Fullkomin byrjun West Ham heldur áfram

Issa Diop fagnar marki sínu í kvöld ásamt liðsfélögum sínum.
Issa Diop fagnar marki sínu í kvöld ásamt liðsfélögum sínum. Craig Mercer/MB Media/Getty Images

West Ham vann í kvöld öruggan 3-0 sigur gegn belgíska liðinu Genk í þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. West Ham hefur unnið alla þrjá leiki sína í H-riðli og á enn eftir að fá á sig mark.

Það stefndi allt í að markalaust yrði í hálfleik þar til að Craig Dawson kom heimamönnum í West Ham yfir í uppbótartíma eftir hornspyrnu.

Staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja, en Issa Diop tvöfaldaði forystu heimamanna þegar hann skallaði aukaspyrnu aaron Cresswell í netið á 57. mínútu.

Það tók Hamrana ekki nema um mínútu að bæta þriðja markinu við, en þar var á ferðinni Jarrod Bowen. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og West Ham fagnaði því 3-0 sigri.

West Ham er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í H-riðli Evrópudeildarinnar. Genk er hins vegar í fjórða og neðsta sæti riðilsins með þrjú stig. Þeir geta þó huggað sig við það að Dinamo Zagreb og Rapid Vín eru einnig með þrjú stig, og það er aðeins markatalan sem heldur þeim á botninum eins og stendur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira