Sport

Hundrað dagar í Ólympíu­leika og svona líta verð­launa­peningarnir út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólympíueldurinn við Kínamúrinn en nú er hlaupið með hann út um allt Kína.
Ólympíueldurinn við Kínamúrinn en nú er hlaupið með hann út um allt Kína. Getty/An Lingjun

Það eru ekki liðnir nema nokkrir mánuðir frá því að Ólympíuleikarnir í Tókýó kláruðust en íþróttafólk er þegar farið að telja niður dagana í þá næstu.

Vetrarólympíuleikarnir í Peking í Kína hefjast eftir hundrað daga eða 4. febrúar næstkomandi.

Mótshaldarar héldu upp á þessi tímamót með því að kynna verðlaunapeningana sem alla íþróttamenn leikanna dreymir um að vinna á næsta ári. Það er alveg óhætt að segja að verðlaunapeningarnir valdi ekki vonbrigðum.

Eins og vanalega er hægt að vinna gull, silfur og brons en Kínverjar skírðu verðlaunapeningana „Tong Xin“ eða „Allir sem einn“ og þeir líta svona út.

Peningarnir eru með fimm Ólympíuhringi á sér í miðjunni og útlitið eltir þar forna kínverska hönnun með hringum inn í hverjum öðrum.

Verðlaunapeningarnir kallast líka á við peningana frá því á Sumarólympíuleikunum í Peking árið 2008. Peking er fyrsta borgin til að halda væði sumar- og vetrarleika.

Á bakinu er síðan merki leikanna ásamt fullu nafni leikanna á kínversku en þar má einnig finna ís, snjó og ský.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×