Chicago borg á körfuboltameistara á nýjan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 11:01 Candace Parker hleypur með boltann eftir lokaflautið og lið hennar Chicago Sky var orðið WNBA meistari. Getty/Stacy Revere Chicago hefur ekki eignast bandaríska meistara í körfuboltanum síðan að Michael Jordan yfirgaf Chicago Bulls í lok síðustu aldar. Það breyttist í nótt. Candace Parker ólst upp sem mikill aðdáandi Jordan og Bulls liðsins og snéri aftur „heim“ og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Chicago Sky liðið tryggði sér WNBA titilinn í gær, þann fyrsta í sögu félagsins, með sex stiga sigri í fjórða leiknum á móti Phoenix Mercury, 80-74. Sky vann einvígið 3-1. CHAMPIONS For the first time in franchise history, the @chicagosky are #WNBA champs!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/XxHAGlnW4D— WNBA (@WNBA) October 17, 2021 Phoenix Mercury var ellefu stigum yfir um tíma í leiknum og það leit út fyrir að Phoenix konur ætluðu að tryggja sér annan leik. Sky liðið var á öðru máli, vann síðustu fimm mínútur leiksins 15-2 og tryggði sér titilinn. Sky liðið vann bara helminginn af deildarleikjum sínum og var langt frá því að vera sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni. Liðið endaði í sjötta sæti í deildinni og hefur lið svo neðarlega í deildinni aldrei orðið áður WNBA meistari. Í úrslitakeppninni small allt saman og liðið sló bæði Dallas Wings og Minnesota Lynx þar sem spilaður var bara einn leikur og vann síðan 3-1 sigur á Connecticut Sun í undanúrslitunum. We did it. IN CHICAGO. FOR CHICAGO. pic.twitter.com/NhOHcgFND6— Chicago Sky (@chicagosky) October 17, 2021 Kahleah Copper var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna en hún fór fyrir liðinu í baráttu og var með 17,0 stig og 5,5 fráköst að meðaltali í lokaúrslitunum. Framlag leikstjórnandans, Courtney Vandersloot, var líka mikið en hún var með 10 stig, 15 stoðsendingar og 9 fráköst í síðasta leiknum. Tvær af bestu leikmönnum liðsins eru báðar frá Illinois en voru búnar að vera mislengi með Sky liðinu. Allie Quigley, sem spilaði um tíma með Helenu Sverrisdóttur í Evrópu, hefur verið með liðinu frá 2013 og skoraði 26 stig og fimm þrista í leiknum. Candace Parker and her daughter Lailaa pic.twitter.com/QbGWiDgAk2— ESPN (@espn) October 17, 2021 Hinn leikmaðurinn er Candace Parker, sem varð meistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Parker var með 16 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða og síðasta leiknum. Parker var mikill Chicago Bulls og Michael Jordan aðdáandi þegar hún var yngri. Þetta var fyrsti WNBA titilinn Chicago Sky og fyrsti körfuboltatitilinn í borginni síðan að Chicago Bulls vann sinn sjötta titil á átta tímabilum sumarið 1998. Parker er 35 ára gömul og hafði áður unnið titilinn með liði Los Angeles Sparks sem hún lék með í tólf ár. Hún hefur tvisvar sinnum verið valin mikilvægasti leikmaður deildarinnar og fékk þau verðlaun líka í úrslitaeinvíginu 2016. NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Chicago Sky liðið tryggði sér WNBA titilinn í gær, þann fyrsta í sögu félagsins, með sex stiga sigri í fjórða leiknum á móti Phoenix Mercury, 80-74. Sky vann einvígið 3-1. CHAMPIONS For the first time in franchise history, the @chicagosky are #WNBA champs!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/XxHAGlnW4D— WNBA (@WNBA) October 17, 2021 Phoenix Mercury var ellefu stigum yfir um tíma í leiknum og það leit út fyrir að Phoenix konur ætluðu að tryggja sér annan leik. Sky liðið var á öðru máli, vann síðustu fimm mínútur leiksins 15-2 og tryggði sér titilinn. Sky liðið vann bara helminginn af deildarleikjum sínum og var langt frá því að vera sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni. Liðið endaði í sjötta sæti í deildinni og hefur lið svo neðarlega í deildinni aldrei orðið áður WNBA meistari. Í úrslitakeppninni small allt saman og liðið sló bæði Dallas Wings og Minnesota Lynx þar sem spilaður var bara einn leikur og vann síðan 3-1 sigur á Connecticut Sun í undanúrslitunum. We did it. IN CHICAGO. FOR CHICAGO. pic.twitter.com/NhOHcgFND6— Chicago Sky (@chicagosky) October 17, 2021 Kahleah Copper var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna en hún fór fyrir liðinu í baráttu og var með 17,0 stig og 5,5 fráköst að meðaltali í lokaúrslitunum. Framlag leikstjórnandans, Courtney Vandersloot, var líka mikið en hún var með 10 stig, 15 stoðsendingar og 9 fráköst í síðasta leiknum. Tvær af bestu leikmönnum liðsins eru báðar frá Illinois en voru búnar að vera mislengi með Sky liðinu. Allie Quigley, sem spilaði um tíma með Helenu Sverrisdóttur í Evrópu, hefur verið með liðinu frá 2013 og skoraði 26 stig og fimm þrista í leiknum. Candace Parker and her daughter Lailaa pic.twitter.com/QbGWiDgAk2— ESPN (@espn) October 17, 2021 Hinn leikmaðurinn er Candace Parker, sem varð meistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Parker var með 16 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða og síðasta leiknum. Parker var mikill Chicago Bulls og Michael Jordan aðdáandi þegar hún var yngri. Þetta var fyrsti WNBA titilinn Chicago Sky og fyrsti körfuboltatitilinn í borginni síðan að Chicago Bulls vann sinn sjötta titil á átta tímabilum sumarið 1998. Parker er 35 ára gömul og hafði áður unnið titilinn með liði Los Angeles Sparks sem hún lék með í tólf ár. Hún hefur tvisvar sinnum verið valin mikilvægasti leikmaður deildarinnar og fékk þau verðlaun líka í úrslitaeinvíginu 2016.
NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum