Helgi Magnússon: Við gerum atlögu að titlunum Árni Jóhannsson skrifar 7. október 2021 21:46 Helgi Már Magnússon ræðir við Jón Guðmundsson dómara en náði að eigin sögn að vera kurteis í kvöld á hliðarlínunni. vísir/valli KR lagði Breiðablik í hreint út sagt ótrúlegum leik á Meistaravöllum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 128-117 fyrir heimamenn en leikið var í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Varnarleikurinn var ekki til útflutnings en þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var ánægður með að ná í sigurinn þó að það væri mikið sem þyrfti að laga. Sérstaklega varnarlega. Helgi var spurður hvort honum hafi ekki fundist leikurinn skýtinn en mikið var skorað og varnarleikurinn ekki í hávegum hafður. „Blikarnir eru með kraftmikið sóknarlið en mér fannst við skelfilegir varnarlega. Við fengum þó sigurinn og það er margt sem þarf að laga.“ Helgi var þá spurður næst hvort lærdómurinn um lið KR hefði verið það að skerpingu vantaði á varnarleik liðsins. „Heldur betur. Við höfum bara náð einni viku saman á æfingum og það er afleiðing af því að vera að smala saman mönnum svona seint. Það tók aðeins lengri tíma að fá útlendingana til landsins en gert var ráð fyrir. Jú við þurfum að skerpa aðeins á vörninni.“ Helga líst vel á leikmennina sem KR náði að smala saman rétt fyrir mót og var svo spurður út í væntingarnar og kröfurnar í Vesturbænum fyrir komandi leiktíð en spáin segir að KR-ingar eigi að vera neðarlega í úrslitakeppnissætunum. „Þetta var fínt hjá nýju mönnunum. Við þurfum að spila okkur saman sem lið og Blikarnir eru með hörku sóknarlið og ég hefði alveg lifað með þessum úrslitum ef þeir hefðu verið að eiga einhverja stórskota sýningu. En þeir voru bara að ná í lay-up og auðveldar körfur sem gerir menn eins og mig alveg brjálaða.“ „Það er alltaf sama krafan hérna. Við ætlum að vera að berjast um þessa titla en ég skil alveg að spáin er eins og hún er. Við missum Matthías [Orra Sigurðsson] og við missum Jakob [Sigurðsson] sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð og tæknilega séð bætum engum þannig ígildum við. Við eru samt með fullt af efnilegum strákum í liðinu og hörkumannskap. Við ætlum að gera atlögu að titlum. Það er bara svoleiðis.“ Þetta var fyrsti leikur í deild fyrir Helga sem aðalþjálfari. Þó svo að hann hafi þjálfað áður en þá var hann einnig leikmaður fyrir u.þ.b. áratug síðan. Hann var spurður út hvernig honum hafi liðið á hliðarlínunni. „Þetta var rosa skrýtið. Sérstaklega í undirbúningi fyrir leik. Maður situr á hliðarlínunni og vanalega losar maður stressið í einhverjum djöfulgangi í upphituninni og maður nær einhvernveginn að pumpa sig upp. Á hliðarlínunni finnur maður ekki neina útrás fyrir spennunni“, sagði Helgi og hló við og var spurður um leið hvort hann hafi náð að sleppa dómurunum við útrásina. „Ég var nokkuð kurteis held ég í kvöld.“ Subway-deild karla KR Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Helgi var spurður hvort honum hafi ekki fundist leikurinn skýtinn en mikið var skorað og varnarleikurinn ekki í hávegum hafður. „Blikarnir eru með kraftmikið sóknarlið en mér fannst við skelfilegir varnarlega. Við fengum þó sigurinn og það er margt sem þarf að laga.“ Helgi var þá spurður næst hvort lærdómurinn um lið KR hefði verið það að skerpingu vantaði á varnarleik liðsins. „Heldur betur. Við höfum bara náð einni viku saman á æfingum og það er afleiðing af því að vera að smala saman mönnum svona seint. Það tók aðeins lengri tíma að fá útlendingana til landsins en gert var ráð fyrir. Jú við þurfum að skerpa aðeins á vörninni.“ Helga líst vel á leikmennina sem KR náði að smala saman rétt fyrir mót og var svo spurður út í væntingarnar og kröfurnar í Vesturbænum fyrir komandi leiktíð en spáin segir að KR-ingar eigi að vera neðarlega í úrslitakeppnissætunum. „Þetta var fínt hjá nýju mönnunum. Við þurfum að spila okkur saman sem lið og Blikarnir eru með hörku sóknarlið og ég hefði alveg lifað með þessum úrslitum ef þeir hefðu verið að eiga einhverja stórskota sýningu. En þeir voru bara að ná í lay-up og auðveldar körfur sem gerir menn eins og mig alveg brjálaða.“ „Það er alltaf sama krafan hérna. Við ætlum að vera að berjast um þessa titla en ég skil alveg að spáin er eins og hún er. Við missum Matthías [Orra Sigurðsson] og við missum Jakob [Sigurðsson] sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð og tæknilega séð bætum engum þannig ígildum við. Við eru samt með fullt af efnilegum strákum í liðinu og hörkumannskap. Við ætlum að gera atlögu að titlum. Það er bara svoleiðis.“ Þetta var fyrsti leikur í deild fyrir Helga sem aðalþjálfari. Þó svo að hann hafi þjálfað áður en þá var hann einnig leikmaður fyrir u.þ.b. áratug síðan. Hann var spurður út hvernig honum hafi liðið á hliðarlínunni. „Þetta var rosa skrýtið. Sérstaklega í undirbúningi fyrir leik. Maður situr á hliðarlínunni og vanalega losar maður stressið í einhverjum djöfulgangi í upphituninni og maður nær einhvernveginn að pumpa sig upp. Á hliðarlínunni finnur maður ekki neina útrás fyrir spennunni“, sagði Helgi og hló við og var spurður um leið hvort hann hafi náð að sleppa dómurunum við útrásina. „Ég var nokkuð kurteis held ég í kvöld.“
Subway-deild karla KR Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira