Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2021 12:10 Verð á kjötvöru hækkaði einnig töluvert í meirihluta verslana. Vísir/Vilhelm Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. Vörukarfan lækkaði einungis í Hagkaup, eða um 0,6% og stóð í stað í Nettó. Mjólkurvörur, ostar og egg hækkuðu nokkuð mikið í öllum verslunum eða á bilinu 3,1 til 8,4%. Verð á kjötvöru hækkaði einnig töluvert í meirihluta verslana. Verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði í mörgum verslunum og eins verð á sykri, súkkulaði og annarri matvöru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) en vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þegar litið er til lágvöruverðsverslana má sjá að vörukarfan hækkaði minnst í Krónunni, 0,8% en mest í Bónus, 1,8% á meðan hún stóð í stað í Nettó, líkt og áður segir. Verð hækkaði í öllum vöruflokkum í Heimkaup nema í flokknum „önnur matvara“ sem lækkaði um 0,6%. Sá flokkur samanstendur af fiski, fitu og olíum, dósamat og þurrvöru. Mest hækkaði verð á grænmeti og ávöxtum í Heimkaup, 6,1% en verð á drykkjarvöru, kjötvöru og brauð- og kornvöru hækkaði á bilinu 4 til 5% í versluninni. Verð hækkaði einnig í öllum vöruflokkum nema einum í Bónus en þar er það flokkur grænmetis og ávaxta sem lækkaði í verði á tímabilinu um 4,8%. Hækkun á verði mjólkur til bænda hafði áhrif Verð á mjólkurvörum, ostum og eggjum hækkaði nokkuð mikið á tímabilinu og í öllum verslunum. Mest hækkaði vöruflokkurinn í Iceland, 8,4% en minnst í Kjörbúðinni, 3,1%. Næst mest hækkaði vöruflokkurinn í Krónunni, 7,2% en þar á eftir kemur Bónus með 6,1% hækkun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en þess má geta að verðlagsnefnd búvara tók ákvörðun fyrr á árinu um hækkun á lágmarksverði mjólkur til bænda um 3,77% og tók hækkunin gildi þann 1. apríl 2021. Kjötvara hækkaði í verði í sex verslunum af átta og voru verðhækkanirnar á bilinu 1 til 5%. Mest hækkaði verð á kjötvöru í Kjörbúðinni, 5% og næst mest í Bónus, 4,9%. Mest lækkaði verð á kjötvöru í Krónunni, 3,2% og næst mest í Krambúðinni, 2,4%. Auk grænmetis og ávaxta er kjötvara vöruflokkur sem getur sveiflast töluvert í verði. Verðkannanir á vörukörfunni voru gerðar 20. til 30. mars 2021 og 25. september til 3. október 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og við samsetninguna voru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar sem notaðar eru til útreiknings á vísitölu neysluverðs. Vogirnar segja til um hversu stór hluti tilteknir vöruflokkar eru af neyslukörfu meðal heimilis. Verðbreytingar voru skoðaðar í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland, Heimkaup og Krambúðinni. Nánar er fjallað um niðurstöðurnar á vef ASÍ. Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Verslun Landbúnaður Tengdar fréttir Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. 8. apríl 2021 17:14 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Vörukarfan lækkaði einungis í Hagkaup, eða um 0,6% og stóð í stað í Nettó. Mjólkurvörur, ostar og egg hækkuðu nokkuð mikið í öllum verslunum eða á bilinu 3,1 til 8,4%. Verð á kjötvöru hækkaði einnig töluvert í meirihluta verslana. Verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði í mörgum verslunum og eins verð á sykri, súkkulaði og annarri matvöru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) en vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þegar litið er til lágvöruverðsverslana má sjá að vörukarfan hækkaði minnst í Krónunni, 0,8% en mest í Bónus, 1,8% á meðan hún stóð í stað í Nettó, líkt og áður segir. Verð hækkaði í öllum vöruflokkum í Heimkaup nema í flokknum „önnur matvara“ sem lækkaði um 0,6%. Sá flokkur samanstendur af fiski, fitu og olíum, dósamat og þurrvöru. Mest hækkaði verð á grænmeti og ávöxtum í Heimkaup, 6,1% en verð á drykkjarvöru, kjötvöru og brauð- og kornvöru hækkaði á bilinu 4 til 5% í versluninni. Verð hækkaði einnig í öllum vöruflokkum nema einum í Bónus en þar er það flokkur grænmetis og ávaxta sem lækkaði í verði á tímabilinu um 4,8%. Hækkun á verði mjólkur til bænda hafði áhrif Verð á mjólkurvörum, ostum og eggjum hækkaði nokkuð mikið á tímabilinu og í öllum verslunum. Mest hækkaði vöruflokkurinn í Iceland, 8,4% en minnst í Kjörbúðinni, 3,1%. Næst mest hækkaði vöruflokkurinn í Krónunni, 7,2% en þar á eftir kemur Bónus með 6,1% hækkun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en þess má geta að verðlagsnefnd búvara tók ákvörðun fyrr á árinu um hækkun á lágmarksverði mjólkur til bænda um 3,77% og tók hækkunin gildi þann 1. apríl 2021. Kjötvara hækkaði í verði í sex verslunum af átta og voru verðhækkanirnar á bilinu 1 til 5%. Mest hækkaði verð á kjötvöru í Kjörbúðinni, 5% og næst mest í Bónus, 4,9%. Mest lækkaði verð á kjötvöru í Krónunni, 3,2% og næst mest í Krambúðinni, 2,4%. Auk grænmetis og ávaxta er kjötvara vöruflokkur sem getur sveiflast töluvert í verði. Verðkannanir á vörukörfunni voru gerðar 20. til 30. mars 2021 og 25. september til 3. október 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og við samsetninguna voru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar sem notaðar eru til útreiknings á vísitölu neysluverðs. Vogirnar segja til um hversu stór hluti tilteknir vöruflokkar eru af neyslukörfu meðal heimilis. Verðbreytingar voru skoðaðar í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland, Heimkaup og Krambúðinni. Nánar er fjallað um niðurstöðurnar á vef ASÍ.
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Verslun Landbúnaður Tengdar fréttir Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. 8. apríl 2021 17:14 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. 8. apríl 2021 17:14