Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 14:33 Bandaríska þinghúsið. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta öldungadeildarinnar á næsta ári. Vísir/EPA Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. Hreyfingin um endurnýjun Bandaríkjanna (RAM) var stofnuð af hófsömum repúblikönum skömmu eftir að æstur hópur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið og reyndi að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta í janúar. Hópurinn hefur nú gefið upp alla von um að Repúblikanaflokkur þeirra losi sig úr hreðjataki Trump og stoðlausra samsæriskenninga hans um að hann hafi verið fórnarlamb stórfelldra kosningasvik. Því ætlar hópurinn að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að repúblikanar nái aftur meirihluta á Bandaríkjaþingi í kosningum á næsta ári. Demókratar eru mun nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og flokkarnir tveir eru með jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni. Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni. Þeir ætla þó ekki aðeins að styðja demókrata í kröppum dansi heldur einnig fámennan hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem andæfði Trump, þar á meðal Liz Cheney sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðildar hans að árásinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Repúblikanar spörkuðu Cheney úr forystusveit sinni í fulltrúadeildinni fyrir vikið. Flestir kjörnir fulltrúar flokksins hafa tekið trú Trump á að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í fyrra. „Í ljósi vaxandi ógnar við lýðræðið og stjórnarskrána okkar þurfum við á fólki að halda sem vinnur gagngert að því að leiða flokk sinn og landið frá pólitískum öfgum,“ segir Joel Searby, einn stjórnenda RAM við Reuters. Kosið er um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni í kosningunum sem fara fram 8. nóvember á næsta ári. Algengt er að flokkur forsetans tapi þingsætum í kosningum á miðju kjörtímabili. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Hreyfingin um endurnýjun Bandaríkjanna (RAM) var stofnuð af hófsömum repúblikönum skömmu eftir að æstur hópur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið og reyndi að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta í janúar. Hópurinn hefur nú gefið upp alla von um að Repúblikanaflokkur þeirra losi sig úr hreðjataki Trump og stoðlausra samsæriskenninga hans um að hann hafi verið fórnarlamb stórfelldra kosningasvik. Því ætlar hópurinn að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að repúblikanar nái aftur meirihluta á Bandaríkjaþingi í kosningum á næsta ári. Demókratar eru mun nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og flokkarnir tveir eru með jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni. Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni. Þeir ætla þó ekki aðeins að styðja demókrata í kröppum dansi heldur einnig fámennan hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem andæfði Trump, þar á meðal Liz Cheney sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðildar hans að árásinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Repúblikanar spörkuðu Cheney úr forystusveit sinni í fulltrúadeildinni fyrir vikið. Flestir kjörnir fulltrúar flokksins hafa tekið trú Trump á að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í fyrra. „Í ljósi vaxandi ógnar við lýðræðið og stjórnarskrána okkar þurfum við á fólki að halda sem vinnur gagngert að því að leiða flokk sinn og landið frá pólitískum öfgum,“ segir Joel Searby, einn stjórnenda RAM við Reuters. Kosið er um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni í kosningunum sem fara fram 8. nóvember á næsta ári. Algengt er að flokkur forsetans tapi þingsætum í kosningum á miðju kjörtímabili.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira