Allar forsendur fyrir tilslökunum í næstu viku Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 15. október 2021 14:14 Þórólfur Guðnason hefur setið margan blaðamannafundinn undanfarin tvö ár. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allar forsendur til staðar til að halda áfram í tilslökunum hér á landi. Hann fundaði með stjórnendum Landspítalans í dag. „Þetta var óformlegur fundur sem ég bað um til að fá að heyra í stjórnendum spítalans, hvernig þeim litist á framhaldið. Ráðuneytið er í formlegra sambandi við spítalann. Þá er nauðsynlegt fyrir mig að fá hugmyndir um hvernig staðan væri. Það fer að huga að því að ég þarf að koma með tillögur til ráðherra,“ segir Þórólfur. Hann segir best að fulltrúar Landspítalans svari spurningunni hvernig staðan á spítalanum sé. Staðan á spítalanum góð „Ég veit að þeir eru að útbúa minnisblað til ráðuneytisns um stöðuna, tölulegar upplýsingar og svo framvegis. Auðvitað eru menn ánægðir með stöðuna hvað Covid varðar, eins og hún er. Það eru þrír inniliggjandi núna og enginn á gjörgæslu. Það er mjög ánægjulegt þannig að við þurfum bara að horfa á það.“ Takmarkanir innanlands voru framlengdar um tvær vikur þann 5. október síðastliðinn og renna út 20. október. „Það verður að koma í ljós hvað ég legg til við ráðherra. Ég held að staðan sé bara nokkuð góð. Við erum með nokkuð stöðugan fjölda af daglegum tilfellum. Það voru reyndar óvenjulega margir í gær, um sextíu manns sem greindust. Vonandi fer það ekkert að skila sér í meiri veikindum inn á spítalanum,“ segir Þórólfur. „Stærsti hópurinn þarna eru börn og þau veikjast sem betur fer ekki alvarlega. Við þurfum að líta til þess og ég þarf að taka alla þessa þætti inn í mínar tillögur.“ Engin rök fyrir hörðum takmörkunum Stjórnendur spítalans hafi ekki lýst yfir neinum skoðunum á tilslökunum eða þannig. „Við höfum verið með þessar takmarkanir í gangi út af stöðunni á spítalanum. Við þurfum að vera með það í huga líka þegar við erum að hugsa um tilslakanir.“ Hann segir engin rök fyrir hörðum takmörkunum núna. „Nákvæmlega eins og ég hef sagt áður. Ég lagði til þessar takmarkanir út af stöðunni á spítalanum. Staðan á spítalnum er betri og þá eru allar forsendur til að halda áfram í tilslökunum.“ Endanleg ákvörðun sé þó hjá ráðherra. Heilbrigðis- og forsætisráðherra skiluðu sóttvarnalækni minnisblaði fyrr í vikunni þar sem lagt er til að slakað verði enn frekar á takmörkunum. „Ég þreytist ekki á að minna á hvað gerðist hjá okkur, þegar við fyrst Norðurlanda afnámum allt. Gerðum það mánaðamótin júní júlí. Menn gleyma því svolítið. Auðvitað þurfum við að hafa það í huga og læra af því.“ Þá hefur Þórólfur nefnt það að í aðgerðum innanlands muni mestu um að skemmtistaðir séu ekki opnir langt fram á nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Þetta var óformlegur fundur sem ég bað um til að fá að heyra í stjórnendum spítalans, hvernig þeim litist á framhaldið. Ráðuneytið er í formlegra sambandi við spítalann. Þá er nauðsynlegt fyrir mig að fá hugmyndir um hvernig staðan væri. Það fer að huga að því að ég þarf að koma með tillögur til ráðherra,“ segir Þórólfur. Hann segir best að fulltrúar Landspítalans svari spurningunni hvernig staðan á spítalanum sé. Staðan á spítalanum góð „Ég veit að þeir eru að útbúa minnisblað til ráðuneytisns um stöðuna, tölulegar upplýsingar og svo framvegis. Auðvitað eru menn ánægðir með stöðuna hvað Covid varðar, eins og hún er. Það eru þrír inniliggjandi núna og enginn á gjörgæslu. Það er mjög ánægjulegt þannig að við þurfum bara að horfa á það.“ Takmarkanir innanlands voru framlengdar um tvær vikur þann 5. október síðastliðinn og renna út 20. október. „Það verður að koma í ljós hvað ég legg til við ráðherra. Ég held að staðan sé bara nokkuð góð. Við erum með nokkuð stöðugan fjölda af daglegum tilfellum. Það voru reyndar óvenjulega margir í gær, um sextíu manns sem greindust. Vonandi fer það ekkert að skila sér í meiri veikindum inn á spítalanum,“ segir Þórólfur. „Stærsti hópurinn þarna eru börn og þau veikjast sem betur fer ekki alvarlega. Við þurfum að líta til þess og ég þarf að taka alla þessa þætti inn í mínar tillögur.“ Engin rök fyrir hörðum takmörkunum Stjórnendur spítalans hafi ekki lýst yfir neinum skoðunum á tilslökunum eða þannig. „Við höfum verið með þessar takmarkanir í gangi út af stöðunni á spítalanum. Við þurfum að vera með það í huga líka þegar við erum að hugsa um tilslakanir.“ Hann segir engin rök fyrir hörðum takmörkunum núna. „Nákvæmlega eins og ég hef sagt áður. Ég lagði til þessar takmarkanir út af stöðunni á spítalanum. Staðan á spítalnum er betri og þá eru allar forsendur til að halda áfram í tilslökunum.“ Endanleg ákvörðun sé þó hjá ráðherra. Heilbrigðis- og forsætisráðherra skiluðu sóttvarnalækni minnisblaði fyrr í vikunni þar sem lagt er til að slakað verði enn frekar á takmörkunum. „Ég þreytist ekki á að minna á hvað gerðist hjá okkur, þegar við fyrst Norðurlanda afnámum allt. Gerðum það mánaðamótin júní júlí. Menn gleyma því svolítið. Auðvitað þurfum við að hafa það í huga og læra af því.“ Þá hefur Þórólfur nefnt það að í aðgerðum innanlands muni mestu um að skemmtistaðir séu ekki opnir langt fram á nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent