Innlent

Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk

Samúel Karl Ólason skrifar
Snóbílar voru notaðir til að flytja bæði plöntur og mannskap.
Snóbílar voru notaðir til að flytja bæði plöntur og mannskap. Landsbjörg

Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor.

Stórt svæði brann í Heiðmörk í maí þegar gróðureldar kviknuðu í kjölfar þurrka.

Sjá einnig: Gömul og ný tré urðu eldinum í Heiðmörk að bráð

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir er rifjað upp að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út til að aðstoða við slökkvistarf og til að flytja búnað og mannskap. Snjóbílar og sexhjól voru notuð til flutninga yfir kjarrlendið að gróðureldunum og komu þeir bílar að góðum notum.

Meðlimir björgunarsveita og skjálfboðaliðar frá Skógræktarfélögum Íslands og Reykjavíkur tóku þátt í gróðursetningunniLandsbjörg

Snjóbílarnir nýttust einnig vel við gróðursetninguna og voru þeir notaðir til að flytja bæði plöntur og mannskap um skóglendið.

Gróðursett voru rótarskot sem björgunarsveitir seldu um síðustu áramót undir merkjunum Skjótum rótum. Þá var fólki boðið að kaupa tré sem gróðursett yrðu víða um land en um leið styðja við starf björgunarsveita.

Auk gróðursetningarinnar í Heiðmörk hafa rótarskot einnig verið gróðursett víða um land.

Um fjögur þúsund tré voru gróðursett.Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×