara. Það er hugvitið sem verður í askana látið. Þær stórkostlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir verða aðeins tæklaðar með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og orkuskiptum. Á sama tíma getur hugverkaiðnaður orðið ein stærsta útflutningsgreinin svo lengi sem haldið sé rétt utan um verðmætin og þekkinguna sem þar skapast. Hugverkastofan og Auðna starfa að því sameiginlega markmiði að aðstoða íslenska aðila við hugverkavernd og verðmætasköpun til að hér rísi blómlegur og gróskumikill þekkingariðnaður. Einar Mäntylä er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.Jón Gunnarsson er samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Nýsköpun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem vernda hugverk sín eru verðmætari og borga hærri laun og þau eru betur í stakk búin til að ná árangri í nýsköpun. Hugverk eru í dag helstu og mikilvægustu verðmæti fyrirtækja og eru forsenda þess að þau nái árangri. Hvað þýðir það fyrir nýsköpun og verðmætasköpun á Íslandi? Betri, stærri, stöndugri fyrirtæki Í nýlegri skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um hugverkavernd og árangur yfir 1200 fyrirtækja í Evrópu kemur fram að fyrirtæki sem eiga skráð hugverk eru með að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann en önnur fyrirtæki. Jafnframt borga þessi fyrirtæki að meðaltali 19% hærri laun en önnur fyrirtæki. Þegar einungis eru skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki, sem á við um 99% fyrirtækja á Íslandi í dag, eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri á starfsmann en önnur fyrirtæki. Verndun hugverka hjálpar einnig fyrirtækjum að vaxa og dafna. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá 2019 eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem vernda hugverkin sín 26% líklegri en önnur fyrirtæki til að ná örum vexti og 109% líklegri til að ná örum vexti í kjölfar nýinnlagðrar einkaleyfaumsóknar. Þessi fyrirtæki skila augljóslega meiri skatttekjum á mann til samfélagsins. Hvernig verða velferðar- og skólakerfi framtíðarinnar fjármögnuð? Hvernig fyrirtæki vilt þú reka? Hjá hvernig fyrirtæki vilt þú vinna? Hugverkavernd er í raun sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Og þar getum við gert miklu betur. Þetta ætti ekki að koma á óvart, en tölurnar eru sláandi. Hugverk eru helstu verðmæti fyrirtækja í dag, ekki steinsteypa eða tæki. Þau sem standa vörð um verðmætin sín eru betur í stakk búin til að laða að sér fjárfesta, koma að samstarfi á sviði nýsköpunar og koma hugmynd sinni á markað. Fyrirtæki sem sinna hugverkavernd eru einfaldlega verðmætari. Verndun hugverka hjálpar þeim ekki aðeins að koma nýsköpunarhugmynd í loftið, heldur getur nýst sem bein tekjulind. Allt þetta getur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri, skapa tekjur og borga hærri laun. Mikilvæg forsenda fyrir vexti Marels, Össurar og lyfjageirans er sívirk og vakandi hugverkavernd. Arðbærari fjárfesting Carnegie fjárfestingarbankinn hefur gert áhugaverða greiningu sem sýnir að þau fyrirtæki sem eru virkust í að sinna vörumerkja- og einkaleyfavernd skara framúr sem fjárfestingarkostur í dönsku kauphöllinni. Það er ekki nóg að lifa á fornri frægð, eins og berlega kemur fram í skýrslu Carnegie, heldur eru arðbærustu fyrirtækin þau sem stöðugt bæta í hugverkasafnið sitt en það endurspeglar einmitt árangur rannsóknar- og þróunarstarfs. Gaman er að nefna að Össur, sem heldur upp á 50 ár afmæli sitt í ár, heldur sér síungum með hugverkavernd og skorar hátt í nýsköpun í samanburði við dönsku fyrirtækin. Með hugverkavernd skilgreinum við þekkingu, hugvit og uppfinningar einstaklinga, starfsmanna og vísindamanna og meðhöndlum þau sem verðmæti. Öflugur nýsköpunar- og hugverkaiðnaður sem byggir á vernduðum hugverkum er þannig öllum til hagsbóta. Þetta eru líka fyrirtækin sem skapa eftirsóknarverð, vel launuð störf þar sem afraksturinn eru verðmæti. Samkeppnisforskot íslenskra fyrirtækja mun seint byggja á því að bjóða lægri kostnað, t.d. í launum, húsnæði eða aðföngum. Samkeppnishæfni okkar, tækifæri og framtíðar atvinnuvegir hljóta alltaf að liggja í hugviti, hugverkum, ímynd og orðspori, hveim sér góðan getur. Slíkt má vernda með hugverkaréttindum eins og einkaleyfum, skráðum vörumerkjum og hönnun. Hugvitið í askana Við stöndum á tímamótum þar sem þetta hefur aldrei verið mikilvægara. Það er hugvitið sem verður í askana látið. Þær stórkostlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir verða aðeins tæklaðar með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og orkuskiptum. Á sama tíma getur hugverkaiðnaður orðið ein stærsta útflutningsgreinin svo lengi sem haldið sé rétt utan um verðmætin og þekkinguna sem þar skapast. Hugverkastofan og Auðna starfa að því sameiginlega markmiði að aðstoða íslenska aðila við hugverkavernd og verðmætasköpun til að hér rísi blómlegur og gróskumikill þekkingariðnaður. Einar Mäntylä er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.Jón Gunnarsson er samskiptastjóri Hugverkastofunnar.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar