Hænur sem dást að úlfum Gunnar Smári Egilsson skrifar 14. október 2021 14:01 Arionbanki og Íslandsbanki hafa sent frá sér tilkynningu um afkomu síðasta ársfjórðungs, um 15,8 milljarða króna í hreinan hagnað samanlagt. Landsbankinn er ekki skráður í kauphöll og þarf ekki að senda frá sér svona tilkynningu. En miðað við afkomu bankans á fyrri helming ársins getum við gert ráð fyrir að samanlagður hagnaður bankanna þriggja á þriðja ársfjórðungi hafi verið um 20 milljarðar króna. Og að hagnaður bankanna á fyrstu níu mánuðum ársins sé nálægt 50 milljörðum; að það stefni í að hagnaður ársins 2021 í bönkunum þremur verði um 65-75 milljarðar króna. Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári. Sjúkdómseinkenni óeðlilegs kerfis Þetta er náttúrlega svo ruglað að í eðlilegu samfélagi væru komnir í gang nokkrir aðgerðarhópar til að stöðva bankanna. Bankar búa ekki til nein verðmæti. Hagnaður þeirra er sóttur til þeirra sem búa til verðmæti; launafólks og rekstrarfyrirtækja. Ofurhagnaður banka er sjúkdómseinkenni. Óeðlilegur hagnaður bankakerfisins hefur kallað á stjórnvaldsaðgerðir í öðrum löndum. En það gerist ekki hér. Hérlendis er sagt frá ógnargróða bankanna eins og væru þær gleðifréttir en ekki merki um fullkomlega sjúklegt samfélag. Fjármálavæddur spilavítiskapítalismi Það er eitt af helstu sjúkdómseinkennum fjármálavædds kapítalisma að arður af atvinnustarfsemi flyst frá launafólki til eigenda fyrirtækja og frá eigendur rekstrarfyrritækja til fjármálafyrirtækja og þaðan til eigenda þeirra. Við þessa tilfærslu arðs verður mikil tilfærsla valda. Völd launafólks minnka og síðan völd þeirra sem stýra eða eiga rekstrarfyrirtæki, atvinnustarfsemi sem framleiðir vöru og þjónustu. En völd og áhrif fjármálaheimsins aukast. Og auðvitað mest þeirra sem fara með mikil völd innan hans. Og smátt og smátt fer atvinnulífið, raunhagkerfið með launafólki og fyrirtækjum, að þjóna fjármálakerfinu. Kenningin er að þetta eigi að vera öfugt; að fjármálakerfið eigi að þjóna almenningi og atvinnulífinu. En sú er ekki raunin eftir fjármálavæðingu atvinnu- og efnahagslífs. Þá beinir kerfið öllum arði og ávinningi inn í fjármálakerfið. Aflið í samfélaginu skreppur saman Afleiðingin er að framleiðsla dregst saman og meginkraftar samfélagsins hringast kringum umsýslu með gamlar eignir. Við missum sjónar af verðmæti þess að framleiða vöru eða þjónustu, mæta eftirspurn eða uppfylla væntingar, en eyðum allri orkunni í að pakka eignum og skuldum saman aftur og aftur, selja og kaupa þær aftur og aftur, sameina fyrirtæki og endurselja, endurfjármagna, setja á markað og taka af markaði, sýsla linnulaust með sama draslið. Við búum í þannig samfélagi. Bankarnir eru helstu gerendur atvinnulífsins og hafa staðið fyrir gríðarlegri samþjöppun með sameiningu fyrirtækja og uppkaupum sem leiða til minnkandi samkeppni, lakari þjónustu og minnandi þrótt raunhagkerfsins. En fjármálakerfið tútnar út. Og í stað þess að þjóna almenningi lifir fjármálakerfið á fólki, sýgur til sín arðinn af vinnu þess, nær að kroppa þóknun og vexti af nánast hverri hreyfingu þess innan hagkerfisins. Kapítalismi er illur, fjármálavæddur kapítalismi er banvænn Á nýfrjálshyggjutímanum, frá 1991 til 2021, hefur landsframleiðsla á mann aukist um 50,7% á Íslandi eða um 1,4% á ári að meðaltali. Þetta er tímabil fjármálavædds kapítalisma, tímabil þar sem því var haldið fram að skattalækkanir til hinna ríku, minna regluverk í kringum fjármála- og atvinnulíf og aukin völd hins svokallaða markaðar myndu skapa auð og velsæld fyrir alla. Þetta er tímabil sem einkennist af einkavæðingu og tilflutningi valda, auðs, eigna og auðlinda frá almenningi og lýðræðisvettvanginum til hinna fáu og ríku. Á jafn löngu tímabili fyrir þennan tíma, frá 1961-1991, jókst landsframleiðsla um 162,8% á Íslandi eða um 3,4% á ári að meðaltali. Við fjármálavæðingu efnahags- og atvinnulífs skrapp afl efnahagslífsins saman um 2/3. Með því að fela fjármálakerfinu yfirumsjón með öllum hlutum keyrum við samfélagið áfram á þriðjungsafli. Ef íslenska hagkerfið hefði vaxið jafn mikið frá 1991-2021 og það gerði þrjátíu árin á undan væri landsframleiðslan í dag 5230 milljarðar króna en ekki 3000. Það má því segja að hagkerfið sé um 2/3 af því sem það ætti að vera, vegna fjármálavæðingarinnar. Og ef þið haldið að hagvöxtur sé ekki góð viðmiðun þá getið þið ímyndað ykkur umbreytingar samfélagsins frá 1961 til 1991; uppbyggingu mennta- og heilbrigðiskerfis; vega, hafna og flugvalla; húsnæðis-, orku- og fjarskiptakerfa; aukin réttindi verkafólks, kvenna, fatlaðra, aldraðra, barna og flestra hópa samfélagsins. Hverju hefur þú tapað? Frá árinu 2009 fram á mitt þetta ár hefur hagnaður bankanna þriggja verið um 857 milljarðar króna á núvirði. Þetta er hagnaður að frádregnum skattgreiðslum bankanna. Ef við bætum þeim við þá hefur hagnaður bankanna fyrir skattgreiðslur verið um 1.148 milljarðar króna. Það er upphæðin sem bankakerfið, eða stærsti hluti þess, dregur upp úr samfélaginu. Þetta eru 3,1 m.kr. á hvert mannsbarn á tólf og hálfu ári, tæplega 250 þús. kr. á ári eða um milljón árlega á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Ef við berum þetta saman við landsframleiðslu þá draga bankarnir til sín um 3,3% af framleiðslunni sem hagnað eða þrítugustu hverja krónu sem veltist um hagkerfið. 1/4 af þeim rennur til ríkisins sem tekjuskattur og sérstakur bankaskattur en 3/4 verða eftir í bankakerfinu sem hagnaður, sem að stóru leyti er greiddur út til eigenda. Þú og fjölskylda þín tapa því ekki bara vegna skertrar landsframleiðslu vegna fjármálavæðingar efnahagslífsins, þið búið í aflminna samfélagi; heldur tapið þið persónulega um milljón á ári vegna ógnarstærðar og ógnargróða bankakerfisins. Hluta af þessari upphæð fengjuð þið í formi lægri vaxta og gjalda, en hluta í formi lægra vöruverðs, húsnæðisverðs og verðs á þjónustu. Drepum úlfinn Ef íslensk stjórnmál myndu snúast um raunveruleg samfélagsmál ættum við að ræða þetta ástand alla daga. Fréttatímarnir væru uppfullar af fréttum að stórkostlegum skaða sem bankakerfið veldur samfélaginu. Umræðuþættirnir væru fullir af reynslusögum fólks af djöfulgangi bankafólksins, okri þess og óbilgirni við að flytja eignir frá þeim sem verr standa til þeirra sem best standa. Við værum að ræða ábyrgð bankakerfisins og þeirra sem því stjórna; ekki bara bankastjóra heldur fjármálaráðherra, Seðlabankastjóra og annarra áhrifamanna; á svívirðilegu húsnæðisverði, yfirgangi örfárra risa-verktakafyrirtækja og þjáningu fólks á leigumarkaði. Við værum af ábyrgð að ræða hvernig samfélag við viljum byggja upp fyrir okkur sjálf og börnin okkar. En við gerum ekkert af þessu. Við látum ógnargróða og ofurvald bankanna yfir okkur ganga. Segjum jafnvel fréttir af fullkomlega óeðlilegu ástandi eins og það sé normalt. Við höfum aðlagað okkur að þjófræðinu. Stundum má jafnvel ætla að þjóðin trúi því að hún hafi það betra eftir því sem hún er rænd meira og oftar; að hún hafi það betra eftir því sem þjófarnir ná undir sig meiri auð, fleiri eignum og sterkari völdum. Við erum hænur sem dást að úlfum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Íslenskir bankar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Arionbanki og Íslandsbanki hafa sent frá sér tilkynningu um afkomu síðasta ársfjórðungs, um 15,8 milljarða króna í hreinan hagnað samanlagt. Landsbankinn er ekki skráður í kauphöll og þarf ekki að senda frá sér svona tilkynningu. En miðað við afkomu bankans á fyrri helming ársins getum við gert ráð fyrir að samanlagður hagnaður bankanna þriggja á þriðja ársfjórðungi hafi verið um 20 milljarðar króna. Og að hagnaður bankanna á fyrstu níu mánuðum ársins sé nálægt 50 milljörðum; að það stefni í að hagnaður ársins 2021 í bönkunum þremur verði um 65-75 milljarðar króna. Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári. Sjúkdómseinkenni óeðlilegs kerfis Þetta er náttúrlega svo ruglað að í eðlilegu samfélagi væru komnir í gang nokkrir aðgerðarhópar til að stöðva bankanna. Bankar búa ekki til nein verðmæti. Hagnaður þeirra er sóttur til þeirra sem búa til verðmæti; launafólks og rekstrarfyrirtækja. Ofurhagnaður banka er sjúkdómseinkenni. Óeðlilegur hagnaður bankakerfisins hefur kallað á stjórnvaldsaðgerðir í öðrum löndum. En það gerist ekki hér. Hérlendis er sagt frá ógnargróða bankanna eins og væru þær gleðifréttir en ekki merki um fullkomlega sjúklegt samfélag. Fjármálavæddur spilavítiskapítalismi Það er eitt af helstu sjúkdómseinkennum fjármálavædds kapítalisma að arður af atvinnustarfsemi flyst frá launafólki til eigenda fyrirtækja og frá eigendur rekstrarfyrritækja til fjármálafyrirtækja og þaðan til eigenda þeirra. Við þessa tilfærslu arðs verður mikil tilfærsla valda. Völd launafólks minnka og síðan völd þeirra sem stýra eða eiga rekstrarfyrirtæki, atvinnustarfsemi sem framleiðir vöru og þjónustu. En völd og áhrif fjármálaheimsins aukast. Og auðvitað mest þeirra sem fara með mikil völd innan hans. Og smátt og smátt fer atvinnulífið, raunhagkerfið með launafólki og fyrirtækjum, að þjóna fjármálakerfinu. Kenningin er að þetta eigi að vera öfugt; að fjármálakerfið eigi að þjóna almenningi og atvinnulífinu. En sú er ekki raunin eftir fjármálavæðingu atvinnu- og efnahagslífs. Þá beinir kerfið öllum arði og ávinningi inn í fjármálakerfið. Aflið í samfélaginu skreppur saman Afleiðingin er að framleiðsla dregst saman og meginkraftar samfélagsins hringast kringum umsýslu með gamlar eignir. Við missum sjónar af verðmæti þess að framleiða vöru eða þjónustu, mæta eftirspurn eða uppfylla væntingar, en eyðum allri orkunni í að pakka eignum og skuldum saman aftur og aftur, selja og kaupa þær aftur og aftur, sameina fyrirtæki og endurselja, endurfjármagna, setja á markað og taka af markaði, sýsla linnulaust með sama draslið. Við búum í þannig samfélagi. Bankarnir eru helstu gerendur atvinnulífsins og hafa staðið fyrir gríðarlegri samþjöppun með sameiningu fyrirtækja og uppkaupum sem leiða til minnkandi samkeppni, lakari þjónustu og minnandi þrótt raunhagkerfsins. En fjármálakerfið tútnar út. Og í stað þess að þjóna almenningi lifir fjármálakerfið á fólki, sýgur til sín arðinn af vinnu þess, nær að kroppa þóknun og vexti af nánast hverri hreyfingu þess innan hagkerfisins. Kapítalismi er illur, fjármálavæddur kapítalismi er banvænn Á nýfrjálshyggjutímanum, frá 1991 til 2021, hefur landsframleiðsla á mann aukist um 50,7% á Íslandi eða um 1,4% á ári að meðaltali. Þetta er tímabil fjármálavædds kapítalisma, tímabil þar sem því var haldið fram að skattalækkanir til hinna ríku, minna regluverk í kringum fjármála- og atvinnulíf og aukin völd hins svokallaða markaðar myndu skapa auð og velsæld fyrir alla. Þetta er tímabil sem einkennist af einkavæðingu og tilflutningi valda, auðs, eigna og auðlinda frá almenningi og lýðræðisvettvanginum til hinna fáu og ríku. Á jafn löngu tímabili fyrir þennan tíma, frá 1961-1991, jókst landsframleiðsla um 162,8% á Íslandi eða um 3,4% á ári að meðaltali. Við fjármálavæðingu efnahags- og atvinnulífs skrapp afl efnahagslífsins saman um 2/3. Með því að fela fjármálakerfinu yfirumsjón með öllum hlutum keyrum við samfélagið áfram á þriðjungsafli. Ef íslenska hagkerfið hefði vaxið jafn mikið frá 1991-2021 og það gerði þrjátíu árin á undan væri landsframleiðslan í dag 5230 milljarðar króna en ekki 3000. Það má því segja að hagkerfið sé um 2/3 af því sem það ætti að vera, vegna fjármálavæðingarinnar. Og ef þið haldið að hagvöxtur sé ekki góð viðmiðun þá getið þið ímyndað ykkur umbreytingar samfélagsins frá 1961 til 1991; uppbyggingu mennta- og heilbrigðiskerfis; vega, hafna og flugvalla; húsnæðis-, orku- og fjarskiptakerfa; aukin réttindi verkafólks, kvenna, fatlaðra, aldraðra, barna og flestra hópa samfélagsins. Hverju hefur þú tapað? Frá árinu 2009 fram á mitt þetta ár hefur hagnaður bankanna þriggja verið um 857 milljarðar króna á núvirði. Þetta er hagnaður að frádregnum skattgreiðslum bankanna. Ef við bætum þeim við þá hefur hagnaður bankanna fyrir skattgreiðslur verið um 1.148 milljarðar króna. Það er upphæðin sem bankakerfið, eða stærsti hluti þess, dregur upp úr samfélaginu. Þetta eru 3,1 m.kr. á hvert mannsbarn á tólf og hálfu ári, tæplega 250 þús. kr. á ári eða um milljón árlega á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Ef við berum þetta saman við landsframleiðslu þá draga bankarnir til sín um 3,3% af framleiðslunni sem hagnað eða þrítugustu hverja krónu sem veltist um hagkerfið. 1/4 af þeim rennur til ríkisins sem tekjuskattur og sérstakur bankaskattur en 3/4 verða eftir í bankakerfinu sem hagnaður, sem að stóru leyti er greiddur út til eigenda. Þú og fjölskylda þín tapa því ekki bara vegna skertrar landsframleiðslu vegna fjármálavæðingar efnahagslífsins, þið búið í aflminna samfélagi; heldur tapið þið persónulega um milljón á ári vegna ógnarstærðar og ógnargróða bankakerfisins. Hluta af þessari upphæð fengjuð þið í formi lægri vaxta og gjalda, en hluta í formi lægra vöruverðs, húsnæðisverðs og verðs á þjónustu. Drepum úlfinn Ef íslensk stjórnmál myndu snúast um raunveruleg samfélagsmál ættum við að ræða þetta ástand alla daga. Fréttatímarnir væru uppfullar af fréttum að stórkostlegum skaða sem bankakerfið veldur samfélaginu. Umræðuþættirnir væru fullir af reynslusögum fólks af djöfulgangi bankafólksins, okri þess og óbilgirni við að flytja eignir frá þeim sem verr standa til þeirra sem best standa. Við værum að ræða ábyrgð bankakerfisins og þeirra sem því stjórna; ekki bara bankastjóra heldur fjármálaráðherra, Seðlabankastjóra og annarra áhrifamanna; á svívirðilegu húsnæðisverði, yfirgangi örfárra risa-verktakafyrirtækja og þjáningu fólks á leigumarkaði. Við værum af ábyrgð að ræða hvernig samfélag við viljum byggja upp fyrir okkur sjálf og börnin okkar. En við gerum ekkert af þessu. Við látum ógnargróða og ofurvald bankanna yfir okkur ganga. Segjum jafnvel fréttir af fullkomlega óeðlilegu ástandi eins og það sé normalt. Við höfum aðlagað okkur að þjófræðinu. Stundum má jafnvel ætla að þjóðin trúi því að hún hafi það betra eftir því sem hún er rænd meira og oftar; að hún hafi það betra eftir því sem þjófarnir ná undir sig meiri auð, fleiri eignum og sterkari völdum. Við erum hænur sem dást að úlfum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun