Birgitta og Gói koma Láru og Ljónsa á svið Þjóðleikhússins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. október 2021 17:00 Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson vinna nú að jólasýningu fyrir börnin. Þjóðleikhúsið Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson sameina krafta sína í Þjóðleikhúsinu í vetur með barnasýningunni Lára og Ljónsi - jólasaga. Fyrstu Láru-bækurnar Birgittu komu út árið 2015 og hafa síðan þá verið vinsælar hjá ungum lesendum. „Ég á tvö börn og allt sem ég hef skrifað og gert hefur alltaf verið með þau í huga. Það að skapa eitthvað sem slær í gegn hjá þeim. Árið 2017 var stelpan mín tveggja ára og mér fannst vanta eitthvað skemmtilegt fyrir hana í leikhúsin og þá sérstaklega í kringum jólin. Þá kom upp sú hugmynd að skrifa jólaleikrit,“ segir Birgitta í samtali við Lífið. „Ég settist því við tölvuna og ákvað að skrifa hið fullkomna leikrit fyrir hana þar sem gleði, tónlist og jólaundirbúningurinn kæmu við sögu. Árið 2018 hef ég svo samband við Góa og fæ hann með mér í samstarf þar sem hann er einn af okkar bestu leikurum og hefur mikla reynslu af barnaleikhúsi og leikgerð fyrir börn. Við unnum því saman leikgerðina og ég fór í það að semja tónlistina við verkið. Þannig að þetta er búið að vera í nokkur ár í vinnslu.“ Um er að ræða jólaævintýri eftir Birgittu og Góa og verður sýningin á litla sviði Þjóðleikhússins. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna. Aldrei samið svona barnatónlist „Sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Fullkomin sem fyrsta leiksýning barnsins þar sem leikhúsið er kynnt fyrir börnunum á fallegan hátt í öruggu og notalegu rými,“ segir Birgitta. „Lára og Ljónsi eru að lifna við í fyrsta skipti sem er ofsalega spennandi og búið að vera mjög gaman að vinna með Maríu ólafs sem hannar búningana. Ég hef aldrei samið svona barnatónlist áður og er það búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Vignir Snær minn góði vinur úr Írafár stjórnaði upptökunum og er tónlistarstjóri verksins. Við erum orðin ansi góð í því að vinna saman og unnum einmitt jólatónlistarbók Láru og Ljónsa saman sem kemur út á næstu vikum.“ Miðasala á sýninguna hefst á næstu dögum og sýningin verður frumsýnd í nóvember. „Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?“ segir um verkið á vef Þjóðleikhússins. Leikhús Menning Tengdar fréttir Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
„Ég á tvö börn og allt sem ég hef skrifað og gert hefur alltaf verið með þau í huga. Það að skapa eitthvað sem slær í gegn hjá þeim. Árið 2017 var stelpan mín tveggja ára og mér fannst vanta eitthvað skemmtilegt fyrir hana í leikhúsin og þá sérstaklega í kringum jólin. Þá kom upp sú hugmynd að skrifa jólaleikrit,“ segir Birgitta í samtali við Lífið. „Ég settist því við tölvuna og ákvað að skrifa hið fullkomna leikrit fyrir hana þar sem gleði, tónlist og jólaundirbúningurinn kæmu við sögu. Árið 2018 hef ég svo samband við Góa og fæ hann með mér í samstarf þar sem hann er einn af okkar bestu leikurum og hefur mikla reynslu af barnaleikhúsi og leikgerð fyrir börn. Við unnum því saman leikgerðina og ég fór í það að semja tónlistina við verkið. Þannig að þetta er búið að vera í nokkur ár í vinnslu.“ Um er að ræða jólaævintýri eftir Birgittu og Góa og verður sýningin á litla sviði Þjóðleikhússins. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna. Aldrei samið svona barnatónlist „Sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Fullkomin sem fyrsta leiksýning barnsins þar sem leikhúsið er kynnt fyrir börnunum á fallegan hátt í öruggu og notalegu rými,“ segir Birgitta. „Lára og Ljónsi eru að lifna við í fyrsta skipti sem er ofsalega spennandi og búið að vera mjög gaman að vinna með Maríu ólafs sem hannar búningana. Ég hef aldrei samið svona barnatónlist áður og er það búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Vignir Snær minn góði vinur úr Írafár stjórnaði upptökunum og er tónlistarstjóri verksins. Við erum orðin ansi góð í því að vinna saman og unnum einmitt jólatónlistarbók Láru og Ljónsa saman sem kemur út á næstu vikum.“ Miðasala á sýninguna hefst á næstu dögum og sýningin verður frumsýnd í nóvember. „Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?“ segir um verkið á vef Þjóðleikhússins.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00