Skurðstofa opnar í Mangochi vegna fæðingarfistils Heimsljós 12. október 2021 14:14 „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að gangast undir aðgerðina. Núna get ég haldið áfram að lifa mínu eðlilega lífi“ Sawu Mponda 18 ára. UNFPA Malawi/ 2021 Héraðssjúkrahúsið í Mangochi hefur með stuðningi frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og fjármagni frá Íslandi framkvæmt sextán aðgerðir á konum með fæðingarfistil. Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna gegn fæðingarfistli víðs vegar í heiminum, meðal annars í Malaví, sem er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Sawu Mponda er átján ára og býr í Makanjira, afskekktu svæði í Mangochi héraði. Hún fékk fæðingarfistil eftir að hafa gengið í gegnum erfiða og langa barnsfæðingu í febrúar á þessu ári með fyrsta barn sitt sem hafði þær afleiðingar að gat myndaðist á þvagblöðruna. „Ég áttaði mig á því þremur dögum eftir fæðinguna að eitthvað mikið væri að. Ég gat ekki haldið þvagi,“ segir Sawu sem leitaði því til héraðssjúkrahússins í Mangochi í Malaví, samstarfshéraði Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, þar sem hún gekkst undir skurðaðgerð til að laga fæðingarfistilinn. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að gangast undir aðgerðina. Núna get ég haldið áfram að lifa mínu eðlilega lífi,“ segir Sawu í samtali við Heimsljós. Héraðssjúkrahúsið í Mangochi með stuðningi frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og fjármagni frá Íslandi hefur á þessu ári framkvæmt sextán aðgerðir á konum með fæðingarfistil en markmiðið er að búið verði að framkvæma fimmtíu aðgerðir í lok árs. Í lok þessa mánaðar verður opnuð sérstök skurðstofa á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi þar sem loksins verður hægt að bjóða stúlkum og konum upp á örugga meðferð og þjónustu gegn fæðingarfistli. Nú bíða 24 konur eftir aðgerð en áætla má að fleiri konur sæki þjónustuna á næstu mánuðum þegar fréttir berast af opnuninni. Stuðningurinn gegn fæðingarfistli hefur einnig verið í formi þjálfunar en sextíu konur sem hafa verið læknaðar af fæðingarfistli hafa fengið þjálfun í þeim tilgangi að tala fyrir og bera kennsl á konur sem þjást af þessum sökum í Mangochi héraði í Malaví. Sawu Mponda 18 ára á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi héraði í Malaví eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð í sumar til að lagað fæðingarfistil, ásamt Gonjetso Kumpatsa sem framkvæmdi aðgerðina. UNFPA Malawi/2021 Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins var haldinn í gær og sjónum meðal annars beint að þeim margvíslegu áskorunum sem stúlkur standa frammi fyrir á hverjum degi. Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi í hvívetna og sérstök áhersla lögð á að bæta stöðu stúlkubarnsins. Í Malaví er stuðningur við stúlkur og ungar konur mjög mikilvægur. Samkvæmt tölum frá Mannfjöldasjóði SÞ í Malaví er önnur hver stúlka gift fyrir 18 ára aldur, sem er eitt hæsta hlutfall í heiminum. „Þegar stúlkur giftast snemma eru þær í meiri hættu á að verða fyrir heimilisofbeldi, smitast af HIV og verða barnshafandi áður en þær ná líkamlegum og andlegum þroska. Þá eru rúmlega fjórðungur kvenna sem fæða barn árlega í landinu stúlkur sem eru yngri en 19 ára. Ein af alvarlegri afleiðingum ótímabærs barnsburðar unglingsstúlkna er fæðingarfistill,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Hún segir að fæðingarfistill (obstetric fistula) sé oftast afleiðing af ótímabærum barnsburði ungra stúlkna sem ekki hafa náð nægilegum líkamlegum þroska til að fæða barn þar sem þær eru enn börn sjálfar. „Þar af leiðandi ganga stúlkurnar oftar en ekki í gegnum erfiðari og lengri fæðingar en þær konur sem náð hafa líkamlegum þroska. Þó að flestar unglingsstúlkur fái fæðingarfistil við að fæða börn eru þess dæmi að barnungar stúlkur fái fæðingarfistil eftir að hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingarnar eru bæði líkamlegar og félagslegar. Mikill líkamlegur sársauki fylgir en stúlkurnar rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt, sem leiðir til þess að þær eru útskúfaðar félagslega,“ segir hún. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna gegn fæðingarfistli víðs vegar í heiminum, meðal annars í Malaví, sem er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Sawu Mponda er átján ára og býr í Makanjira, afskekktu svæði í Mangochi héraði. Hún fékk fæðingarfistil eftir að hafa gengið í gegnum erfiða og langa barnsfæðingu í febrúar á þessu ári með fyrsta barn sitt sem hafði þær afleiðingar að gat myndaðist á þvagblöðruna. „Ég áttaði mig á því þremur dögum eftir fæðinguna að eitthvað mikið væri að. Ég gat ekki haldið þvagi,“ segir Sawu sem leitaði því til héraðssjúkrahússins í Mangochi í Malaví, samstarfshéraði Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, þar sem hún gekkst undir skurðaðgerð til að laga fæðingarfistilinn. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að gangast undir aðgerðina. Núna get ég haldið áfram að lifa mínu eðlilega lífi,“ segir Sawu í samtali við Heimsljós. Héraðssjúkrahúsið í Mangochi með stuðningi frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og fjármagni frá Íslandi hefur á þessu ári framkvæmt sextán aðgerðir á konum með fæðingarfistil en markmiðið er að búið verði að framkvæma fimmtíu aðgerðir í lok árs. Í lok þessa mánaðar verður opnuð sérstök skurðstofa á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi þar sem loksins verður hægt að bjóða stúlkum og konum upp á örugga meðferð og þjónustu gegn fæðingarfistli. Nú bíða 24 konur eftir aðgerð en áætla má að fleiri konur sæki þjónustuna á næstu mánuðum þegar fréttir berast af opnuninni. Stuðningurinn gegn fæðingarfistli hefur einnig verið í formi þjálfunar en sextíu konur sem hafa verið læknaðar af fæðingarfistli hafa fengið þjálfun í þeim tilgangi að tala fyrir og bera kennsl á konur sem þjást af þessum sökum í Mangochi héraði í Malaví. Sawu Mponda 18 ára á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi héraði í Malaví eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð í sumar til að lagað fæðingarfistil, ásamt Gonjetso Kumpatsa sem framkvæmdi aðgerðina. UNFPA Malawi/2021 Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins var haldinn í gær og sjónum meðal annars beint að þeim margvíslegu áskorunum sem stúlkur standa frammi fyrir á hverjum degi. Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi í hvívetna og sérstök áhersla lögð á að bæta stöðu stúlkubarnsins. Í Malaví er stuðningur við stúlkur og ungar konur mjög mikilvægur. Samkvæmt tölum frá Mannfjöldasjóði SÞ í Malaví er önnur hver stúlka gift fyrir 18 ára aldur, sem er eitt hæsta hlutfall í heiminum. „Þegar stúlkur giftast snemma eru þær í meiri hættu á að verða fyrir heimilisofbeldi, smitast af HIV og verða barnshafandi áður en þær ná líkamlegum og andlegum þroska. Þá eru rúmlega fjórðungur kvenna sem fæða barn árlega í landinu stúlkur sem eru yngri en 19 ára. Ein af alvarlegri afleiðingum ótímabærs barnsburðar unglingsstúlkna er fæðingarfistill,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Hún segir að fæðingarfistill (obstetric fistula) sé oftast afleiðing af ótímabærum barnsburði ungra stúlkna sem ekki hafa náð nægilegum líkamlegum þroska til að fæða barn þar sem þær eru enn börn sjálfar. „Þar af leiðandi ganga stúlkurnar oftar en ekki í gegnum erfiðari og lengri fæðingar en þær konur sem náð hafa líkamlegum þroska. Þó að flestar unglingsstúlkur fái fæðingarfistil við að fæða börn eru þess dæmi að barnungar stúlkur fái fæðingarfistil eftir að hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingarnar eru bæði líkamlegar og félagslegar. Mikill líkamlegur sársauki fylgir en stúlkurnar rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt, sem leiðir til þess að þær eru útskúfaðar félagslega,“ segir hún. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent