Kjarnorkuvísindamaðurinn AQ Khan er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 09:54 AQ Khan veðrur líklega helst minnst fyrir að hafa selt kjarnorkutækni til Norður-Kóreu, Líbíu og Íran. EPA/T. MUGHAL Pakistanski kjarnorkuvísindamaðurinn Abdul Qadeer Khan, betur þekktur sem AQ Khan, er látinn, 85 ára að aldri. Khan var lagður inn á Khan sjúkrahúsið þann 26. ágúst síðastliðinn eftir að hann greindist smitaður af kórónuveirunni en var síðar færður á hersjúkrahúsið í Rawalpindi, samkvæmt frétt ríkisútvarps Pakistan. „Hann var elskaður og dáður af þjóðinni vegna hans mikilvæga framlags til að gera okkur að kjarnorkuveldi,“ skrifaði Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan á Twitter í dag. „Hann var þjóðargersemi.“ Deeply saddened by the passing of Dr A Q Khan. He was loved by our nation bec of his critical contribution in making us a nuclear weapon state. This has provided us security against an aggressive much larger nuclear neighbour. For the people of Pakistan he was a national icon.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) October 10, 2021 Khan verður helst minnst fyrir kjarnorkuviðskiptaskandalinn sem kom upp árið 2004 þegar í ljós kom að hann seldi Norður-Kóreu, Íran og Líbíu kjarnorkutækni. Khan viðurkenndi sekt sína í viðtali við ríkisútvarp Pakistan en var síðar náðaður af Pervez Musharraf, forseta landsins. Þrátt fyrir það var Khan í stofufangelsi á heimili sínu, sem helst má líkja við höll, í Islamabad. Þegar hann viðurkenndi sekt sína sagðist Khan hafa starfað einn við sölu kjarnorkutækninnar, pakistanska ríkið hafi ekkert vitað af viðskiptunum. Síðar sagðist Khan þó hafa verið gerður að blóraböggli. Khan forsætisráðherra, sem er ekki skyldur AQ Khan á nokkurn hátt, tilkynnti jafnframt á Twitter að vísindamaðurinn verði lagður til hinstu hvílu í Faisal moskunni í Islamabad, höfuðborg Pakistan, að hans ósk. Pakistan Kjarnorka Andlát Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Khan var lagður inn á Khan sjúkrahúsið þann 26. ágúst síðastliðinn eftir að hann greindist smitaður af kórónuveirunni en var síðar færður á hersjúkrahúsið í Rawalpindi, samkvæmt frétt ríkisútvarps Pakistan. „Hann var elskaður og dáður af þjóðinni vegna hans mikilvæga framlags til að gera okkur að kjarnorkuveldi,“ skrifaði Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan á Twitter í dag. „Hann var þjóðargersemi.“ Deeply saddened by the passing of Dr A Q Khan. He was loved by our nation bec of his critical contribution in making us a nuclear weapon state. This has provided us security against an aggressive much larger nuclear neighbour. For the people of Pakistan he was a national icon.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) October 10, 2021 Khan verður helst minnst fyrir kjarnorkuviðskiptaskandalinn sem kom upp árið 2004 þegar í ljós kom að hann seldi Norður-Kóreu, Íran og Líbíu kjarnorkutækni. Khan viðurkenndi sekt sína í viðtali við ríkisútvarp Pakistan en var síðar náðaður af Pervez Musharraf, forseta landsins. Þrátt fyrir það var Khan í stofufangelsi á heimili sínu, sem helst má líkja við höll, í Islamabad. Þegar hann viðurkenndi sekt sína sagðist Khan hafa starfað einn við sölu kjarnorkutækninnar, pakistanska ríkið hafi ekkert vitað af viðskiptunum. Síðar sagðist Khan þó hafa verið gerður að blóraböggli. Khan forsætisráðherra, sem er ekki skyldur AQ Khan á nokkurn hátt, tilkynnti jafnframt á Twitter að vísindamaðurinn verði lagður til hinstu hvílu í Faisal moskunni í Islamabad, höfuðborg Pakistan, að hans ósk.
Pakistan Kjarnorka Andlát Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira