Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2021 10:00 Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður frá Alaska var lengi eins og hrópandinn í eyðimörkinni þegar hún reyndi að vekja athygli á ma´lefnum norðurslóða og loftslagsbreytingunum. Stöð 2/Egill Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Murkowski, David Balton nýskipaðan framkvæmdastjóra stýrihóps Hvíta Hússins í norðurslóðamálum og Ólaf Ragnar Grímsson formann Hrinigborðs norðurslóða, Arctic Circle á þingi þess í Hörpu um baráttuna gegn loftslagsbreytingunum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hleypti nýju lífi í stýrihópinn eftir að hann tók við völdum. Balton segir átján stofnanir og deildir bandarísku stjórnsýslunnar koma að málefnum norðurslóða. Honum sé ætlað að samhæfa störf allra þessarra aðila því Biden stjórnin hafi mikinn áhuga á málefnum norðuslóða og loftlagsbreytingunum. Frá vinstri: David Balton, Lisa Murkowski, Ólafur Ragnar Grímsson, Heimir Már Pétursson.Stöð 2/Egill Murkowski segir frá því í viðtalinu hvernig málflutningur hennar hafi verið afgreiddur sem pólitískt pot fyrir hennar ríki Alaska þegar hún reyndi fyrst að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Þá hafi margir samflokksmanna hennar hreinlega ekki trúað að loftslagsbreytingarnar væru raunverulegar eða ekki viljað ræða þær því þá þyrftu þeir að viðurkenna vandann. Ólafur Ragnar lýsti mikilli ánægju með að stjórnvöld í Bandaríkjunum kæmu nú af miklum krafti að málaflokknum. Hann hælir Murkowski fyrir þolgæði hennar en hún hefur mætt á öll þing Hringborðs norðurslóða frá upphafi árið 2013 og einnig ráðstefnur samtakanna í öðrum löndum. Hann sagðist vænta mikils af störfum Baltons en hann hefur í fyrri störfum sínum einnig oft mætt á Hringborðið. Viðtal Heimis Más er mjög upplýsindi um hvað er að gerast í málefnum norðurslóða í Bandaríkjunum og samskiptum Bandaríkjamanna við umheiminn í þeim efnum. Norðurslóðir Bandaríkin Ólafur Ragnar Grímsson Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Murkowski, David Balton nýskipaðan framkvæmdastjóra stýrihóps Hvíta Hússins í norðurslóðamálum og Ólaf Ragnar Grímsson formann Hrinigborðs norðurslóða, Arctic Circle á þingi þess í Hörpu um baráttuna gegn loftslagsbreytingunum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hleypti nýju lífi í stýrihópinn eftir að hann tók við völdum. Balton segir átján stofnanir og deildir bandarísku stjórnsýslunnar koma að málefnum norðurslóða. Honum sé ætlað að samhæfa störf allra þessarra aðila því Biden stjórnin hafi mikinn áhuga á málefnum norðuslóða og loftlagsbreytingunum. Frá vinstri: David Balton, Lisa Murkowski, Ólafur Ragnar Grímsson, Heimir Már Pétursson.Stöð 2/Egill Murkowski segir frá því í viðtalinu hvernig málflutningur hennar hafi verið afgreiddur sem pólitískt pot fyrir hennar ríki Alaska þegar hún reyndi fyrst að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Þá hafi margir samflokksmanna hennar hreinlega ekki trúað að loftslagsbreytingarnar væru raunverulegar eða ekki viljað ræða þær því þá þyrftu þeir að viðurkenna vandann. Ólafur Ragnar lýsti mikilli ánægju með að stjórnvöld í Bandaríkjunum kæmu nú af miklum krafti að málaflokknum. Hann hælir Murkowski fyrir þolgæði hennar en hún hefur mætt á öll þing Hringborðs norðurslóða frá upphafi árið 2013 og einnig ráðstefnur samtakanna í öðrum löndum. Hann sagðist vænta mikils af störfum Baltons en hann hefur í fyrri störfum sínum einnig oft mætt á Hringborðið. Viðtal Heimis Más er mjög upplýsindi um hvað er að gerast í málefnum norðurslóða í Bandaríkjunum og samskiptum Bandaríkjamanna við umheiminn í þeim efnum.
Norðurslóðir Bandaríkin Ólafur Ragnar Grímsson Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20
Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35
Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41