Sveigjanleg þjónusta fyrir fatlað fólk Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 18. október 2021 07:31 Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Í þessum anda eru einmitt nýjar reglur um stoð og stuðningsþjónustu við fatlað fólk auk þess sem við tökum að sjálfsögðu mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum segir meðal annars að skapa eigi fötluðu fólki skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Samvinna Helsta breytingin með nýjum reglum felst í því að við leggjum til hliðar gátlista sem gefa umsækjendum stig sem svo ákveða fjölda klukkustunda í stuðning og leggjum í staðin ríka áherslu á samvinnu við umsækjanda um það hvers konar stuðning hann þurfi á að halda. Þessi nálgun er talin geta mætt stuðningsþörfum umsækjenda betur og veitt meiri sveigjanleika og styðja þannig við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks, á heimili og í tómstundum. Einnig er lögð áhersla á að einfalda alla umsýslu varðandi bæði nýjar umsóknir og samþykktar umsóknir með stafrænum lausnum. Eyðum óvissu Í allri baraáttu fyrir auknu fjármagni er það hindrun að það fjármagn sem sveitarfélögum var lofað við yfirfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaga hefur ekki skilað sér að fullu. Það hamlar framþróun og þarna þarf einfaldlega að leysa málin. Ég skora á nýtt þing og nýja ríkisstjórn að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að sveitarfélög geti sannarlega staðið undir valdeflandi þjónustu sem gerir fötluðu fólki kleift að geta tekið þátt samfélaginu á eigin forsendum, tekið ákvarðanir og borið ábyrgð í eigin lífi rétt eins og við öll viljum. Framtíðin Ljóst er að meta þarf framtíðarfjárþörf vegna stuðnings- og stoðþjónustu. Samhliða samþykkt reglnanna í Reykjavík var fjárheimild velferðarsviðs aukin um 100 milljónir, meðal annars til að vinna á biðlistum og til að bæta við þjónustu á næturna. Mikið held ég samfélag okkar yrði betra ef við sameinuðumst um að setja sjálfsögð réttindi fólks í forgang. Ekki bara betra fyrir það fatlaða fólk sem þá fengi sjálfsagða þjónustu og þeirra nánustu, heldur okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Félagsmál Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Í þessum anda eru einmitt nýjar reglur um stoð og stuðningsþjónustu við fatlað fólk auk þess sem við tökum að sjálfsögðu mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum segir meðal annars að skapa eigi fötluðu fólki skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Samvinna Helsta breytingin með nýjum reglum felst í því að við leggjum til hliðar gátlista sem gefa umsækjendum stig sem svo ákveða fjölda klukkustunda í stuðning og leggjum í staðin ríka áherslu á samvinnu við umsækjanda um það hvers konar stuðning hann þurfi á að halda. Þessi nálgun er talin geta mætt stuðningsþörfum umsækjenda betur og veitt meiri sveigjanleika og styðja þannig við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks, á heimili og í tómstundum. Einnig er lögð áhersla á að einfalda alla umsýslu varðandi bæði nýjar umsóknir og samþykktar umsóknir með stafrænum lausnum. Eyðum óvissu Í allri baraáttu fyrir auknu fjármagni er það hindrun að það fjármagn sem sveitarfélögum var lofað við yfirfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaga hefur ekki skilað sér að fullu. Það hamlar framþróun og þarna þarf einfaldlega að leysa málin. Ég skora á nýtt þing og nýja ríkisstjórn að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að sveitarfélög geti sannarlega staðið undir valdeflandi þjónustu sem gerir fötluðu fólki kleift að geta tekið þátt samfélaginu á eigin forsendum, tekið ákvarðanir og borið ábyrgð í eigin lífi rétt eins og við öll viljum. Framtíðin Ljóst er að meta þarf framtíðarfjárþörf vegna stuðnings- og stoðþjónustu. Samhliða samþykkt reglnanna í Reykjavík var fjárheimild velferðarsviðs aukin um 100 milljónir, meðal annars til að vinna á biðlistum og til að bæta við þjónustu á næturna. Mikið held ég samfélag okkar yrði betra ef við sameinuðumst um að setja sjálfsögð réttindi fólks í forgang. Ekki bara betra fyrir það fatlaða fólk sem þá fengi sjálfsagða þjónustu og þeirra nánustu, heldur okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun