Umfjöllun og viðtöl: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. október 2021 21:00 Það var hart barist. Vísir/Vilhelm Í kvöld fór fram loka leikur fimmtu umferðar Olís-deildar karla þar sem HK fékk Aftureldingu í heimsókn. Leikurinn var æsispennandi allt til loka. Endaði hann með sigri Aftureldingar 30-28. HK byrjaði leikinn vel, komst í 3-0 á fyrstu sex mínútum leiksins. Afturelding saxaði jafnt og þétt á þá forystu og jafnaði loks á 13. mínútu, 6-6. Eftir það skiptust liðin á víxl að komast einu marki yfir út hálfleikinn. Mosfellingar enduðu ofan á þegar hálfleiks flautið gall, staðan 14-15 í hálfleik. Kristján Ottó var flottur í liði HK.Vísir/Vilhelm Kristján Ottó Hjálmsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK í seinni hálfleik og kom heimamönnum yfir, 18-17. Eftir það kom slæmur kafli hjá HK-ingum og Mosfellingar gengu á lagið og skoruðu hvert hraðaupphlaupsmarkið á fætur öðru. Skeytti það engu þó að Sebastian Alexandersson, þjálfari HK tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Afturelding var komið í fimm marka forystu, 20-25. HK fór þá á skrið og tókst að jafna leikinn 28-28 og mínúta eftir. Aftureldingu tókst þó að skora tvö mörk á lokamínútunni á meðan HK fékk skref dæmt á sig. Dýrmæt tvö stig fyrir Mosfellinga eftir rysjótta byrjun, en svekkjandi fyrir HK að fá ekkert út úr leiknum í sennilega best spilaða leik sínum á tímabilinu. Af hverju vann Afturelding? Ætli ekki einhver reynsla hafi riðið baggamuninn í kvöld fyrir Aftureldingu, í spennuleik. Voru yfirvegaðir í síðustu tveim sóknum sínum á meðan HK glutraði sinni sókn á sama tíma. Hverjir stóðu upp úr? Línumaður HK, Kristján Ottó Hjálmsson var með sjö mörk úr níu skotum og atkvæðamestur sinna manna. Hjá Aftureldingu voru Árni Bragi Eyjólfsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson atkvæðamestir annan leikinn í röð, báðir með sjö mörk. Þorsteinn Leó átti góðan leik.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Markvarslan var ekki góð í kvöld. Samanlagt aðeins 14 boltar varðir í leiknum. Hvað gerist næst? HK-ingar fara á Ásvelli næst og mæta Haukum, sem sitja í fjórða sæti deildarinnar eftir sannfærandi sigur á Gróttu í gær. Leikurinn hefst kl. 20:00 á föstudaginn. Afturelding fá hina nýliðana, í Víking, í heimsókn á fimmtudaginn kl. 20:15. Víkingur er enn án stiga það sem af er tímabils. Eiginlega eina sem ég er ánægður með eru þessi tvö stig Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar var sáttur með fátt annað en þau tvö stig sem sigurinn gaf. „Ánægður með tvö stig. Erum í sama basli og önnur lið. Eiginlega eina sem ég er ánægður með eru þessi tvö stig, það er ekkert mikið annað sem ég er ánægður með.“ Markverðir Aftureldingar hafa verið að verja lítið á tímabilinu og sama var upp á teningnum í kvöld. Gunnar Magnússon hefur þó fulla trú á þeim. „Við höfum bara fulla trú á þeim, ungir báðir og Andri að koma svona fyrst inn í þetta núna. Við þurfum að fá fleiri bolta varða, en það var ekkert um meiri markvörslu hinu megin, það er ekkert ástæðan.“ Tapaðir boltar hjá Aftureldingu fóru í taugarnar á Gunnari. „Það eru þessir töpuðu boltar. Ótrúlegt að vinna leik með 18 tapaða bolta, ákveðið afrek af mínu mati. Þetta er bara glórulaust, það er ekkert hægt að fegra það. Við erum að taka ferlegar ákvarðanir, komnir fimm mörkum yfir og þá tökum við slökustu ákvarðanirnar af þeim sem eru slakar og hleypum þeim inn í leikinn. Heppnir að lifa þetta af í lokinn. Þetta er svona þegar tæknifeilarnir koma alveg í röðum.“ Aðspurður um næsta leik Aftureldingar, sem er gegn Víking, hafði Gunnar þetta að segja. „Víkingur er með hörku lið eins og HK. Áttu ekki síður stig skilið gegn Fram eins og HK. Þessi frammistaða okkar dugir ekki gegn Víking, við verðum að spila betur. Fínt að fá leik strax aftur og gerum kröfu að við spilum betur. Sáttur með þessi tvö stig en við eigum nóg inni.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla HK Afturelding Íslenski handboltinn Handbolti
Í kvöld fór fram loka leikur fimmtu umferðar Olís-deildar karla þar sem HK fékk Aftureldingu í heimsókn. Leikurinn var æsispennandi allt til loka. Endaði hann með sigri Aftureldingar 30-28. HK byrjaði leikinn vel, komst í 3-0 á fyrstu sex mínútum leiksins. Afturelding saxaði jafnt og þétt á þá forystu og jafnaði loks á 13. mínútu, 6-6. Eftir það skiptust liðin á víxl að komast einu marki yfir út hálfleikinn. Mosfellingar enduðu ofan á þegar hálfleiks flautið gall, staðan 14-15 í hálfleik. Kristján Ottó var flottur í liði HK.Vísir/Vilhelm Kristján Ottó Hjálmsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK í seinni hálfleik og kom heimamönnum yfir, 18-17. Eftir það kom slæmur kafli hjá HK-ingum og Mosfellingar gengu á lagið og skoruðu hvert hraðaupphlaupsmarkið á fætur öðru. Skeytti það engu þó að Sebastian Alexandersson, þjálfari HK tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Afturelding var komið í fimm marka forystu, 20-25. HK fór þá á skrið og tókst að jafna leikinn 28-28 og mínúta eftir. Aftureldingu tókst þó að skora tvö mörk á lokamínútunni á meðan HK fékk skref dæmt á sig. Dýrmæt tvö stig fyrir Mosfellinga eftir rysjótta byrjun, en svekkjandi fyrir HK að fá ekkert út úr leiknum í sennilega best spilaða leik sínum á tímabilinu. Af hverju vann Afturelding? Ætli ekki einhver reynsla hafi riðið baggamuninn í kvöld fyrir Aftureldingu, í spennuleik. Voru yfirvegaðir í síðustu tveim sóknum sínum á meðan HK glutraði sinni sókn á sama tíma. Hverjir stóðu upp úr? Línumaður HK, Kristján Ottó Hjálmsson var með sjö mörk úr níu skotum og atkvæðamestur sinna manna. Hjá Aftureldingu voru Árni Bragi Eyjólfsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson atkvæðamestir annan leikinn í röð, báðir með sjö mörk. Þorsteinn Leó átti góðan leik.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Markvarslan var ekki góð í kvöld. Samanlagt aðeins 14 boltar varðir í leiknum. Hvað gerist næst? HK-ingar fara á Ásvelli næst og mæta Haukum, sem sitja í fjórða sæti deildarinnar eftir sannfærandi sigur á Gróttu í gær. Leikurinn hefst kl. 20:00 á föstudaginn. Afturelding fá hina nýliðana, í Víking, í heimsókn á fimmtudaginn kl. 20:15. Víkingur er enn án stiga það sem af er tímabils. Eiginlega eina sem ég er ánægður með eru þessi tvö stig Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar var sáttur með fátt annað en þau tvö stig sem sigurinn gaf. „Ánægður með tvö stig. Erum í sama basli og önnur lið. Eiginlega eina sem ég er ánægður með eru þessi tvö stig, það er ekkert mikið annað sem ég er ánægður með.“ Markverðir Aftureldingar hafa verið að verja lítið á tímabilinu og sama var upp á teningnum í kvöld. Gunnar Magnússon hefur þó fulla trú á þeim. „Við höfum bara fulla trú á þeim, ungir báðir og Andri að koma svona fyrst inn í þetta núna. Við þurfum að fá fleiri bolta varða, en það var ekkert um meiri markvörslu hinu megin, það er ekkert ástæðan.“ Tapaðir boltar hjá Aftureldingu fóru í taugarnar á Gunnari. „Það eru þessir töpuðu boltar. Ótrúlegt að vinna leik með 18 tapaða bolta, ákveðið afrek af mínu mati. Þetta er bara glórulaust, það er ekkert hægt að fegra það. Við erum að taka ferlegar ákvarðanir, komnir fimm mörkum yfir og þá tökum við slökustu ákvarðanirnar af þeim sem eru slakar og hleypum þeim inn í leikinn. Heppnir að lifa þetta af í lokinn. Þetta er svona þegar tæknifeilarnir koma alveg í röðum.“ Aðspurður um næsta leik Aftureldingar, sem er gegn Víking, hafði Gunnar þetta að segja. „Víkingur er með hörku lið eins og HK. Áttu ekki síður stig skilið gegn Fram eins og HK. Þessi frammistaða okkar dugir ekki gegn Víking, við verðum að spila betur. Fínt að fá leik strax aftur og gerum kröfu að við spilum betur. Sáttur með þessi tvö stig en við eigum nóg inni.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti