No Time to Die: Gamli fær verðskuldað frí Heiðar Sumarliðason skrifar 14. október 2021 14:07 Einhver gaur með dóttur sinni? Nei, þetta er kærastan hans. Svanasöngur Daniels Craig í hlutverki James Bond, leynilega þjóns hennar hátignar, er nú kominn í kvikmyndahús. Almennt hafa viðtökurnar verið mun jákvæðari en á síðustu Bond-mynd, Spectre. Þó svo að Craig hafi aðeins verið 38 ára þegar hann lék Bond fyrst, þá var hann eitt stykki ellilegt 38 ára eintak af manni. Það er því ekki skrítið að rúmlega fimmtugur Craig sé orðinn krumpaður gamall kall og því kominn tími á senda hann inn í sólarlagið. Þetta er líka ágætur tími til að skipta nýrri manneskju inn fyrir þann gamla. Eftir því sem #metoo-byltingin hefur náð meiri skriðþunga hefur (a.m.k. skynsamt) fólk orðið töluvert meðvitaðra um þau mörk sem Bond-kallinn hefur svo sannarlega farið yfir í gegnum tíðina. Já, ég geri mér fyllilega grein fyrir því að samfélagið og meðvitund þorra fólks hefur breyst síðan árið 1964, þegar Bond þröngvaði sér upp á Pussy Galore í Goldfinger í einhverju ósmekklegasta atriði sem um getur. Það kemur reyndar ekki fram í myndinni, en í skáldsögunni sem hún er byggð á segir Ian Fleming hana vera samkynhneigða og að hér sé Bond að lækna hana af því „meini“ hennar. Úr umræddri senu, Það var því einstaklega góð ákvörðun hjá framleiðendum myndarinnar að uppfæra samfélagið í kringum karlpunginn (þó hann sjálfur hafi kannski ekki mikið breyst). No Time to Die inniheldur nokkrar virkilega smekklegar senur þar sem Bond er rækilega minntur á að minni tolerans er fyrir gömlum perrakörlum sem reyna við konur sem gætu verið dætur þeirra. Waller-Bridge kemur inn af krafti Hin hæfileikaríka Phoebe Waller-Bridge er nú komin í höfundateymið og er klárlega það besta sem hefur komið fyrir þennan kvikmyndabálk í langan tíma. Það er oftast augljóst hvaða hugmyndir eru frá henni komnar og höfundarrödd hennar nær að skína skært. Þetta eru merkilegar framfarir frá því Craig tók við hlutverkinu og skínandi dæmi um þau góðu áhrif sem #metoo-bylgjan hefur haft. Það er allt að því pínlegt á stundum að horfa á Casino Royale (2006) í dag. Hvernig persóna Rene Mathis útskýrir pókerspilið fyrir Vesper Lynd eins og hún sé fábjáni eldist ekki vel, svo ekki sé talað um hvernig Bond grípur í upphandlegg kvenfólks í tíma og ótíma. Líkið vart komið í gröfina og Bond farinn að kyssa ekkjuna. Einnig er hægt að greina framfarir síðan í Spectre (2015). Af ósmekklegum senum úr henni má t.d. nefna hina absúrd jarðarfarar viðreynslu Bonds, þar sem hann kelar við ekkju manns sem hann sjálfur myrti (sem hún veit af!). Þessi ótrúlega (já, þá meina ég ótrúverðuga) kvenhylli Bonds og hvernig hann hreinlega hertekur konur, sem verða sem leir í höndunum á honum, er mjög óheilbrigð birtingarmynd á samskiptum kynjanna. Já, ég geri mér fyllilega grein fyrir að þetta er skemmtiefni, en svo útbreitt og vinsælt skemmtiefni skapar óheilbrigðar staðalmyndir. Þú þarft ekkert að vinna hjá NASA til að átta þig á því. Að halda því fram að þetta hafi ekki áhrif á ungt fólk er firra sem á aðeins heima á lokuðum afkimum Internetsins, eða úr munni nýlega fyrrverandi þingmanns. Að sjálfsögðu er Bond aðeins snjókorn í snjóflóði kvenfyrirlitningarmenningar en hann er engu að síður hluti af flóðinu. Sú staðreynd að leikstjóri myndarinnar er full meðvitaður um „vandræðalega“ fortíð Bond sem tengist kvennamálum þá kom mér samt á óvart hve berorður hann var um Bond Sean Connerys og sagði hann hreinlega vera nauðgara. Það er augljóst að No Time to Die er í góðum höndum. Óánægjuraddir Ég hef heyrt raddir fólks sem er einstaklega óánægt með þessa nýju Bond-mynd, að hún sé ekki „alvöru Bond.“ Afstaða þeirra er sú að það hafi enginn áhuga á því að spurningarmerki séu sett við hegðun hans og það eigi sannarlega ekki að sálgreina hann og gefa honum dýpt. Hann eigi bara að fá að vera gamli góði rassaklíparinn sem glottandi drepur og veltir sér ekki upp úr því. Ég verð að hryggja þetta fólk með því að tímarnir eru breyttir. Hollywood skynjar það, þó karlpungar víðsvegar um heimsins ból séu í afneitun. No Time to Die hefði kannski átt að heita A Good Time to Die, því munað verður eftir henni sem myndinni þar sem gamli Bond kvaddi með brotthvarfi Craigs og vonandi tekur við nýr og nútímalegur Bond (hvort sem það verður James eða Jane Bond). Fyrir þá sem eru ósáttir með þessa þróun, þá er alltaf hægt að horfa aftur á einhverja þessara 25 Bond-mynda sem nú þegar hafa verið gerðar. Já, eða tuða í lokuðum hópum á Internetinu. Það vantar ekkert Bond-myndir. Hasarmyndir um einvíðar persónur sem er illt í karlmennskunni sinni og díla ekki við það eru á undanhaldi. Ég veit að margir sakna þessara einföldu tíma þegar Stallone, Schwarzenegger og Bond voru kóngarnir og eitruð karlmennska var sett fram sem dyggð. Við sjáum hins vegar hvert það hefur fært okkur sem samfélag. Full löng Sjálf myndin er nokkuð vel heppnuð og nær að hnýta lausa enda og er einskonar tilfinningalegt framhald af Casino Royale, fyrstu Craig-myndinni. Persónan Vesper sem fórnaði lífi sínu fyrir Bond í Royale er hér ágengur skuggi fortíðar í handritinu, sem hangir yfir lífi og gjörðum Bond. Hann er hér orðin raunverulega manneskja sem lærir af fortíðinni og reynir að gera ekki sömu mistök aftur. Helsti galli myndarinnar er að hún segir svo mikla sögu að hún er of löng. Á ákveðnum tímapunkti undir lok hennar var ég hreinlega kominn með hugann eitthvert annað, sem og verk í rófubeinið eftir alla setuna. Hún náði mér þó aftur áður en yfir lauk og heilt yfir er ég ánægður með þennan svanasöng gamla og úrelta Bond (reyndar sagði M honum að hann væri úreltur í Goldeneye árið 1995, það bara hlustaði enginn). Sjálfur er ég spenntur að sjá hvað tekur við. Áhugaverðast væri ef persónan Nomi, sem er hér í stórri rullu, taki við kyndlinum og færi Bond inn í nýja tíma. Í sannleika sagt er það hreinlega ósmekklegt ef hún tekur ekki við sem 007, fyrst svo vandlega er ýjað að því í myndinni. Niðurstaða: No Time to Die er smekklega leystur svanasöngur Daniels Craig í hlutverki James Bond. Hér að neðan má heyra Heiðar Sumarliðason ræða við sviðlistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og leikarann Braga Árnason um Bond. Einnig er hægt að fá Stjörnubíó beint í símann í gegnum helstu hlaðvarpsforrit. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þó svo að Craig hafi aðeins verið 38 ára þegar hann lék Bond fyrst, þá var hann eitt stykki ellilegt 38 ára eintak af manni. Það er því ekki skrítið að rúmlega fimmtugur Craig sé orðinn krumpaður gamall kall og því kominn tími á senda hann inn í sólarlagið. Þetta er líka ágætur tími til að skipta nýrri manneskju inn fyrir þann gamla. Eftir því sem #metoo-byltingin hefur náð meiri skriðþunga hefur (a.m.k. skynsamt) fólk orðið töluvert meðvitaðra um þau mörk sem Bond-kallinn hefur svo sannarlega farið yfir í gegnum tíðina. Já, ég geri mér fyllilega grein fyrir því að samfélagið og meðvitund þorra fólks hefur breyst síðan árið 1964, þegar Bond þröngvaði sér upp á Pussy Galore í Goldfinger í einhverju ósmekklegasta atriði sem um getur. Það kemur reyndar ekki fram í myndinni, en í skáldsögunni sem hún er byggð á segir Ian Fleming hana vera samkynhneigða og að hér sé Bond að lækna hana af því „meini“ hennar. Úr umræddri senu, Það var því einstaklega góð ákvörðun hjá framleiðendum myndarinnar að uppfæra samfélagið í kringum karlpunginn (þó hann sjálfur hafi kannski ekki mikið breyst). No Time to Die inniheldur nokkrar virkilega smekklegar senur þar sem Bond er rækilega minntur á að minni tolerans er fyrir gömlum perrakörlum sem reyna við konur sem gætu verið dætur þeirra. Waller-Bridge kemur inn af krafti Hin hæfileikaríka Phoebe Waller-Bridge er nú komin í höfundateymið og er klárlega það besta sem hefur komið fyrir þennan kvikmyndabálk í langan tíma. Það er oftast augljóst hvaða hugmyndir eru frá henni komnar og höfundarrödd hennar nær að skína skært. Þetta eru merkilegar framfarir frá því Craig tók við hlutverkinu og skínandi dæmi um þau góðu áhrif sem #metoo-bylgjan hefur haft. Það er allt að því pínlegt á stundum að horfa á Casino Royale (2006) í dag. Hvernig persóna Rene Mathis útskýrir pókerspilið fyrir Vesper Lynd eins og hún sé fábjáni eldist ekki vel, svo ekki sé talað um hvernig Bond grípur í upphandlegg kvenfólks í tíma og ótíma. Líkið vart komið í gröfina og Bond farinn að kyssa ekkjuna. Einnig er hægt að greina framfarir síðan í Spectre (2015). Af ósmekklegum senum úr henni má t.d. nefna hina absúrd jarðarfarar viðreynslu Bonds, þar sem hann kelar við ekkju manns sem hann sjálfur myrti (sem hún veit af!). Þessi ótrúlega (já, þá meina ég ótrúverðuga) kvenhylli Bonds og hvernig hann hreinlega hertekur konur, sem verða sem leir í höndunum á honum, er mjög óheilbrigð birtingarmynd á samskiptum kynjanna. Já, ég geri mér fyllilega grein fyrir að þetta er skemmtiefni, en svo útbreitt og vinsælt skemmtiefni skapar óheilbrigðar staðalmyndir. Þú þarft ekkert að vinna hjá NASA til að átta þig á því. Að halda því fram að þetta hafi ekki áhrif á ungt fólk er firra sem á aðeins heima á lokuðum afkimum Internetsins, eða úr munni nýlega fyrrverandi þingmanns. Að sjálfsögðu er Bond aðeins snjókorn í snjóflóði kvenfyrirlitningarmenningar en hann er engu að síður hluti af flóðinu. Sú staðreynd að leikstjóri myndarinnar er full meðvitaður um „vandræðalega“ fortíð Bond sem tengist kvennamálum þá kom mér samt á óvart hve berorður hann var um Bond Sean Connerys og sagði hann hreinlega vera nauðgara. Það er augljóst að No Time to Die er í góðum höndum. Óánægjuraddir Ég hef heyrt raddir fólks sem er einstaklega óánægt með þessa nýju Bond-mynd, að hún sé ekki „alvöru Bond.“ Afstaða þeirra er sú að það hafi enginn áhuga á því að spurningarmerki séu sett við hegðun hans og það eigi sannarlega ekki að sálgreina hann og gefa honum dýpt. Hann eigi bara að fá að vera gamli góði rassaklíparinn sem glottandi drepur og veltir sér ekki upp úr því. Ég verð að hryggja þetta fólk með því að tímarnir eru breyttir. Hollywood skynjar það, þó karlpungar víðsvegar um heimsins ból séu í afneitun. No Time to Die hefði kannski átt að heita A Good Time to Die, því munað verður eftir henni sem myndinni þar sem gamli Bond kvaddi með brotthvarfi Craigs og vonandi tekur við nýr og nútímalegur Bond (hvort sem það verður James eða Jane Bond). Fyrir þá sem eru ósáttir með þessa þróun, þá er alltaf hægt að horfa aftur á einhverja þessara 25 Bond-mynda sem nú þegar hafa verið gerðar. Já, eða tuða í lokuðum hópum á Internetinu. Það vantar ekkert Bond-myndir. Hasarmyndir um einvíðar persónur sem er illt í karlmennskunni sinni og díla ekki við það eru á undanhaldi. Ég veit að margir sakna þessara einföldu tíma þegar Stallone, Schwarzenegger og Bond voru kóngarnir og eitruð karlmennska var sett fram sem dyggð. Við sjáum hins vegar hvert það hefur fært okkur sem samfélag. Full löng Sjálf myndin er nokkuð vel heppnuð og nær að hnýta lausa enda og er einskonar tilfinningalegt framhald af Casino Royale, fyrstu Craig-myndinni. Persónan Vesper sem fórnaði lífi sínu fyrir Bond í Royale er hér ágengur skuggi fortíðar í handritinu, sem hangir yfir lífi og gjörðum Bond. Hann er hér orðin raunverulega manneskja sem lærir af fortíðinni og reynir að gera ekki sömu mistök aftur. Helsti galli myndarinnar er að hún segir svo mikla sögu að hún er of löng. Á ákveðnum tímapunkti undir lok hennar var ég hreinlega kominn með hugann eitthvert annað, sem og verk í rófubeinið eftir alla setuna. Hún náði mér þó aftur áður en yfir lauk og heilt yfir er ég ánægður með þennan svanasöng gamla og úrelta Bond (reyndar sagði M honum að hann væri úreltur í Goldeneye árið 1995, það bara hlustaði enginn). Sjálfur er ég spenntur að sjá hvað tekur við. Áhugaverðast væri ef persónan Nomi, sem er hér í stórri rullu, taki við kyndlinum og færi Bond inn í nýja tíma. Í sannleika sagt er það hreinlega ósmekklegt ef hún tekur ekki við sem 007, fyrst svo vandlega er ýjað að því í myndinni. Niðurstaða: No Time to Die er smekklega leystur svanasöngur Daniels Craig í hlutverki James Bond. Hér að neðan má heyra Heiðar Sumarliðason ræða við sviðlistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og leikarann Braga Árnason um Bond. Einnig er hægt að fá Stjörnubíó beint í símann í gegnum helstu hlaðvarpsforrit.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira