Fannst við spila frábærlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. október 2021 21:50 Brúnaþungur Basti á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm HK tapaði í kvöld naumlega gegn Aftureldingu í Kórnum 28-30, en jafnt var 28-28 þegar mínúta var eftir af leiknum. Sebastian Alexanderson, þjálfari HK leit þó á björtu hliðarnar þrátt fyrir fimmta tapið í röð. „Mér fannst við spila vel. Framfarir milli leikja ennþá til staðar, við skoruðum 28 mörk í dag og hefðum vel getað skorað töluvert meira. Fórum illa með nokkur tækifæri sem hefðu getað lokað þessum leik. Áður en einhverjir sérfræðingar fara að tala um að Afturelding hafi ekki spilað vel, þá fannst mér þeir spila frábærlega.“ „Þeir náðu bara ekki meira forskoti en þetta því við vorum líka frábærir. Þetta var bara flottur leikur, en auðvitað gerðum við fullt af feilum en við erum að stefna í rétta átt.“ Sebastian Alexandersson var ekkert sérstaklega sáttur með dómara leiksins þegar kom að skrefadómum sem dæmdir voru í leiknum og þeim sem ekki voru dæmdir. „Hérna í lokin, líklega er þetta skref á Hjört en þeir hefðu átt að halda ró sinni og bara spila það sem þeir áttu að spila, við höfðum tíma. En á móti kemur að Guðmundur Bragi skorar fjögur eftir skref í seinni hálfleik.“ Sebastian er bjartsýnn upp á framhaldið en er smeykur við næsta leik sem er gegn Haukum. „Við höfum aldrei gefist upp, höfum alltaf komið til baka í öllum leikjum. Það er alltaf í leikjum þar sem frammiðstaðan fer út og inn. Það lenda allir í því að eiga slæma kafla. Við bara eins og önnur góð lið hættum ekkert, höldum bara áfram. Við erum að nálgast og nálgast, hvenær við náum sigrinum veit ég ekki en hann mun koma.“ „En ég efast stórlega um að hann komi á föstudaginn, við munum samt reyna. Ég er spenntur fyrir leiknum en hann leggst ekkert vel í mig. Það er það lið í deildinni sem hentar okkur lang verst. Það verður spennandi að kljást við þá og við förum þangað til að vinna að sjálfsögðu. Ég er samt ekki bjartsýnn, verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Sebastian að endingu. Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
„Mér fannst við spila vel. Framfarir milli leikja ennþá til staðar, við skoruðum 28 mörk í dag og hefðum vel getað skorað töluvert meira. Fórum illa með nokkur tækifæri sem hefðu getað lokað þessum leik. Áður en einhverjir sérfræðingar fara að tala um að Afturelding hafi ekki spilað vel, þá fannst mér þeir spila frábærlega.“ „Þeir náðu bara ekki meira forskoti en þetta því við vorum líka frábærir. Þetta var bara flottur leikur, en auðvitað gerðum við fullt af feilum en við erum að stefna í rétta átt.“ Sebastian Alexandersson var ekkert sérstaklega sáttur með dómara leiksins þegar kom að skrefadómum sem dæmdir voru í leiknum og þeim sem ekki voru dæmdir. „Hérna í lokin, líklega er þetta skref á Hjört en þeir hefðu átt að halda ró sinni og bara spila það sem þeir áttu að spila, við höfðum tíma. En á móti kemur að Guðmundur Bragi skorar fjögur eftir skref í seinni hálfleik.“ Sebastian er bjartsýnn upp á framhaldið en er smeykur við næsta leik sem er gegn Haukum. „Við höfum aldrei gefist upp, höfum alltaf komið til baka í öllum leikjum. Það er alltaf í leikjum þar sem frammiðstaðan fer út og inn. Það lenda allir í því að eiga slæma kafla. Við bara eins og önnur góð lið hættum ekkert, höldum bara áfram. Við erum að nálgast og nálgast, hvenær við náum sigrinum veit ég ekki en hann mun koma.“ „En ég efast stórlega um að hann komi á föstudaginn, við munum samt reyna. Ég er spenntur fyrir leiknum en hann leggst ekkert vel í mig. Það er það lið í deildinni sem hentar okkur lang verst. Það verður spennandi að kljást við þá og við förum þangað til að vinna að sjálfsögðu. Ég er samt ekki bjartsýnn, verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Sebastian að endingu. Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00