Haukar frumsýna nýjan bandarískan leikmann í Evrópuleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 13:31 Bjarni Magnússon ræðir við hina bandarísku Haiden Palmer sem hefur ekki skorað nógu mikið í Evrópuleikjunum í vetur. Vísir/Bára Dröfn Haukakonur hafa sótt sér liðstyrk frá Bandaríkjunum en framherjinn Briana Gray er komin með leikheimild hjá FIBA og getur því tekið þátt í Evrópuleiknum á Ásvöllum í kvöld. Haukarnir mæta tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 í kvöld og þetta ætti að vera auðveldara verkefni en þegar Haukaliðið tapaði stórt í fyrsta heimaleik sínum í riðlinum. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, glímir við meiðsli og mun Gray hjálpa Hafnarfjarðarliðinu í þessum krefjandi leik. Briana Gray er 26 ára gömul og spilar sem lítill framherji. Hún byrjaði þetta tímabil með Sparta í Lúxemborg þar sem hún var með 12,0 stig, 6,8 fráköst og 1,5 stoðsendingar í leik. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Magnússon um nýja leikmanninn í gær en hún mun vera með Haukaliðinu næstu tvo mánuði í Evrópukeppninni þar sem spila má með fleiri bandaríska leikmenn en hér heima. Briana Gray á æfingu með Haukum í gær.Skjámynd/S2 Sport „Þetta er geggjaður leikmaður. Undirbúningsvinnan var ekki eins mikil og vanalega þegar við erum að leita að erlendum leikmönnum. Þær heimildir sem við höfum fengið þá sjáum við að þetta sé stelpa sem er búin að spila í Evrópu í nokkur ár og er með reynslu,“ sagði Bjarni Magnússon. „Þetta er týpa af leikmanni sem við teljum okkur vanta svolítið. Hún er árásagjörn á körfuna og góð á báðum endum vallarins. Hún getur spilað margar stöður og við erum bjartsýn að hún geti aðstoðað okkur í þessu,“ sagði Bjarni. Briana Gray lék með Torpan Pojat í Finnlandi tímabilið 2018-19 og var þar með 8,7 stig, 5,0 fráköst og 1,7 stoðsendingar í leik. Í rúmensku deildinni 2019-20 var hún með 19,3 stig, 9,3 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali með liði CS Municipal Alexandria. Gray hefur einnig spilað í Portúgal, Úkraínu og Ástralíu síðan hún útskrifaðist úr Weber State árið 2018. Á síðasta ári sínu í háskólaboltanum með Weber State var hún með 8,0 stig, 5,0 fráköst og 1,1 stoðsendingu í leik. Körfubolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Haukarnir mæta tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 í kvöld og þetta ætti að vera auðveldara verkefni en þegar Haukaliðið tapaði stórt í fyrsta heimaleik sínum í riðlinum. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, glímir við meiðsli og mun Gray hjálpa Hafnarfjarðarliðinu í þessum krefjandi leik. Briana Gray er 26 ára gömul og spilar sem lítill framherji. Hún byrjaði þetta tímabil með Sparta í Lúxemborg þar sem hún var með 12,0 stig, 6,8 fráköst og 1,5 stoðsendingar í leik. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Magnússon um nýja leikmanninn í gær en hún mun vera með Haukaliðinu næstu tvo mánuði í Evrópukeppninni þar sem spila má með fleiri bandaríska leikmenn en hér heima. Briana Gray á æfingu með Haukum í gær.Skjámynd/S2 Sport „Þetta er geggjaður leikmaður. Undirbúningsvinnan var ekki eins mikil og vanalega þegar við erum að leita að erlendum leikmönnum. Þær heimildir sem við höfum fengið þá sjáum við að þetta sé stelpa sem er búin að spila í Evrópu í nokkur ár og er með reynslu,“ sagði Bjarni Magnússon. „Þetta er týpa af leikmanni sem við teljum okkur vanta svolítið. Hún er árásagjörn á körfuna og góð á báðum endum vallarins. Hún getur spilað margar stöður og við erum bjartsýn að hún geti aðstoðað okkur í þessu,“ sagði Bjarni. Briana Gray lék með Torpan Pojat í Finnlandi tímabilið 2018-19 og var þar með 8,7 stig, 5,0 fráköst og 1,7 stoðsendingar í leik. Í rúmensku deildinni 2019-20 var hún með 19,3 stig, 9,3 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali með liði CS Municipal Alexandria. Gray hefur einnig spilað í Portúgal, Úkraínu og Ástralíu síðan hún útskrifaðist úr Weber State árið 2018. Á síðasta ári sínu í háskólaboltanum með Weber State var hún með 8,0 stig, 5,0 fráköst og 1,1 stoðsendingu í leik.
Körfubolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira