Ert þú með geðveikan mannauð? Silja Björk Björnsdóttir skrifar 13. október 2021 10:31 Frá því ég fékk geðgreiningu fyrir átta árum hef ég talað mikið fyrir því að geðveikindi séu einmitt það, veikindi eða sjúkdómar. Ástæðan fyrir því af hverju ég fer þá leið, því ekki erum við öll sammála um ágæti þess að einblína á greiningar eða sjúkdómsvæðingu, er einfaldlega sú að mér finnst mikilvægt að við mætum geðrænni heilsu og geðrænum heilsubrestum á sama hátt og við mætum líkamlegri heilsu og líkamlegum heilsubrestum. Þegar ég greindist með þunglyndi var það ákveðinn léttir fyrir mig að vita að þetta væri sjúkdómur – einhver efnaskipti í heilanum á mér sem virka ekki eins og þau eiga að gera – en ekki bara ég að vera “aumingi” eða “letingi”, eins og samfélagið taldi mér trú um. Ég fór fljótt að tala opinberlega um mín veikindi og opinberaði mig á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum sem “geðsjúkling”. Fljótlega fékk ég að heyra frá fólki í kringum mig, hvort þetta væri nú sniðugt, því internetið gleymir aldrei og það yrði örugglega erfitt fyrir mig að fá vinnu – því enginn vildi ráða geðsjúkling í vinnu. Svarið mitt við því var einfalt – ég vil heldur ekki vinna fyrir fyrirtæki sem ekki getur tekið mér eins og ég er og ekki mætt mér á miðri leið í mínum veikindum, ef til þess skyldi koma. Ég veit að ég er góður starfskraftur. Það að ég sé þunglynd hefur auðvitað áhrif á mína líðan og þar af leiðandi stundum líka vinnuna mína en ég er svo miklu meira en “bara þunglyndissjúklingur”. Þegar ég hef haldið fyrirlestra í grunnskólum, framhalds- og háskólum, fyrir nemendur, kennara eða fyrirtæki – tala ég iðulega um það sem ég kýs að kalla “heilsujafnrétti” – það að geðrænni heilsu sé mætt sama skilningi og á sömu forsendum og líkamlegri heilsu. Í #égerekkitabú byltingunni sem ég stóð fyrir árið 2015, ræddum við mikið um þetta heilsujafnrétti og mikilvægi þess fyrir samfélagið og heilbrigðiskerfið að mæta geðveikum á sama hátt og líkamlega veikum. Heilsujafnrétti nær líka út á vinnumarkaðinn. Almennt séð er vinnuveitandi líklegast ekki að fara að setja það fyrir sig að ráða manneskju í vinnu með frjókornaofnæmi eða sykursýki. Krónísk veikindi eru oftast aðeins hluti af því hver við erum og sjaldnast skilgreinandi þáttur í okkar persónuleika eða vinnusiðferði. Við erum öll manneskjur, ekki vélmenni og þegar kemur að því að ráða fólk í vinnu þarf alltaf að taka tillit til þess að manneskjan gæti veikst einhverntímann, hvort sem það er líkamlega eða andlega. Sem vinnuveitandi vilt þú auðvitað ekki hafa hnerrandi manneskju bakvið afgreiðsluborðið, hvorki fyrir né eftir heimsfaraldur, og sem vinnuveitandi vilt þú heldur helst ekki hafa manneskju í virkum geðrænum veikindum í vinnunni. En rétt eins og þú sem vinnuveitandi setur það ekki fyrir þig að ráða fólk sem gæti mögulega fengið flensu eða fótbrotið sig, ætti því að vera eins farið um þau okkar sem eru veik eða gætu veikst á geði. Það er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé réttláttur, sanngjarn og þar ríki jafnrétti eins og annarsstaðar. Það er gefandi fyrir mannauð hvers fyrirtækis að nýta sér styrkleika fólks á sama tíma og það ætti að vera sjálfsagður hlutur að koma til móts við veikleika þess og vinna með þá. Við erum einmitt öll manneskjur, ekki vélmenni. Sannleikurinn er sá að öll erum við með geðræna heilsu, rétt eins og öll erum við með líkamlega heilsu. Það þýðir að við getum öll jafn mikið veikst á geði eins og við getum veikst á líkama.. Geðveikindi eru þó enn gjarnan leyndarmál sem fólk pukrast með og þeim fylgja oft mikil skömm og samfélagsleg útskúfun Geðræn veikindi geta því verið ákaflega einangrandi fyrir fólk, þegar því er ekki mætt með skilningi og af virðingu. Vegna skorts á aðgengi að heilbrigðisþjónustu eins og greiningarteymum, geðlæknum og sálfræðingum er það staðreynd að stærstur hluti öryrkja á Íslandi á aldrinum 18-25 ára, eru á örorkubótum vegna geðrænna veikinda. Það er mikill löstur á okkar velferðasamfélagi og það þarf engan hagfræðing til þess að sjá það að með fjárfestingu ríkisstjórnar í innviðum geðheilbrigðisþjónustu og með því að gera hana aðgengilegri, verður mikill ávinningur fyrir samfélagið til langframa, þó framkvæmdin yrði í sjálfu sér dýr. Þegar aðgengi almennings verður bætt að sálfræðiþjónustu getum við sem samfélag farið markvisst að vinna að því að koma fólki í geðrænan bata og þar af leiðandi aftur út á vinnumarkaðinn. Ekki með það markmkið í huga að nýta hvern færan líkama í erfiðisvinnu í þágu kapítalíska kapphlaupsins, heldur aðallega til þess að fólk með geðræn veikindi geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu og búið við það fjárhagslega öryggi sem þegnar þessa lands eiga sannarlega rétt á. Lykillinn að farsældinni er hreinskilni. Bæði þurfum við sem manneskjur og starfsfólk að þekkja okkar eigin mörk og okkar eigin heilsu, geðræna sem líkamlega. Við verðum að vita hvar við erum sterkari og hvar við erum veikari fyrir. Þetta liggur þó í báðar áttir – vinnuveitendur verða að vera jafn hreinskilnir varðandi sín eigin mörk og væntingar. Auðvitað henta hvaða störf sem er, ekki hvaða fólki sem er en að mismuna fólki vegna geðgreiningarinnar einni og sér, eru gamalgrónir fordómar sem ekki ættu að líðast í nútímasamfélagi. Flest okkar viljum við vinna og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Það er mikilvægt fyrir okkur að líða eins og við höfum tilgang, gott að hafa eitthvað fyrir stafni og getur það skipt sköpum í bataferli fólks með geðraskanir að hafa stöðuga vinnu eða einhveran slíkan fasta í sínu lífi. Er það ekki sjálfsögð siðferðisleg skylda okkar sem vinnuveitendur að dæma ekki fólk út frá kyni, litarhafti, uppruna eða kynhneigð? Það er okkar siðferðislega skylda að ráða til vinnu það fólk sem best hæfir starfinu hverju sinni, óháð öðrum utanaðkomandi þáttum og þar falla geðgreiningar einnig undir. Það ætti að vera sjálfsagður hlutur að dæma ekki manneskju af veikindum hennar heldur láta á það reyna að dæma manneskjuna út frá starfi hennar og vinnusiðferði. Við lendum öll í einhverjum áföllum, erfiðleikum, veikindum og við tökumst öll á við slíkar áskoranir á mismunandi hátt. Það sem skortir kannski ennþá í okkar samfélagi og sérstaklega á vinnumarkaði, er aukið samtal um geðræn veikindi og meiri skilning til fólks sem á við slík heilsufarsvandamál. Málið er að hvert og eitt okkar getur orðið veikt á geði í gegnum ævina en samfélagið er gjarnt á að segja okkur að harka af okkur, mæta til vinnu þó við séum með smá kvef, verki eða vanlíðan, ekki nýta veikindadaga og vinna myrkranna á milli vegna þess að þá erum við svo dugleg, samviskusöm og með gott vinnusiðferði.En ef við erum trekk í trekk að vanvirða mörk okkar og erum í sífellu að keyra okkur út í þágu launatjékkans – verðum við veikari fyrir vikið og endum flest í örmögnun, kulnun eða einhverju þaðan af verra. Þá er vert að spyrja sig hvaða tilgangi slíkur hugsunarháttur þjóni? Er þessi vinnustaðamenning arðbær til framtíðar? Með því að þekkja ekki og virða ekki okkar eigin mörk, og með því að ala á fordómum vinnuveitenda í garð geðveiks eða skynsegin fólks, erum við óumflýjanlega að setja meira álag á heilbrigðisgerfið, bótakerfið og samfélagið sjálft því starfsmannavelta verður meiri og starfsánægja minni. Er það þá ekki okkar hagur sem vinnuveitendur að halda starfsfólki okkar glöðu og ánægðu, við góða líkamlega og geðræna heilsu og fjárfesta þannig í styrkleikjum starfsfólksins og aðstoða það með veikleika sína. Þannig tryggjum við sem vinnuveitendur ángæðara starfsólk, sem er líklegra til þess að vinna betur og lengur vegna þess að því betur sem okkur líður líkamlega og andlega, því betri verða öll okkar afköst – hvort sem það er einka- eða atvinnulífinu. Samfélagið hefur þó sem betur fer tekið miklum breytingum þegar kemur að umræðunni um geðræn veikindi á síðustu tíu árum og er það ómetanlegt fyrir þau okkar sem lifum með geðgreiningum. Þegar ég var að alast upp og út menntaskóla, voru fordómarnir í garð geðsjúkra mun sterkari og sýnilegri. Það þótti tabú að vera veikt á geði, fara til sálfræðings eða liggja heima fyrir í þunglyndiskasti. Öll áttu bara að þegja og harka af sér, pukrast með leyndarmálin sín og halda áfram í kapphlaupinu án þess að nokkurn tímann stoppa. Það hefur sem betur fer breyst, ekki nógu hratt og ekki nógu mikið. Sjálf er ég í þeirri forréttindastöðu að hafa verið beggja megin borðsins, bæði sem almennur starfsmaður, svo yfirmaður og var hluti af mannauðsteymi stórs og þekkts fyrirtækis hérna á Íslandi um árabil. Ég hef því bæði verið geðveikur starfskraftur og geðveikur yfirmaður. Það eitt og sér veitir mér ákveðið forskot í mannauðsmálum, ráðningarferlum og samskiptum við mitt starfsfólk – því ég hef núna fullan skilning á tilfinningum og upplifun starfsfólks míns. Geðheilsa er lýðheilsa. Með bættum skilningi okkar, bæði sem vinnuveitendur og sem starfsfólk, á geðrænum veikindum, getum við í sameiningu unnið að því að koma betur til móts við ólíkar þarfir fólksins í kringum okkur. Það er í hag okkar allra að efla geðrækt þjóðarinnar og stuðla að vinnuumhverfi og vinnustaðarmenningu sem styður við fjölbreyttan mannauðinn, hvernig sem hann raðast niður á mannlífsflóruskalanum. Það er því mikill kostur, að mínu mati, að eiga geðveikan mannauð. Höfundur er rithöfundur og geðheilsuaktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Frá því ég fékk geðgreiningu fyrir átta árum hef ég talað mikið fyrir því að geðveikindi séu einmitt það, veikindi eða sjúkdómar. Ástæðan fyrir því af hverju ég fer þá leið, því ekki erum við öll sammála um ágæti þess að einblína á greiningar eða sjúkdómsvæðingu, er einfaldlega sú að mér finnst mikilvægt að við mætum geðrænni heilsu og geðrænum heilsubrestum á sama hátt og við mætum líkamlegri heilsu og líkamlegum heilsubrestum. Þegar ég greindist með þunglyndi var það ákveðinn léttir fyrir mig að vita að þetta væri sjúkdómur – einhver efnaskipti í heilanum á mér sem virka ekki eins og þau eiga að gera – en ekki bara ég að vera “aumingi” eða “letingi”, eins og samfélagið taldi mér trú um. Ég fór fljótt að tala opinberlega um mín veikindi og opinberaði mig á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum sem “geðsjúkling”. Fljótlega fékk ég að heyra frá fólki í kringum mig, hvort þetta væri nú sniðugt, því internetið gleymir aldrei og það yrði örugglega erfitt fyrir mig að fá vinnu – því enginn vildi ráða geðsjúkling í vinnu. Svarið mitt við því var einfalt – ég vil heldur ekki vinna fyrir fyrirtæki sem ekki getur tekið mér eins og ég er og ekki mætt mér á miðri leið í mínum veikindum, ef til þess skyldi koma. Ég veit að ég er góður starfskraftur. Það að ég sé þunglynd hefur auðvitað áhrif á mína líðan og þar af leiðandi stundum líka vinnuna mína en ég er svo miklu meira en “bara þunglyndissjúklingur”. Þegar ég hef haldið fyrirlestra í grunnskólum, framhalds- og háskólum, fyrir nemendur, kennara eða fyrirtæki – tala ég iðulega um það sem ég kýs að kalla “heilsujafnrétti” – það að geðrænni heilsu sé mætt sama skilningi og á sömu forsendum og líkamlegri heilsu. Í #égerekkitabú byltingunni sem ég stóð fyrir árið 2015, ræddum við mikið um þetta heilsujafnrétti og mikilvægi þess fyrir samfélagið og heilbrigðiskerfið að mæta geðveikum á sama hátt og líkamlega veikum. Heilsujafnrétti nær líka út á vinnumarkaðinn. Almennt séð er vinnuveitandi líklegast ekki að fara að setja það fyrir sig að ráða manneskju í vinnu með frjókornaofnæmi eða sykursýki. Krónísk veikindi eru oftast aðeins hluti af því hver við erum og sjaldnast skilgreinandi þáttur í okkar persónuleika eða vinnusiðferði. Við erum öll manneskjur, ekki vélmenni og þegar kemur að því að ráða fólk í vinnu þarf alltaf að taka tillit til þess að manneskjan gæti veikst einhverntímann, hvort sem það er líkamlega eða andlega. Sem vinnuveitandi vilt þú auðvitað ekki hafa hnerrandi manneskju bakvið afgreiðsluborðið, hvorki fyrir né eftir heimsfaraldur, og sem vinnuveitandi vilt þú heldur helst ekki hafa manneskju í virkum geðrænum veikindum í vinnunni. En rétt eins og þú sem vinnuveitandi setur það ekki fyrir þig að ráða fólk sem gæti mögulega fengið flensu eða fótbrotið sig, ætti því að vera eins farið um þau okkar sem eru veik eða gætu veikst á geði. Það er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé réttláttur, sanngjarn og þar ríki jafnrétti eins og annarsstaðar. Það er gefandi fyrir mannauð hvers fyrirtækis að nýta sér styrkleika fólks á sama tíma og það ætti að vera sjálfsagður hlutur að koma til móts við veikleika þess og vinna með þá. Við erum einmitt öll manneskjur, ekki vélmenni. Sannleikurinn er sá að öll erum við með geðræna heilsu, rétt eins og öll erum við með líkamlega heilsu. Það þýðir að við getum öll jafn mikið veikst á geði eins og við getum veikst á líkama.. Geðveikindi eru þó enn gjarnan leyndarmál sem fólk pukrast með og þeim fylgja oft mikil skömm og samfélagsleg útskúfun Geðræn veikindi geta því verið ákaflega einangrandi fyrir fólk, þegar því er ekki mætt með skilningi og af virðingu. Vegna skorts á aðgengi að heilbrigðisþjónustu eins og greiningarteymum, geðlæknum og sálfræðingum er það staðreynd að stærstur hluti öryrkja á Íslandi á aldrinum 18-25 ára, eru á örorkubótum vegna geðrænna veikinda. Það er mikill löstur á okkar velferðasamfélagi og það þarf engan hagfræðing til þess að sjá það að með fjárfestingu ríkisstjórnar í innviðum geðheilbrigðisþjónustu og með því að gera hana aðgengilegri, verður mikill ávinningur fyrir samfélagið til langframa, þó framkvæmdin yrði í sjálfu sér dýr. Þegar aðgengi almennings verður bætt að sálfræðiþjónustu getum við sem samfélag farið markvisst að vinna að því að koma fólki í geðrænan bata og þar af leiðandi aftur út á vinnumarkaðinn. Ekki með það markmkið í huga að nýta hvern færan líkama í erfiðisvinnu í þágu kapítalíska kapphlaupsins, heldur aðallega til þess að fólk með geðræn veikindi geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu og búið við það fjárhagslega öryggi sem þegnar þessa lands eiga sannarlega rétt á. Lykillinn að farsældinni er hreinskilni. Bæði þurfum við sem manneskjur og starfsfólk að þekkja okkar eigin mörk og okkar eigin heilsu, geðræna sem líkamlega. Við verðum að vita hvar við erum sterkari og hvar við erum veikari fyrir. Þetta liggur þó í báðar áttir – vinnuveitendur verða að vera jafn hreinskilnir varðandi sín eigin mörk og væntingar. Auðvitað henta hvaða störf sem er, ekki hvaða fólki sem er en að mismuna fólki vegna geðgreiningarinnar einni og sér, eru gamalgrónir fordómar sem ekki ættu að líðast í nútímasamfélagi. Flest okkar viljum við vinna og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Það er mikilvægt fyrir okkur að líða eins og við höfum tilgang, gott að hafa eitthvað fyrir stafni og getur það skipt sköpum í bataferli fólks með geðraskanir að hafa stöðuga vinnu eða einhveran slíkan fasta í sínu lífi. Er það ekki sjálfsögð siðferðisleg skylda okkar sem vinnuveitendur að dæma ekki fólk út frá kyni, litarhafti, uppruna eða kynhneigð? Það er okkar siðferðislega skylda að ráða til vinnu það fólk sem best hæfir starfinu hverju sinni, óháð öðrum utanaðkomandi þáttum og þar falla geðgreiningar einnig undir. Það ætti að vera sjálfsagður hlutur að dæma ekki manneskju af veikindum hennar heldur láta á það reyna að dæma manneskjuna út frá starfi hennar og vinnusiðferði. Við lendum öll í einhverjum áföllum, erfiðleikum, veikindum og við tökumst öll á við slíkar áskoranir á mismunandi hátt. Það sem skortir kannski ennþá í okkar samfélagi og sérstaklega á vinnumarkaði, er aukið samtal um geðræn veikindi og meiri skilning til fólks sem á við slík heilsufarsvandamál. Málið er að hvert og eitt okkar getur orðið veikt á geði í gegnum ævina en samfélagið er gjarnt á að segja okkur að harka af okkur, mæta til vinnu þó við séum með smá kvef, verki eða vanlíðan, ekki nýta veikindadaga og vinna myrkranna á milli vegna þess að þá erum við svo dugleg, samviskusöm og með gott vinnusiðferði.En ef við erum trekk í trekk að vanvirða mörk okkar og erum í sífellu að keyra okkur út í þágu launatjékkans – verðum við veikari fyrir vikið og endum flest í örmögnun, kulnun eða einhverju þaðan af verra. Þá er vert að spyrja sig hvaða tilgangi slíkur hugsunarháttur þjóni? Er þessi vinnustaðamenning arðbær til framtíðar? Með því að þekkja ekki og virða ekki okkar eigin mörk, og með því að ala á fordómum vinnuveitenda í garð geðveiks eða skynsegin fólks, erum við óumflýjanlega að setja meira álag á heilbrigðisgerfið, bótakerfið og samfélagið sjálft því starfsmannavelta verður meiri og starfsánægja minni. Er það þá ekki okkar hagur sem vinnuveitendur að halda starfsfólki okkar glöðu og ánægðu, við góða líkamlega og geðræna heilsu og fjárfesta þannig í styrkleikjum starfsfólksins og aðstoða það með veikleika sína. Þannig tryggjum við sem vinnuveitendur ángæðara starfsólk, sem er líklegra til þess að vinna betur og lengur vegna þess að því betur sem okkur líður líkamlega og andlega, því betri verða öll okkar afköst – hvort sem það er einka- eða atvinnulífinu. Samfélagið hefur þó sem betur fer tekið miklum breytingum þegar kemur að umræðunni um geðræn veikindi á síðustu tíu árum og er það ómetanlegt fyrir þau okkar sem lifum með geðgreiningum. Þegar ég var að alast upp og út menntaskóla, voru fordómarnir í garð geðsjúkra mun sterkari og sýnilegri. Það þótti tabú að vera veikt á geði, fara til sálfræðings eða liggja heima fyrir í þunglyndiskasti. Öll áttu bara að þegja og harka af sér, pukrast með leyndarmálin sín og halda áfram í kapphlaupinu án þess að nokkurn tímann stoppa. Það hefur sem betur fer breyst, ekki nógu hratt og ekki nógu mikið. Sjálf er ég í þeirri forréttindastöðu að hafa verið beggja megin borðsins, bæði sem almennur starfsmaður, svo yfirmaður og var hluti af mannauðsteymi stórs og þekkts fyrirtækis hérna á Íslandi um árabil. Ég hef því bæði verið geðveikur starfskraftur og geðveikur yfirmaður. Það eitt og sér veitir mér ákveðið forskot í mannauðsmálum, ráðningarferlum og samskiptum við mitt starfsfólk – því ég hef núna fullan skilning á tilfinningum og upplifun starfsfólks míns. Geðheilsa er lýðheilsa. Með bættum skilningi okkar, bæði sem vinnuveitendur og sem starfsfólk, á geðrænum veikindum, getum við í sameiningu unnið að því að koma betur til móts við ólíkar þarfir fólksins í kringum okkur. Það er í hag okkar allra að efla geðrækt þjóðarinnar og stuðla að vinnuumhverfi og vinnustaðarmenningu sem styður við fjölbreyttan mannauðinn, hvernig sem hann raðast niður á mannlífsflóruskalanum. Það er því mikill kostur, að mínu mati, að eiga geðveikan mannauð. Höfundur er rithöfundur og geðheilsuaktivisti.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar