Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2021 18:43 Elín Jóna Þorsteinsdóttir gulltryggði sigur Íslands með því að verja síðustu tvö skot Serbíu. vísir/Jónína Guðbjörg Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. Hún var að vonum ánægð í leikslok og fannst allt annar bragur á íslenska liðinu en í stórtapinu gegn Svíþjóð á fimmtudaginn. „Við byrjuðum frá fyrstu mínútu og við skulduðum góðan leik. Það var svo geggjuð stemmning í húsinu og margir sem mættu. Við skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik og þetta var frábært að geta gert það,“ sagði Elín eftir leik. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-8, og komst fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks, 13-9. Þá kom slæmur kafli og Serbía náði forystunni, 14-15. Íslenska liðið var þó fljótt að ná áttum, skoraði þrjú mörk í röð og leit aldrei um öxl eftir það. Elín Jóna í leikmannakynningunni.vísir/Jónína Guðbjörg „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna sig fljótt út úr þessum slæma kafla. Þetta gerist í öllum leikjum en það er misjafnt hversu langir þeir eru. Við slökuðum bara á, fórum ekki á taugum og tókum bara næsta bolta. Það er það sem Arnar [Pétursson, landsliðsþjálfari] segir alltaf við okkur: það er bara næsti bolti,“ sagði Elín. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar í dag enda skoraði Serbía aðeins 21 mark í leiknum. „Þær voru geggjaðar fyrir framan mig og þess vegna var ég með þessa vörslu. Þær gerðu það sem ég vil að þær geri,“ sagði Elín sem átti skínandi góðan leik í íslenska markinu. „Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Þetta er geggjað að fá góðan leik með landsliðinu og á hæsta getustigi. Mér fannst ég skulda stelpunum góðan leik. Þær voru búnar að vera svo ógeðslega góðar í vörninni að ég ætlaði að taka þessa síðustu bolta,“ sagði Elín sem varði síðustu tvö skot Serba í leiknum. Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Hún var að vonum ánægð í leikslok og fannst allt annar bragur á íslenska liðinu en í stórtapinu gegn Svíþjóð á fimmtudaginn. „Við byrjuðum frá fyrstu mínútu og við skulduðum góðan leik. Það var svo geggjuð stemmning í húsinu og margir sem mættu. Við skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik og þetta var frábært að geta gert það,“ sagði Elín eftir leik. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-8, og komst fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks, 13-9. Þá kom slæmur kafli og Serbía náði forystunni, 14-15. Íslenska liðið var þó fljótt að ná áttum, skoraði þrjú mörk í röð og leit aldrei um öxl eftir það. Elín Jóna í leikmannakynningunni.vísir/Jónína Guðbjörg „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna sig fljótt út úr þessum slæma kafla. Þetta gerist í öllum leikjum en það er misjafnt hversu langir þeir eru. Við slökuðum bara á, fórum ekki á taugum og tókum bara næsta bolta. Það er það sem Arnar [Pétursson, landsliðsþjálfari] segir alltaf við okkur: það er bara næsti bolti,“ sagði Elín. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar í dag enda skoraði Serbía aðeins 21 mark í leiknum. „Þær voru geggjaðar fyrir framan mig og þess vegna var ég með þessa vörslu. Þær gerðu það sem ég vil að þær geri,“ sagði Elín sem átti skínandi góðan leik í íslenska markinu. „Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Þetta er geggjað að fá góðan leik með landsliðinu og á hæsta getustigi. Mér fannst ég skulda stelpunum góðan leik. Þær voru búnar að vera svo ógeðslega góðar í vörninni að ég ætlaði að taka þessa síðustu bolta,“ sagði Elín sem varði síðustu tvö skot Serba í leiknum.
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20