Lífið

183 fermetrar á 170 milljónir

Samúel Karl Ólason skrifar
Í skráningu hússins á Fasteignavefnum segir að öll eignin þarfnist endurbóta.
Í skráningu hússins á Fasteignavefnum segir að öll eignin þarfnist endurbóta. Já.is

183,4 fermetra hús á Seltjarnarnesi er til sölu fyrir 170 milljónir. Húsið er byggt árið 1973 og þar eru þrjú svefnherbergi, fjögur baðherbergi, bílskúr og þvottahús.

Um er að ræða einbýlishús á einni hæð við Lindarbraut. Fermetraverð hússins er um 927 þúsund krónur á hvern fermetra.

Bílskúr hússins er 45,6 fermetrar og hafa tvö baðherbergi verið gerð þar. Á Fasteignavefnum segir að þar sé hægt að gera íbúð með litlum tilkostnaði.

Skráningu hússins á Fasteignavefnum fylgja ekki myndir, aðrar en loftmyndir og upprunalegar teikningar, en þar stendur að öll eignin þarfnist endurbóta, garður sé í órækt og áhugasamir hvattir til ítarlegrar skoðunar.

Opið hús verður haldið í næstu viku.

313 fermetrar á 175 milljónir

Annað einbýlishús á Seltjarnarnesi sem skráð var á Fasteignavefinn í dag er verðlagt á 175 milljónir króna. Það er 313,5 fermetra hús við Sólbraut. Fermetraverð er um 558 þúsund krónur á hvern fermetra.

Þar eru sex svefnherbergi, tvö baðherbergi, 38 fermetra bílskúr og þvottahús. Í lýsingu hússins segir að sólpallur sé inn í miðju húsinu og að húsið sé á 1.064 fermetra hornlóð.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr því húsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×