Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 11:03 Telma Líf sást síðast klukkan hálf sex í gærmorgun þegar hún gekk út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante. Facebook/Vísir Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. Telma Líf hvarf klukkan hálf sex í gærmorgun þegar hún gekk út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante og skildi eigur sínar þar eftir, bæði síma og veski. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, gengur nú strandlengjuna í Benidorm ásamt stórum leitarhópi og lögreglu í leit að henni. Málið er jafnframt komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins að sögn Sveins Guðmarssonar, fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. „Lögreglan er búin að leita að henni samfleytt síðan í gær. Ég náttúrulega komst ekki niður eftir þar sem ég er með börn uppi í sveit þannig að við gátum bara fengið aðra til að leita að henni í nótt. Við erum að leita í dag á meðan krakkarnir eru í skólanum og á meðan vinir okkar geta passað þá,“ segir Ingi Karl í samtali við fréttastofu. „Við erum að ganga núna eftir ströndinni, ætli við göngum ekki sveitina líka. Það þarf að fara á alla veitingastaði, í allar verslanir. Við erum bara að leita.“ Telma Líf er 170 cm á hæð og á milli 65 og 70 kíló. Telma er átján ára gömul, með stutt plómulitað hár sem er rakað á hliðunum. Vel sést að hún er ljóshærð undir litnum en hún er jafnframt með húðflúr á handleggjum, þar á meðal rúnir, sem ættu að vera auðsjáanleg. Telma var klædd í svartan skokk, lág leðurstígvél og bleikan leðurjakka þegar síðast sást til hennar á upptökum úr öryggismyndavélum fyrir framan sjúkrahúsið í Alicante. Voru búin að skipuleggja að verja hrekkjavökunni saman Ingi Karl og fjölskylda hans er búsett á sveitabæ í Callosa de Ensirriá, um 30 mínútum frá Benidorm. Telma Líf flutti nýverið til Benidorm þar sem hún hefur íbúð á leigu og var nýbúin að fá vinnu en hún er átján ára gömul. Ingi Karl segir mjög ósennilegt að Telma hafi látið sig hverfa sjálf, en fjölskyldan hafi verið að skipuleggja að verja helginni saman í tilefni hrekkjavöku. „Þetta er svo rosalega óeðlilegt, hún skyldi eftir símann sinn og veskið sitt með öllu. Hún kom til okkar á mánudaginn, hún fór og keypti mjólk á mánudagskvöld. Það var ekkert sem benti til þess að hún væri að fara að láta sig hverfa sjálf. Við vorum að SMS-ast um kvöldið og tala um hvað væri gaman að við ætluðum að eyða hrekkjavökunni saman. Hún ætlaði að koma og vera yfir helgina því hún væri væntanlega ekki að vinna,“ segir Ingi Karl. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað skeði sem olli því að hún endaði á sjúkrahúsi, hvort það hafi verið byrlað fyrir henni eða hvað. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist því hún er fullorðin og ég fæ ekki allar upplýsingar sem lögreglan hefur.“ Skildi allt eftir á sjúkrahúsinu Hann segir aðstæðurnar mjög skrítnar. Telma hafi af einhverjum óþekktum ástæðum þurft að fara með sjúkrabíl á spítala á aðfaranótt þriðjudags en hún hafi verið útskrifuð þaðan klukkan fimm í gærmorgun. Áður en hún yfirgaf sjúkrahúsið hafi hún hins vegar skrifað niður spænska símanúmerið hans Inga Karls og stjúpmóður sinnar Guðbjargar Gunnlaugsdóttur. „Þetta var svo rosalega skrítið því hún skrifaði niður spænska símanúmerið mitt og spænska símanúmerið hennar Guggu og hún skrifaði ekki nöfnin okkar. Sjúkrahúsið hringdi og spurði hvort ég vissi hvaða manneskja þetta væri og ég sagði já, þetta væri dóttir mín. Þá var mér sagt að dóttir mín væri á sjúkrahúsinu og við drifum okkur þangað,“ segir Ingi. Þegar hann hafi komið á sjúkrahúsið hafi Telma Líf verið horfin þaðan en þegar Ingi hafi skoðað dótið hennar sem hún skildi eftir hafi hann strax áttað sig á því að eitthvað væri óeðlilegt og hafði strax samband við lögreglu. „Sem betur fer bý ég í mjög góðum smábæ þannig að ég gat talað við lögregluna þar og þeir tóku þessu mjög alvarlega og eru búnir að vera að aðstoða okkur mikið við að þrýsta á lögregluaðstoð í Alicante. Ég veit að þeir eru búnir að biðja um að það verði mynd af henni og upplýsingar í öllum lögreglubílum í öllum lögregluembættum hérna.“ Varð fyrir áfalli um helgina þegar maður lést fyrir framan hana Hann segir að fjölskyldan og vinir vinni nú hart að því að dreifa myndum af Telmu til allra sem mögulega gætu rekist á hana. Þar á meðal þeirra sem standi úti á götum og fái fólk til að fara inn á veitingastaði. „Einn þeirra þekkti Telmu þannig að þeir ætla að dreifa myndunum sín á milli. Ég er búinn að grenja það út að allar tóbaksbúðir, og þeir sem sjá um að taka ruslið séu með mynd af henni.“ Ingi Karl segir mögulegt að Telma hafi verið í einhverju uppnámi en að hans sögn lenti hún í því síðasta laugardag að hún varð vitni að því að aldraður maður lést úti á götu á meðan beðið var eftir sjúkrabíl fyrir hann. „Þannig að það er möguleiki að hún hafi verið í einhverju sjokki og svo þegar hún endaði þarna inni á spítala hafi hún gengið út. Það er það sem við erum að vona því það er betra heldur en hinn kosturinn sem er að henni hafi verið rænt,“ segir Ingi Karl. Hann segir engan möguleika að Telma sé með vinum sínum. Hann hafi opnað síma hennar og haft samband við alla vini hennar bæði úti á Spáni og á Íslandi. Allir þeirra sem geti séu að leita hennar. „Ég vil bara að hún finnist. Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma og það hefur ekkert heyrst. Það ætti einhver að vera búinn að sjá hana. Öll hjálp er meira en vel þegin.“ Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Telma Líf hvarf klukkan hálf sex í gærmorgun þegar hún gekk út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante og skildi eigur sínar þar eftir, bæði síma og veski. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, gengur nú strandlengjuna í Benidorm ásamt stórum leitarhópi og lögreglu í leit að henni. Málið er jafnframt komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins að sögn Sveins Guðmarssonar, fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. „Lögreglan er búin að leita að henni samfleytt síðan í gær. Ég náttúrulega komst ekki niður eftir þar sem ég er með börn uppi í sveit þannig að við gátum bara fengið aðra til að leita að henni í nótt. Við erum að leita í dag á meðan krakkarnir eru í skólanum og á meðan vinir okkar geta passað þá,“ segir Ingi Karl í samtali við fréttastofu. „Við erum að ganga núna eftir ströndinni, ætli við göngum ekki sveitina líka. Það þarf að fara á alla veitingastaði, í allar verslanir. Við erum bara að leita.“ Telma Líf er 170 cm á hæð og á milli 65 og 70 kíló. Telma er átján ára gömul, með stutt plómulitað hár sem er rakað á hliðunum. Vel sést að hún er ljóshærð undir litnum en hún er jafnframt með húðflúr á handleggjum, þar á meðal rúnir, sem ættu að vera auðsjáanleg. Telma var klædd í svartan skokk, lág leðurstígvél og bleikan leðurjakka þegar síðast sást til hennar á upptökum úr öryggismyndavélum fyrir framan sjúkrahúsið í Alicante. Voru búin að skipuleggja að verja hrekkjavökunni saman Ingi Karl og fjölskylda hans er búsett á sveitabæ í Callosa de Ensirriá, um 30 mínútum frá Benidorm. Telma Líf flutti nýverið til Benidorm þar sem hún hefur íbúð á leigu og var nýbúin að fá vinnu en hún er átján ára gömul. Ingi Karl segir mjög ósennilegt að Telma hafi látið sig hverfa sjálf, en fjölskyldan hafi verið að skipuleggja að verja helginni saman í tilefni hrekkjavöku. „Þetta er svo rosalega óeðlilegt, hún skyldi eftir símann sinn og veskið sitt með öllu. Hún kom til okkar á mánudaginn, hún fór og keypti mjólk á mánudagskvöld. Það var ekkert sem benti til þess að hún væri að fara að láta sig hverfa sjálf. Við vorum að SMS-ast um kvöldið og tala um hvað væri gaman að við ætluðum að eyða hrekkjavökunni saman. Hún ætlaði að koma og vera yfir helgina því hún væri væntanlega ekki að vinna,“ segir Ingi Karl. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað skeði sem olli því að hún endaði á sjúkrahúsi, hvort það hafi verið byrlað fyrir henni eða hvað. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist því hún er fullorðin og ég fæ ekki allar upplýsingar sem lögreglan hefur.“ Skildi allt eftir á sjúkrahúsinu Hann segir aðstæðurnar mjög skrítnar. Telma hafi af einhverjum óþekktum ástæðum þurft að fara með sjúkrabíl á spítala á aðfaranótt þriðjudags en hún hafi verið útskrifuð þaðan klukkan fimm í gærmorgun. Áður en hún yfirgaf sjúkrahúsið hafi hún hins vegar skrifað niður spænska símanúmerið hans Inga Karls og stjúpmóður sinnar Guðbjargar Gunnlaugsdóttur. „Þetta var svo rosalega skrítið því hún skrifaði niður spænska símanúmerið mitt og spænska símanúmerið hennar Guggu og hún skrifaði ekki nöfnin okkar. Sjúkrahúsið hringdi og spurði hvort ég vissi hvaða manneskja þetta væri og ég sagði já, þetta væri dóttir mín. Þá var mér sagt að dóttir mín væri á sjúkrahúsinu og við drifum okkur þangað,“ segir Ingi. Þegar hann hafi komið á sjúkrahúsið hafi Telma Líf verið horfin þaðan en þegar Ingi hafi skoðað dótið hennar sem hún skildi eftir hafi hann strax áttað sig á því að eitthvað væri óeðlilegt og hafði strax samband við lögreglu. „Sem betur fer bý ég í mjög góðum smábæ þannig að ég gat talað við lögregluna þar og þeir tóku þessu mjög alvarlega og eru búnir að vera að aðstoða okkur mikið við að þrýsta á lögregluaðstoð í Alicante. Ég veit að þeir eru búnir að biðja um að það verði mynd af henni og upplýsingar í öllum lögreglubílum í öllum lögregluembættum hérna.“ Varð fyrir áfalli um helgina þegar maður lést fyrir framan hana Hann segir að fjölskyldan og vinir vinni nú hart að því að dreifa myndum af Telmu til allra sem mögulega gætu rekist á hana. Þar á meðal þeirra sem standi úti á götum og fái fólk til að fara inn á veitingastaði. „Einn þeirra þekkti Telmu þannig að þeir ætla að dreifa myndunum sín á milli. Ég er búinn að grenja það út að allar tóbaksbúðir, og þeir sem sjá um að taka ruslið séu með mynd af henni.“ Ingi Karl segir mögulegt að Telma hafi verið í einhverju uppnámi en að hans sögn lenti hún í því síðasta laugardag að hún varð vitni að því að aldraður maður lést úti á götu á meðan beðið var eftir sjúkrabíl fyrir hann. „Þannig að það er möguleiki að hún hafi verið í einhverju sjokki og svo þegar hún endaði þarna inni á spítala hafi hún gengið út. Það er það sem við erum að vona því það er betra heldur en hinn kosturinn sem er að henni hafi verið rænt,“ segir Ingi Karl. Hann segir engan möguleika að Telma sé með vinum sínum. Hann hafi opnað síma hennar og haft samband við alla vini hennar bæði úti á Spáni og á Íslandi. Allir þeirra sem geti séu að leita hennar. „Ég vil bara að hún finnist. Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma og það hefur ekkert heyrst. Það ætti einhver að vera búinn að sjá hana. Öll hjálp er meira en vel þegin.“
Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira