Parkland-fjöldamorðinginn játar sekt Þorgils Jónsson skrifar 20. október 2021 16:02 Nikolas Cruz kom fyrir dóm í dag og játaði sig sekan um að hafa myrt sautján manns í miðskóla í Parkland í Flórída. Nikolas Cruz játaði í dag fyrir dómi að hafa myrt sautján manns og sært jafnmarga í miðskóla í Parkland í Flórída árið 2018. Hann baðst um leið afsökunar á gjörðum sínum. Cruz hafði ári áður verið rekinn úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum fyrir áralangar hótanir og ofbeldi þegar hann mætti einn daginn með AR-15 riffil og hóf skothríð sem lauk með því að fjórtán nemendur og þrír starfsmenn skólans lágu í valnum. Ódæðið vakti upp mikla umræðu um skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, en hafði – sem fyrr – lítil áhrif á stöðu þeirra mála. Mörg af skólasystkinum Cruz stigu fram sem baráttufólk fyrir hertri löggjöf. Cruz er nú fyrir dómi þar sem leitast er við að skera úr um sakhæfi hans. Verði hann álitinn sakhæfur verður málinu vísað til kviðdóms sem mun ákveða hvort hann verði dæmdur til lífstíðarfangelsis eða til dauða. Yfirlýsing hans um sekt er talin vera útspil verjenda til að sýna fram á að hann hafi tekið ábyrgð á eigin gerðum, í von um að sleppa við dauðadóm. Tugir aðstandenda fórnarlamba Cruz voru viðstödd réttarhaldið í dag. Margir hristu höfuð sitt eða felldu tár þegar Cruz lýsti yfir sekt sinni. Afsökunarbeiðnin féll almennt í grýttan jarðveg. „Í dag horfðum við upp á kaldrifjaðan og yfirvegaðan morðingja játa að hafa banað Ginu, dóttur minni og sextán öðrum saklausum fórnarlömbum í skólanum þeirra“, hefur AP eftir Tony Monalto, einum viðstaddra. „Játning hans er fyrsta skrefið í þessu ferli, en það mun ekkert breytast fyrir fjölskyldu mína. Klára, fallega dóttir okkar hún Gina, sem við elskuðum svo mikið, er horfin á braut á meðan morðingi hennar fær enn að njóta þess að lifa í fangelsi.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Cruz hafði ári áður verið rekinn úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum fyrir áralangar hótanir og ofbeldi þegar hann mætti einn daginn með AR-15 riffil og hóf skothríð sem lauk með því að fjórtán nemendur og þrír starfsmenn skólans lágu í valnum. Ódæðið vakti upp mikla umræðu um skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, en hafði – sem fyrr – lítil áhrif á stöðu þeirra mála. Mörg af skólasystkinum Cruz stigu fram sem baráttufólk fyrir hertri löggjöf. Cruz er nú fyrir dómi þar sem leitast er við að skera úr um sakhæfi hans. Verði hann álitinn sakhæfur verður málinu vísað til kviðdóms sem mun ákveða hvort hann verði dæmdur til lífstíðarfangelsis eða til dauða. Yfirlýsing hans um sekt er talin vera útspil verjenda til að sýna fram á að hann hafi tekið ábyrgð á eigin gerðum, í von um að sleppa við dauðadóm. Tugir aðstandenda fórnarlamba Cruz voru viðstödd réttarhaldið í dag. Margir hristu höfuð sitt eða felldu tár þegar Cruz lýsti yfir sekt sinni. Afsökunarbeiðnin féll almennt í grýttan jarðveg. „Í dag horfðum við upp á kaldrifjaðan og yfirvegaðan morðingja játa að hafa banað Ginu, dóttur minni og sextán öðrum saklausum fórnarlömbum í skólanum þeirra“, hefur AP eftir Tony Monalto, einum viðstaddra. „Játning hans er fyrsta skrefið í þessu ferli, en það mun ekkert breytast fyrir fjölskyldu mína. Klára, fallega dóttir okkar hún Gina, sem við elskuðum svo mikið, er horfin á braut á meðan morðingi hennar fær enn að njóta þess að lifa í fangelsi.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16