Tónlist

Jón Jónsson frumflutti lag af nýju plötunni sem kemur út á miðnætti

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Baldur Kristjánsson tók myndir af Jóni í tilefni af útgáfu plötunnar.
Baldur Kristjánsson tók myndir af Jóni í tilefni af útgáfu plötunnar. Instagram/Jón Jónsson

Söngvarinn ástsæli, Jón Jónsson, gefur út nýja plötu á miðnætti í kvöld. Jón kíkti við hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni um hádegið og leyfði hlustendum að heyra splunkunýtt lag.

Platan hefur titilinn lengi lifum við. Margir aðdáendur hafa beðið spenntir eftir nýrri tónlist frá söngvaranum og það er ljóst að einhverjir munu bíða tilbúnir á Spotify á miðnætti. 

„Ég og Pálmi erum búnir að vera að stússast í þessu síðan í janúar. Eina lagið sem fólk hefur heyrt af plötunni er Ef ástin er hrein.“

Lagið sem Jón leyfði hlustendum Bylgjunnar að heyra áðan kallast Fyrirfram og er fyrsta lagið á plötunni. 

„Þetta er um lífið. Við eigum öll okkar góðu stundir og síðan einhvern tíman gengur ekki alveg jafn vel en maður verður alltaf að halda áfram og gefa allt sem maður á,“ segir Jón um lagið.

Lagið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en það er spilað á mínútu 08:51 í viðtalinu. 

„Ég vona að fólk tengi við þetta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.