Einkunnir Íslands: Flott frammistaða hjá flestum sem höfðu eitthvað að gera Íþróttadeild Vísis skrifar 26. október 2021 20:55 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar öðru af tveimur mörkum sínum gegn Kýpur í kvöld. VÍSIR/VILHELM Fjórir leikmenn fengu 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 5-0 sigri Íslands gegn Kýpur í undankeppni HM kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið var með boltann nánast allan tímann og aðeins einu sinni fékk Kýpur tækifæri til að skora mark í leiknum. Það var því sáralítið að gera hjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem fékk tækifæri í marki Íslands, og varnarmenn íslenska liðsins þurftu aldrei að hafa sérstaklega mikið fyrir hlutunum. Framar á vellinum náðu svo nokkrir leikmenn íslenska liðsins að heilla með frammistöðu sinni en einkunnagjöf íslenska liðsins má sjá hér að neðan. Byrjunarliðið: Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður 6 Lýtalaus frammistaða í hennar fyrsta mótsleik fyrir Ísland. Því ber þó að bæta við að hin 18 ára gamla Cecilía þurfti aldrei að verja skot eða grípa fyrirgjöf í leiknum. Hún rétt snerti boltann til að taka þátt í spili og tók hann einu sinni upp með höndum eftir sendingu Kýpverja fram. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 7 Átti þátt í þriðja marki Íslands með fyrirgjöf sinni. Studdi ágætlega við Sveindísi en fór ekki mikið fram. Virðist bara líða vel í bakvarðarstöðunni. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Nálægt því að skora eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Hefur líklega sjaldan spilað auðveldari leik í vörn íslenska liðsins og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Gat lítið gert gegn þessum mótherja til að sanna að hún eigi að endurheimta sætið í byrjunarliðinu. Sif Atladóttir, miðvörður 6 Sneri aftur í liðið eftir tveggja ára fjarveru og hafði afskaplega náðugan dag eins og öll íslenska vörnin. Á hælunum þegar Kýpur fékk sitt eina færi í fyrri hálfleik. Spilaði boltanum misvel frá sér og stundum fullhægt. Elísa Viðarsdóttir, vinstri bakvörður 8 Var afar dugleg að koma fram og kom að þremur marka Íslands í kvöld, réttfætt í stöðu vinstri bakvarðar. Átti fyrirgjöfina í fyrsta marki Íslands, rassastoðsendingu í þriðja markinu og sendingu yfir á Sveindísi í fjórða markinu. Þurfti ekkert að hafa fyrir varnarhlutverkinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8 Varfærin í leik sínum og kannski fulláhættufælin miðað við tilefnið. Passaði upp á vörnina og sendi boltann einfalt frá sér en átti líka mikilvægar sendingar líkt og í marki Sveindísar í fyrri hálfleik. Skoraði gott skallamark eftir hornspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7 Hélt áfram að bæta við mörkum í þessum landsleikjaglugga og nálgast óðum Hólmfríði Magnúsdóttur sveitunga sinn í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn landsliðsins, með 32 mörk í 95 leikjum sem miðjumaður. Spilaði boltanum vel og örugglega frá sér og var ágætlega hreyfanleg. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 8 Kann að gera hlutina nógu hratt og gat opnað vörn Kýpur með einni sendingu eða jafnvel einni hreyfingu. Fer afar vel með boltann og skoraði mark í fyrri hálfleik, og raunar annað sem var ranglega dæmt af. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður 8 Var búin að gefa bakverði Kýpur hausverk eftir örfáar mínútur enda svona þrefalt fljótari. Kom Íslandi í 2-0 með því að skjótast leikandi framhjá varnarmanni og þruma í markið, og bætti við öðru marki í seinni hálfleik sem átti líklega að vera stoðsending. Áræðin að vanda en reyndi líka að finna samherja á réttum tímapunkti. Amanda Andradóttir, vinstri kantmaður 7 Fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Reyndi mikið sjálf og stundum komu góðir hlutir út úr því en í önnur skipti snerti hún boltann of mikið. Með ofboðslega góða boltameðferð og gat auðveldlega leikið á Kýpverjana en erfitt að fella stóran dóm í ljósi þess hve mótspyrnan var lítil. Átti hornspyrnuna í fimmta marki Íslands. Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji 6 Kom sér í 2-3 færi í fyrri hálfleik og var ranglega dæmd brotleg eftir að hafa lagt upp mark. Var áfram dugleg í seinni hálfleiknum en hefði mátt nýta tækifærið betur í fremstu víglínu. Varamenn: Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Dagný Brynjarsdóttur á 63. mínútu 6 Kom inn sem aftasti miðjumaður og sá til þess að kýpverska liðið komst ekkert frekar fram á við en fyrr í leiknum. Karitas Tómasdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 63. mínútu 6 Skilaði sínu inni á miðjunni en var ekkert sérstaklega áberandi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins í leiknum. Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur á 68. mínútu 6 Tók þátt í að halda uppi pressu fyrir íslenska liðið en skapaði ekki nein dauðafæri að þessu sinni. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 68. mínútu 6 Fékk að spreyta sig í bakvarðarstöðunni, hægra megin en ekki vinstra megin eins og hún hefur gert undanfarið með Breiðabliki. Ekkert út á hennar leik að setja. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur á 75. mínútu 6 Nálægt því að sleppa í gegnum vörnina einu sinni en hafði sig annars ekki mikið í frammi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Kýpur | Útlit fyrir markaregn í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta átti ekki í vandræðum með að vinna Kýpur, 5-0, í undankeppni HM í kvöld í síðasta heimaleik sínum á þessu ári. 26. október 2021 21:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Íslenska liðið var með boltann nánast allan tímann og aðeins einu sinni fékk Kýpur tækifæri til að skora mark í leiknum. Það var því sáralítið að gera hjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem fékk tækifæri í marki Íslands, og varnarmenn íslenska liðsins þurftu aldrei að hafa sérstaklega mikið fyrir hlutunum. Framar á vellinum náðu svo nokkrir leikmenn íslenska liðsins að heilla með frammistöðu sinni en einkunnagjöf íslenska liðsins má sjá hér að neðan. Byrjunarliðið: Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður 6 Lýtalaus frammistaða í hennar fyrsta mótsleik fyrir Ísland. Því ber þó að bæta við að hin 18 ára gamla Cecilía þurfti aldrei að verja skot eða grípa fyrirgjöf í leiknum. Hún rétt snerti boltann til að taka þátt í spili og tók hann einu sinni upp með höndum eftir sendingu Kýpverja fram. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 7 Átti þátt í þriðja marki Íslands með fyrirgjöf sinni. Studdi ágætlega við Sveindísi en fór ekki mikið fram. Virðist bara líða vel í bakvarðarstöðunni. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Nálægt því að skora eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Hefur líklega sjaldan spilað auðveldari leik í vörn íslenska liðsins og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Gat lítið gert gegn þessum mótherja til að sanna að hún eigi að endurheimta sætið í byrjunarliðinu. Sif Atladóttir, miðvörður 6 Sneri aftur í liðið eftir tveggja ára fjarveru og hafði afskaplega náðugan dag eins og öll íslenska vörnin. Á hælunum þegar Kýpur fékk sitt eina færi í fyrri hálfleik. Spilaði boltanum misvel frá sér og stundum fullhægt. Elísa Viðarsdóttir, vinstri bakvörður 8 Var afar dugleg að koma fram og kom að þremur marka Íslands í kvöld, réttfætt í stöðu vinstri bakvarðar. Átti fyrirgjöfina í fyrsta marki Íslands, rassastoðsendingu í þriðja markinu og sendingu yfir á Sveindísi í fjórða markinu. Þurfti ekkert að hafa fyrir varnarhlutverkinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8 Varfærin í leik sínum og kannski fulláhættufælin miðað við tilefnið. Passaði upp á vörnina og sendi boltann einfalt frá sér en átti líka mikilvægar sendingar líkt og í marki Sveindísar í fyrri hálfleik. Skoraði gott skallamark eftir hornspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7 Hélt áfram að bæta við mörkum í þessum landsleikjaglugga og nálgast óðum Hólmfríði Magnúsdóttur sveitunga sinn í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn landsliðsins, með 32 mörk í 95 leikjum sem miðjumaður. Spilaði boltanum vel og örugglega frá sér og var ágætlega hreyfanleg. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 8 Kann að gera hlutina nógu hratt og gat opnað vörn Kýpur með einni sendingu eða jafnvel einni hreyfingu. Fer afar vel með boltann og skoraði mark í fyrri hálfleik, og raunar annað sem var ranglega dæmt af. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður 8 Var búin að gefa bakverði Kýpur hausverk eftir örfáar mínútur enda svona þrefalt fljótari. Kom Íslandi í 2-0 með því að skjótast leikandi framhjá varnarmanni og þruma í markið, og bætti við öðru marki í seinni hálfleik sem átti líklega að vera stoðsending. Áræðin að vanda en reyndi líka að finna samherja á réttum tímapunkti. Amanda Andradóttir, vinstri kantmaður 7 Fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Reyndi mikið sjálf og stundum komu góðir hlutir út úr því en í önnur skipti snerti hún boltann of mikið. Með ofboðslega góða boltameðferð og gat auðveldlega leikið á Kýpverjana en erfitt að fella stóran dóm í ljósi þess hve mótspyrnan var lítil. Átti hornspyrnuna í fimmta marki Íslands. Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji 6 Kom sér í 2-3 færi í fyrri hálfleik og var ranglega dæmd brotleg eftir að hafa lagt upp mark. Var áfram dugleg í seinni hálfleiknum en hefði mátt nýta tækifærið betur í fremstu víglínu. Varamenn: Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Dagný Brynjarsdóttur á 63. mínútu 6 Kom inn sem aftasti miðjumaður og sá til þess að kýpverska liðið komst ekkert frekar fram á við en fyrr í leiknum. Karitas Tómasdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 63. mínútu 6 Skilaði sínu inni á miðjunni en var ekkert sérstaklega áberandi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins í leiknum. Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur á 68. mínútu 6 Tók þátt í að halda uppi pressu fyrir íslenska liðið en skapaði ekki nein dauðafæri að þessu sinni. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 68. mínútu 6 Fékk að spreyta sig í bakvarðarstöðunni, hægra megin en ekki vinstra megin eins og hún hefur gert undanfarið með Breiðabliki. Ekkert út á hennar leik að setja. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur á 75. mínútu 6 Nálægt því að sleppa í gegnum vörnina einu sinni en hafði sig annars ekki mikið í frammi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Kýpur | Útlit fyrir markaregn í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta átti ekki í vandræðum með að vinna Kýpur, 5-0, í undankeppni HM í kvöld í síðasta heimaleik sínum á þessu ári. 26. október 2021 21:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Í beinni: Ísland - Kýpur | Útlit fyrir markaregn í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta átti ekki í vandræðum með að vinna Kýpur, 5-0, í undankeppni HM í kvöld í síðasta heimaleik sínum á þessu ári. 26. október 2021 21:15